Frjáls verslun - 01.03.1988, Blaðsíða 26
mmmmmmmmmmt
Athafnamenn
svo verslunina Vogaver í janúar 1985
og nú síðast var verslunin Kópavogur
keypt 1. febrúar s.l. af Útvegsbanka
íslands hf. Nóatún var lengst af rekið
sem sameignarfélag en því var breytt
í hlutafélag í ágúst á síðasta ári. Nóa-
tún hf. rekur nú fjórar verslanir og
Ijöldinn á launaskrá er um 110-120
manns. Mánaðarleg velta samanlagt í
þessum fjórum verslunum er um 65
milljónir króna.
En má búast við því að Nóatúns-
verslanir skjóti upp kollinum víðar á
höfuðborgarsvæðinu? Jón I. Júlíusson
útilokar ekkert í því sambandi. „Við
höfum þessar fjórar verslanir og við
munum reka þær áfram. Frekari
stækkun ræðst af aðstæðum hverju
sinni,“ segir hann og bætir við. „Við
ætlum okkur að auka umsvifin á því er
engin launung."
Jón hefur lagt ýmislegt annað fyrir
sig en kaupmennsku. Hann var sjó-
maður í 20 ár. Auk þess hefur hann
sinnt ýmsum félagsstörfum sem
tengjast atvinnunni. Hann hefur átt
sæti í stjórn Sparisjóðs vélstjóra í 25
ár og er nú varaformaður Kaup-
mannasamtaka íslands og formaður
Félags kjötverslana.
Jón var spurður að því hver væri
munurinn á því að vera kaupmaður nú
og fyrir 30 árum. „Breytingarnar hafa
verið geysilega miklar," segir hann.
„Verslanirnar voru minni og þjónust-
an við viðskiptavininn var persónu-
legri. Kaupmaðurinn þekkti við-
skiptavininn og honum var meira
sinnt. Þá tíðkaðist að senda vöruna
heim. Menn gátu jafnvel hringt og
pantað og fengið sent heim. Þá var
líka meira um að skrifað væri hjá fólki
en það er að hverfa nú eftir að plast-
kortin komu.“
Jón er ekki ýkja hrifinn af kortunum
og getur ekki látið hjá líða að benda á
þá ósvinnu að kaupmenn þurfi að
borga fyrir að lána peninga. Hann er
vanur því að þeir sem lána peninga fái
vexti. „Kortin hækka vöruverðið og
þær verslanir sem taka ekki kort geta
verið með lægra vöruverð," segir
hann. „Og ekki bætir úr skák að
kortafyrirtækin hagnast á því að sölu-
skattur var lagður á matvæli um síð-
ustu áramót því þau fá sínar prósent-
ur af skattinum einnig."
Styrk eiginfjárstaða
— Hvers vegna hafa litlu verslan-
irnar látið undan síga?
„Þetta er almenn þróun. Þar fyrir
utan er skýringin sú að minni verslan-
ir standa og falla með kaupmanninum.
Þegar kaupmaðurinn fellur frá eða
hættir er oft enginn til að taka við.
Annað hvort leggst verslunin niður
eða einhverjir nýir aðilar byrja sem
telja að verslunarrekstur sé auðveld
leið til að afla peninga. Þeir komast
fljótt að öðru. Kaupmenn þurfa að
leggja sig alla fram og verslanir hjá
kaupmanninum á horninu lifa á pers-
ónulegum samskiptum kaupmannsins
og fólksins í hverfinu,“ segir Jón.
„Þótt sumir telji tilkomu stór-
markaðanna til framþróunar hefur sú
þróun ýmsar hliðar," heldur Jón
áfram. „Þegar litlu verslanirnar í
hverfinu týna tölunni missir fólkið þá
þjónustu sem það hafði áður. Það á
því erfiðara með að ná í nauðsynjar,
sérstaklega eldra fólk sem sumt
hvert er upp á náð og miskunn að-
standenda komið um aðföng. Nokkrir
bæjarhlutar eru nú sérlega illa settir."
— En hverju þakkar þú velgengni
Nóatúns?
Jón er ekki seinn að svara þessari
spurningu og svarið er stutt og
ákveðið: „Styrkri og góðri eiginfjár-
stöðu,“ segir hann. „í dag verslar
enginn með matvöru nema hann hafi
60% af fjármagninu sem eigin fé.“
Hann bætti því einnig við að fyrirtæk-
ið hefði vaxið og dafnað vegna sam-
heldni fjölskyldunnar. Reyndar eru
það tengdasonur Jóns og dóttir sem
eiga og reka Vogaver þótt það sé hluti
af Nóatúni hf.
Jón sagði að meðalálagning í mat-
vöruversluninni væri 16-21% og
kaupmenn teldu að hún þyrfti að vera
hærri. Þrátt fyrir að eðlilegt væri að
álagning á hverri vörutegund stæði
undir dreifmgarkostnaði væru kaup-
menn hálfpartinn neyddir til þess að
dreifa landbúnaðarvörum langt undir
kostnaði við dreifinguna eða allt niður
í 10%. „Matvörukaupmenn hafa eng-
ar tuskur frá Taiwan eða Hong Kong
með 100-200% álagningu til þess að
greiða dreifingarkostnað á landbún-
aðarvörunum niður eins og sumir
stórmarkaðimir. Við erum heldur
26