Frjáls verslun - 01.03.1988, Blaðsíða 22
Samtiðarmaður
sig sem menn í atvinnurekstri án þess
að vera að hólfa sig niður í ákveðna
atvinnugrein og berjast innbyrðis.
Verðtrygging útlána var tekin upp ár-
ið 1979 og í nokkrum áföngum er los-
að um höftin á fjármagnsmarkaðinum.
Sem dæmi má nefna að árið 1983 var
öllum bönkum gefið leyfi til gjaldeyr-
isviðskipta og takmarkað vaxtafrelsi
var veitt árið 1984. Afurðalánakerfíð
breyttist í grunnvallaratriðum í októ-
ber 1984 þegar bankarnir tóku að sér
að útvega lán erlendis frá út á útflutn-
ingsframleiðslu í stað þess að fé feng-
ist sjálfvirkt frá Seðlabankanum. Um
vorið 1985 yfirtóku síðan bankarnir
lán út á afurðir fyrir innlendan mark-
að. Það má nefna fleiri kerfisbreyting-
ar svo sem heimildir einstaklinga til
að stofna gjaldeyrisreikninga, breytta
viðskiptahætti Seðlabankans við inn-
lánsstofnanir og tilkomu millibanka-
markaðar með lánveitingum milli
banka sem stuðla að jafnari lausafjár-
stöðu bankanna. Vaxtafrelsið og
breyttir stjórnunarhættir banka voru
síðan staðfestir með nýjum lögum um
viðskiptabanka, nýjum lögum um
Menn eru hættir
að halda upp á
lántökur með
kavíar og
kampavíni
Seðlabanka og sérstökum vaxtalög-
um.“
Þú talar um öra þróun í bankamál-
um á síðustu árum, meira frelsi og
breytt viðhorf til fésýslu. Á sama tíma
hafa sprottið upp verðbréfasjóðir sem
sífellt eignast stærri hluta peninga-
markaðarins. Eru bankarnir ennþá
nokkrum skrefum á eftir í þróuninni?
Eru þeir of svifaseinir?
róunin hefur bæði verið mikil
og ör. Lánsfjármiðlun pen-
ingastofnana hefur að sama
skapi aukist. Það er meira um fé á
markaðinum en áður var en það er
dýrara, eða eins og Pétur Blöndal
komst réttilega að orði í útvarpserindi
fyrir skömmu: „Menn eru hættir að
halda upp á lántökur með kampavíni
og kavíar."
Hvað með samkeppnina um inn-
lánsfé? Eiga bankarnir ekki undir
högg að sækja fyrst verðbréfamark-
aðurinn býður hærri ávöxtun en
bankarnir?
„Það er alveg rétt en mikill hluti
innlánsfjárins hafa bankarnir til mjög
skamms tíma. Þar á ég meðal annars
við peninga á tékkareikningum sem
fólk notar yfirleitt innan skamms tíma
og þess vegna geta bankarnir ekki
bundið það fé á sama hátt og það sem
samið er um til lengri tíma. Þess
vegna er ekkert óeðlilegt að hafa mun
á vaxtaprósentu eftir binditíma fjár-
ins. í bankainnistæðunum felast að
auki ákveðnar tryggingar, bæði í
gegnum stöðu bankanna og trygg-
ingasjóð viðskiptabankanna sem tók
til starfa í janúar 1986 þegar nýju
bankalögin tóku gildi. Þetta tryggir að
viðskiptavinir bankanna geta alltaf
fengið fé sitt greitt til baka á umsömd-
um tíma. Verðbréfaviðskipti eru ann-
ars eðlis. Þar er um að ræða umsamin
geymslutíma fjár en kaupandi verð-
bréfsins þarf í hvert og eitt skipti að
athuga tryggingarnar sem standa að
baki pappírsins. Þeir sem kaupa bréf
af verðbréfasjóðum eru sjálfir búnir
að taka að sér hlutverk banka. Þar er
keyptur hluti í útlánasamsetningu
verðbréfasjóðsins með þeirri inn-
byggðu áhættu sem fylgir útlánasam-
setningunni og það eru aðrir sem
ákvarða hvernig samsetningin er.
Ávöxtunin er yfirleitt góð en menn
verða að huga að því hvað innlausnin
kostar og hvenær hægt er að innleysa
féð.
Svo má ekki heldur gleyma
giæiðslumiðlun bankanna.
Þar er urn að ræða mikilvægt
starf sem eðlilegt er að greitt sé fyrir.
Það má ekki nota vaxtamun inn- og
útlána til að greiða niður þessa þjón-
ustu eins og tíðkaðist fyrir breyting-
arnar á fjármagnsmarkaðinum. Þá
voru allir vextir ákveðnir af Seðla-
banka íslands. Ekki bara vaxtapró-
sentan heldur nákvæmlega hvernig
út- og innlánsform bönkunum var
Tryggvi Pálsson stjórnarmaður í Kreditkortum hf. ásamt Gunnari Erni
Bæringssyni framkvæmdastjóra Kreditkorta hf.
22