Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1989, Side 5

Frjáls verslun - 01.04.1989, Side 5
RITSTJÓRNARGREIN PENINGAVALD LAUNÞEGAHREYFINGARINNAR Nú á tímum mikillar umræðu um slæma afkomu atvinnurekstrar hér á landi sem endurspeglast í versnandi eiginfjárstöðu fyrirtækja er ekki að undra þó menn líti í kringum sig og spyrji hvar peningavaldið í landinu sé niður komið. Því verður ekki svarað á einfaldan hátt og víst er að það vald dreifist víða þó misskipt sé. Oft er bent á að mikið peningavald hafi safnast saman í lífeyris- sjóðunum en um síðustu áramót var hrein eign þeirra talin nema 73 milljörðum króna. Forystu- menn launþega og atvinnurekenda hafa stjórn líf- eyrissjóðanna sameiginlega á hendi. Ríkisvaldið hefur í vaxandi mæli sóst eftir að hafa áhrif á starf- semi sjóðanna, m.a. til að beina ráðstöfunarfé þeirra inn í húsnæðislánakerfið. Viðskipti lífeyrissjóðanna skipta einstaka banka miklu máli og sjóðirnir hafa í vaxandi mæli farið út í að kaupa hlutabréf í vænlegustu almenningshluta- félögum landsins, m.a. einkabönkunum. Engum dylst að í lífeyrissjóðunum er saman komið mikið peningavald á mælikvarða okkar litla þjóðfélags. En hvað um launþegafélögin sjálf? Skyldi verka- lýðshreyfingunni hafa tekist að safna auði? Leitast er við að svara þessum spurningum hér í blaðinu. í ljós kemur m.a. að áætluð hrein eign Iaunþegahreyfingarinnar nemur 6-8 milljörðum króna. Einnig kemur fram að bókfærð eiginfjárst- aða allra einkabankana í landinu nam 2,5 mill- jörðum í árslok 1988. Þannig er fjárhagslegur styrkur verkalýðshreyfingarinnar þrefaldur á við einkabankanna svo dæmi sé tekið til samanburðar. HVAÐ KOSTAR EINBÝLISHÚS? Frjáls verslun birtir að þessu sinni sérefni um húsbyggingar. Bæði er fjallað um þætti sem snerta íbúðarhúsnæði og atvinnurekstrarhúsnæði. Blaðið birtir athyglisverða grein eftir Jón Kaldal byggingarfræðing þar sem spurt er þeirrar áleitnu spurningar: Hvað kostar að byggja einbýlishús? Þar kemur fram að byggingarkostnaður við með- alstórt einbýlishús á einni hæð nemur 14-15 mill- jónum króna. Þá er ekki um neinn íburð að ræða og miðað er við ódýra lóð. Sama stærð af húsi en í dýrari útgáfu og á eftirsóttri lóð væri fljótt komið yfir 20 milljónir króna. Sé hins vegar ráðist í að byggja 300 fermetra tvílyft hús er trúlegt að bygg- ingarkostnaðurinn fari í 25 - 30 milljónir króna. Þessu eiga ýmsir erfitt með að trúa og margir þeirra sem reist hafa einbýlishús í þessum verð- flokki vilja sem minnst heyra um byggingarkostn- aðartölur af þessu tagi. Það er ef til vill ekkert undarlegt. m pm liL LlJ jLm Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Helgi Magnússon - RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Valþór Hlöðversson — AUGLÝSINGASTJÓRAR: Sjöfn Sigurgeirsdóttir og Kristrín Eggertsdóttir — LJÓSMYNDARAR: Grímur Bjamason, Gunnar Gunnarsson, og Kristján Einarsson — ÚTGEFANDI: Frjálst framtak hf. — Tímaritið er gefið út í samvinnu við samtök í verslun og viðskiptum — SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Ármúli 18, sími 82300, Auglýsingasími 31661 - RITSTJÓRN: Bfldshöfði 18, sírni 685380 - STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson — AÐALRITSTJÓRI: Steinar J. Lúðvíksson — FRAMKVÆMDASTJÓRI: Halldóra Viktorsdóttir - ÁSKRIFTARVERÐ: 1.975 kr. (329 kr. á eintak) - LAUSASÖLUVERÐ: 399 kr. - SETNING, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentstofa G. Benediktssonar — LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir 5
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.