Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1988, Blaðsíða 51

Frjáls verslun - 01.03.1988, Blaðsíða 51
Spáð er fjölgun hraðbanka fyrir þá viðskiptavini sem ekki óttast tækninýj- ungar. inn í markhópa þarf að kanna markaðinn og mismunandi þarfir þeirra hópa sem skil- greindir hafa verið. Því taldi Boehm mark- aðskannanir vera undirstöðu markaðs- hlutunar og þar með vöruþróunar fyrir mismunandi markhópa. Benti Boehm á gildi þess fyrir banka sem og önnur fyrir- tæki að þekkja vel viðskiptavini sína. Sagði hann það sorglega staðreynd að samkvæmt opinberri könnun töldu 47% breskra fyrirtækja á móti 13% japanskra sig ekki hafa greinargóða mynd af við- skiptavinum sínum og þörfum þeirra. Mjög mikilvægt væri því fyrir fjár- magnsfyrirtæki að reyna að meta hvemig markaðurinn væri að breytast og hvernig hægt væri að skilgreina nýja markhópa í kjölfar þeirra breytinga. í þessu sambandi benti Boehm á áhrif breytts lífsstíls á eðli þjónustunnar. Atti hann við breytingar sem felast m.a. ítveimur útivinnandi mök- um, sem meta tíma mikils og krefjast því betri aðgangs að þjónustu bankanna t.d. fyrir utan hefðbundinn opnunartíma. Fyrir bankana þýddi þetta lengri opnunartíma, hraðþjónustu gjaldkera, beinlínuvæðingu, ráðgjafaþjónustu, vel staðsetta hraðbanka o.s.frv. Einnig yrði að skoða áhrif frá breyttri aldurssamsetningu, betri menntun, styttri starfstími, minni heimilum, fjölgun skilnaða, fækkun hjónabanda, aukningu á ráðstöfunartekjum heimilanna, aukinni þáttöku kvenna á vinnumarkaði, aukinni ásókn í lánafyrirgreiðslur, vaxandi áhuga á fullkominni fjármálaráðgjöf, auknum áhuga á eftirlaunasjóðum o.s.frv., o.s.frv. Allt þetta þýddi breytingu á þörfum m.t.t. þjónustu banka og annarra fjármagnsfyrir- tækja. Til þess að stunda markaðshlutun þarf því að vita hverjar þarfir viðskiptavinarins eru. Nokkrar af þeim vangaveltum sem fram komu á ráðstefnunni beindust inn á eftirfarandi skilgreiningar á vilja hins nýja viðskiptamanns. Viðskiptavinir vilja í auknum mæli fá: — samkeppnisfært verð á þjónustunni — betri upplýsingagjöf — meiri aðgengileika að fjármagnsþjón- ustu — betri samskipti við bankann — fullkomnari lausnir á vandamálum sínum Samkvæmt könnuninni hjá First Austri- an Bank vilja viðskiptavinimir eftir sem áður fá: — vingjamlega og álúðlega þjónustu — hæfileikaríkt afgreiðslufólk — sanngjama lánsmöguleika — góða ávöxtunarmöguleika — þægilegt afgreiðslukerfi En einnig bentu viðskiptavinimir á að þeir vildu: — föst tengsl við einn starfsmann bank- ans — að bankinn markaðssetti fleiri nýj- ungar — meiri ráðgjöf á flóknari markaði — hámarksávöxtun fyrir sparifé sitt — fleiri möguleika á sjálfsafgreiðslu Bankamenn þurfa því að hafa víðsýni að leiðarljósi á breytilegum markaði og hafa svar bankastjórans íhuga sem spurður var að því hvert hann héldi að fjármagnsmark- aðurinn myndi þróast í framtíðinni? „Ég veit það ekki,“ svaraði bankastjórinn, „en þú getur bókað að við verðum þar!“ Reynslusögur Eins og áður sagði var á ráðstefnunni greint frá raunverulegum dæmum ein- stakra banka og kom þar margt fróðlegt fram. Til þess að gefa einhverja hugmynd um þessar reynslusögur er hér stutt upp- talning á helstu frásögnunum: — Ralph Dymes frá Den Norske Creditbank sagði frá þróun á sérhæfðu viðskiptamannakerfi sem byggði á heildar- viðskiptum fjölskyldunnar. — Herman Bol frá Radobank í Hollandi greindi frá tilraunum þeirra til að flétta saman tryggingar og bankaviðskipti. — Richard Hartnack frá First National Bank of Chicago sagði frá reynslu þeirra í vömþróun og möguleikum þeirrar stefnu að líkja eftir nýjungum keppinauta. — Edward O’Neal frá Chemical Bank sagði frá því hvernig þeir hefðu skilgreint þarfir og möguleika háskólanema og þróað þjónustu fyrir þann markhóp. — Gorm Bjercke frá SAS flugfélaginu greindi frá tilraunum þeirra á flármagns- markaðnum. — Graham Matthews frá Building Society í Ástralíu fjallaði um hvemig hægt væri að markaðssetja alhliða fjármagns- þjónustu fyrir fjölskylduna. Lokaorð Þessi athyglisverða ráðstefna í Lund- únum undirstrikaði að þróun nýrra hug- mynda gerist ekki af sjálfu sér. Það verður aðkanna, skilgreina, skipuleggja, prófaog markaðssetja á réttan hátt til að kynning nýjungarinnar nái markmiðum sínum. Gmndvallarforsendur fyrir árangursríku starfi eru að þekkja viðskiptavinina, bjóða afburðaþjónustu með hæfu starfsfólki og byggja greiningu markaðarins á markaðs- hlutun út frá vel skilgreindum þörfum ákveðinna markhópa. Sigurvegarar í framtíðinni verða þeir bankar sem selja kröftuglega, bjóða af- burða þjónustu og byggja á hagkvæmni í rekstri. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.