Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1988, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.03.1988, Blaðsíða 11
Fréttir Árni Vilhjálmsson. Stefán Svavarsson. Hvernig á að lesa ársreikn- inga fyrirtækja? Frjálst framtak hf. hefur gefið út bókina „Hvernig lesa á ársreikninga fyrir- tækja“ í samvinnu við Hlutabréfamarkaðinn hf. Höfundar eru þeir Árni Vil- hjálmsson prófessor og Stefán Svavarsson lektor og löggiltur endurskoð- andi. Á bókarkápu segir að í ársreikningum fyrirtækis sé að finna fróðleik um af- komu þess og fjárhagslega stöðu. Við gerð ársreikn- ings er stuðst við sérstakar reglur. Sumar þeirra eru studdar langri hefð en jafn- framt er um að ræða reglur sem ætlað er að svara áhrifum þrálátrar verð- bólgu hér á landi og hafa þær haft veruleg áhrif á efni ársreikninga. Hætt er við að sá, sem er ókunnug- ur þessum reglum, geti misskilið boðskapinn sem ársreikningurinn flytur t.d. um hagnað fyrirtækis- ins. Þessu riti er ætlað að fræða lesandann um þau sjónarmið og þær reglur sem beitt er við gerð árs- reiknings og þar með að auðvelda honum að hafa fullt gagn af þeim ársreikn- ingum sem koma honum fyrir sjónir. Hundrað stærstu Vinnsla á listanum yfir 100 stærstu fyrirtækin á íslandi 1987 er hafin. Færst hefur í vöxt að fyrir- tæki sendi inn ársreikn- inga sína strax og þeir liggja fyrir til umsjónar- manna listans. Flýtir það mjög fyrir vinnslu listans. Einnig er það mjög algengt að fyrirtæki veiti upplýs- ingar um hagnað og eigin- fjárstöðu. Stefnt er að því að hafa upplýsingar um einstaka rekstrarþætti fyrirtækja verði fyllri en verið hefur. Verður misvægi atkvæða kært til mannrétt- indadómstóls Evrópu? Hópur manna í Kópavogi hefur nú um nokkurt skeið unnið að undirbúningi þess að senda kæru til Mann- réttindadómstóls Evrópu vegna þess að atkvæði hér á landi í þingkosningum vega misþungt eftir bú- setu. Hugmyndin kom upp innan eins flokksfélags en málið mun þó ekki vera flokkspólitískt því menn úr flestum flokkum hafa vilj- að ljá því stuðning. Ekki er ljóst hvenær látið verður til skarar skríða en þess má vænta að síðla sumars eða í haust verði málið gert opinbert og þá verður ekki langt að bíða að formleg kæra líti dagsins ljós. Misjafn kostnaður af viðskiptavíxlum Það getur skipt miklu máli hvar viðskiptavíxlar eru seldir. Heildarkostnað- ur vegna 50 þúsunda króna víxils í þrjá mánuði er 6.244 krónur hjá einum banka en á sama tíma 4.800 krónur hjá öðrum. Munurinn er 1.444 krónur eða 2.89% af upphaflegri fjárhæð. Þessar upplýsing- ar koma fram í nýlegu fréttabréfi Verslunarráðs íslands. Þar er einnig birt meðfylgjandi tafla yfir ársávöxtun á viðskipta- víxlum hjá einstökum bönkum og sparisjóðum. Ársávöxtun 50 þús kr. víxils Um er að ræða viðskiptavíxil í einn, tvo eða þrjá mánuði. Auk vaxta er allur annar kostnaður innifalinn, svo sem þóknun, stimpilgjald og útlagður kostnaður. Banki: Alþýðuþankinn Búnaðarbankinn Iðnaðarbankinn Landsbankinn Samvinnubankinn SPRON Útvegsbankinn Verzlunarbankinn 30 dag. 60 dag. 90 dag. 68,27% 62,12% 60,12% 61,02% 48,36% 44,37% 70,10% 54,31% 49,37% 59,50% 54,03% 52,25% 56,60% 47,27% 44,29% 63,01% 57,18% 55,36% 61,48% 54,67% 52,47% 66,09% 60,06% 58,10% 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.