Frjáls verslun - 01.04.1989, Blaðsíða 19
GARINNAR 6-8 MILUARDAR
• HREIN EIGN VERKALÝÐS-
HREYFINGARINNAR ER ÞREFÖLD
Á VIÐ ALLA EINKABANKANA
• ÁRSTEKJUR VERKALÝÐSFÉLAGA
UM 2 MILUARÐAR
• HEILDAREIGN LÍFEYRISSJÓÐANNA
73 MILUARÐAR
Ætla má að eignir íslensku
launþegahreyfingarinnar
nemi 6-8 milljörðum króna.
Tekjur verkalýðs- og stéttar-
félaga á þessu ári eru að lík-
indum um 2 milljarðar og
rekstrarhagnaður almennt á
bilinu 20-40%. Hreyfingin er
að mestu skuldlaus og ofan-
greindar eignir geta því talist
eigið fé hennar.
Þetta eru helstu niðurstöður at-
hugunar sem Frjáls verslun hefur
gert á fjárhagsstöðu launþegahreyf-
ingarinnar. Hún er byggð á útreikn-
ingum samkvæmt upplýsingum úr
ársreikningum um tuttugu stéttarfé-
laga, sem samtals hafa innan sinna
vébanda rúmlega fimmtíu þúsund
launþega.
EIGNIR VERKALÝÐSFÉLAGA
Eignastaða verkalýðsfélaga er
mjög misjöfn. Hún er háð fjölda fé-
lagsmanna, aldri viðkomandi félags
og tekjum félagsmanna. Þó eru það
ekki stærstu félögin sem eru hlut-
fallslega efnuðust. Þvert á móti eru
það félög með um 700-1000 félags-
menn sem sterkust standa hlutfalls-
lega; hin stærri eiga að jafnaði minni
eignir á hvem félagsmann. Einnig eru
almenn verkalýðsfélög að jafnaði mun
þársterkari en félög opinberra starfs-
manna.
Utreikningar leiða í ljós að stéttar-
félög eiga eignir sem nema um 60
þúsund krónum á hvern félagsmann.
Þetta er jafnaðartala; félög opinberra
starfsmanna eiga sum 15-20 þúsund
krónur á hvem félagsmann á meðan
önnur eiga allt að tífalt meiri eignir.
Eignaskiptingin er í grófum drátt-
um sem hér segir: Veltufjármunir 30-
40% (bankainnstæður, skammtíma-
skuldir o.fl.), fasteignir 50-60% (or-
lofshús, skrifstofuhúsnæði, félagsað-
staða o.fl.) og aðrir fastafjármunir um
10% (hlutabréf, skuldabréf, búnaður
o.fl.).
Gera má ráð fyrir að í verkalýðs- og
stéttarfélögum séu um 90 þúsund
manns. Eignir þeirra samkvæmt of-
anskráðu eru þvf tæplega fimm og
hálfur milljarður. Stóru samböndin
tvö, ASÍ og BSRB, eiga um 600-800
milljónir saman og það síðamefnda
reyndar bróðurpartinn, sem að
mestu liggur í orlofshúsum og tengd-
19