Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1988, Page 61

Frjáls verslun - 01.03.1988, Page 61
Herratískan Kristján S. Kristjánsson. eða jogginggalla á kvöldin. Reyni að vera í einhverju þægilegu." Velurðu þín föt einn? „Nei, konan mín er nánast alltaf með í ráðum. Mér finnst það mjög þægilegt.“ Hvers vegna ertu „fínt“ klæddur dags daglega? „Ætli ég hafi ekki alltaf haft til- hneigingu til að vera „karlalega“ klæddur! Ég hef alltaf verið þessi jakkafatanáungi og það getur vel verið að mér sé það í blóð borið. Ég veit það ekki. Ég vinn þannig vinnu að mér finnst hugguleg föt við hæfi og það gæti vel verið að ég klæddi mig allt öðruvísi ef ég væri í öðru starfi. Þó efast ég um það.“ Meira sjálfstraust Kristján S. Kristjánsson í Hag- skipti sagðist einfaldlega vinna þannig vinnu sem krefðist þess að hann væri vel klæddur. „Aftur á móti fer ég í eitthvað þægilegra á kvöldin — ein- hvers konar andstöðu þess sem ég er í á daginn.“ Hverju klæðist þú daglega? „Ég er mikið í stökum buxum og jakka, t.d. leðurjakka. Mér finnst skyrtan og ekki síst bindið skipta miklu máli og ég legg áherslu á að eiga gott úrval af hvoru tveggja. í vinnunni geng ég aldrei í galla- eða kakíbux- um.“ Hvar kaupir þú þín föt? „Ég versla nú orðið aðallega er- lendis. Það hefur atvikast þannig að ég hef verið mikið erlendis og þá hef ég notað tækifærið og verslað. Þó að úrvalið hér á landi sé mjög mikið og hér sé hægt að fá allan fatnað þá er óneitanlega kostur að vera í flíkum sem hafa verið keyptar úti því þá eru minni líkur á að rekast á mann í sams- konar fatnaði." Eyðir þú miklum tíma og peningum í fatnað? „Nei, ekki get ég sagt það. Ég tek tamir í þessu og eyði einum eða tveimur dögum í einu þegar ég er erlendis. Hvað varðar síðari spurn- inguna þá eru föt dýr í dag en ég reyni að eyða ekki miklum peningum í þau. Föt í Amsterdam og Þýskalandi t.d. eru mun ódýrari en hér svo það hjálp- ar en ég reyni að hafa þetta hóflegt." Velurðu þín föt einn? , Já, ég geri það. Ég fer einn í versl- anir og vel þar af leiðandi minn fatnað sjálfur. “ Hvers vegna klæðir þú þig „upp“ dags daglega? Er ekki einfaldara eða þægilegra að vera í einhverjum „druslum“? „Eins og ég sagði þá er ég í þannig vinnu að ég get ekki boðið viðskipta- vinum mínum upp á að ég sé eins og drusla þegar ég tek á móti þeim. Það er líka staðreynd að maður hefur meira sjálfstraust og líður betur þegar maður er vel klæddur." 61

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.