Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1989, Síða 22

Frjáls verslun - 01.04.1989, Síða 22
upplýsingar um fjárhag félaganna. Sum félög kjósa að gera slíkar upp- lýsingar mjög aðgengilegar og gefa ársreikninga út í fréttabréfi eða sér- stakri skýrslu. Fleiri brugðust þó við fyrirspurnum blaðsins af fyllstu tor- tryggni og neituðu sumir beinlínis að veita aðgang að reikningum án þes að rökstyðja það frekar. Formaður Dagsbrúnar í Reykjavík vísaði blaða- manni á dyr með þeim orðum að Fijáls verslun fengi síðust fjölmiðla aðgang að ársreikningum félagsins. Slík viðbrögð eru heimóttarleg og lýsa skilningsleysi. Frjáls verslun birtir reglulega mikilvægar tölulegar upplýsingar um stöðu stærstu fyrir- tækja landsins. Ekki er síður mikil- vægt að fyrir liggi upplýsingar um íjárhagsstöðu anarra aðila sem miklu ráða um þjóðarhag, þar á meðal verkalýðshreyfingarinnar. Forystu- menn verkalýðsfélaga ættu að sjá sóma sinn í að taka þátt í slíkri upp- lýsingastarfsemi í stað þess að fara með ofur eðlilegar upplýsingar eins og hernaðarleyndarmál. FASTEIGNIRNAR Skrifstofu- og félagshúsnæði eru að öllum líkindum þær fasteignir sem launþegarhreyfingin á mest af. Ætla má að sú eign nemi að minnsta kosti tveimur og hálfum milljarði. Af eignum í Reykjavík ber hæst eignir opinberra starfsmanna við Grettisgötu, en hlutur þeirra í Grett- isgötu 79 er metinn á um 85 milljónir króna. Önnur glæsileg bygging er Skipholt 50a, sem er í eigu starfs- mannafélagsins Sóknar og verka- kvennafélagsins Framsóknar. Þar er um að ræða skrifstofuhúsnæði félag- anna, fundaraðstöðu, heilsubótarstöð og fleira. Eignarhlutur félaganna tveggja er samkvæmt brunabótamati tæplega 70 milljónir króna. Sjó- mannafélag Reykjavíkur og Dagsbrún eiga saman Lindargötu 9, húseign sem samkvæmt brunabótamati er andvirði um 70 milljóna króna. Af öðr- um byggingum má nefna hlut ASÍ í Grensásvegi 16, húseign Félags bókagerðarmanna að Hverfisgötu 21 og sameignir félaga að Lágmúla 7, Skólavörðustíg 16 og víðar. Ekki má gleyma húsi iðnaðarmannafélaganna að Suðurlandsbraut 30 og eignarhlut VR í húsi verslunarinnar. Þá hefur Dagsbrún verið úthlutað lóð við Borgartún 1 í Reykjavík, þar sem nú er bflasalan Bflakaup. Dags- brún hefur leitað til verkalýðsfélaga og lífeyrissjóða um samvinnu vegna byggingar nýs Alþýðuhúss á þessari lóð, en engar ákvarðanir hafa verið teknar. Gerðar hafa verið útlitsteikn- ingar sem gera ráð fyrir myndarlegu húsi. Frumkostnaðaráætlanir gera ráð fyrir að byggingin komi til með að kosta nálægt einum milljarði króna. Næststærsti hluti fjármuna laun- þegahreyfingarinnar liggur í orlofs- húsum og tengdum byggingum. Ætla má að hún eigi um 400-500 orlofshús og -íbúðir vítt og breytt um landið. Stærsta orlofshúsaþyrpingin er að líkindum orlofshús BSRB í Munaðar- nesi og Stóru-Skógum, sitt hvorum megin við þjóðveginn í Norðurárdal. Þar eru um 100 hús og svipaður fjöldi er í Húsafelli, þar sem nokkur félög eiga orlofshús. Víðar eru miklar húsa- þyrpingar, svo sem í Ölfusborgum, í Svignaskarði, á Laugarvatni og á Héraði. Það verður æ vinsælla hjá verka- lýðsfélögum í Reykjavík að kaupa or- lofsíbúðir á Akureyri og jafnvel er litið til ísafjarðar í framhaldi af því. Hitt færist einnig í aukana að verkalýðsfé- lög úti á landi kaupi íbúðir í Reykjavík, sem nýtast þeim sem brýn erindi eiga þangað. Að auki eiga verkalýðs- og stéttar- félög aðrar tegundir fasteigna, svo sem orlofslönd og jafnvel bújarðir. HLUTABRÉF Verkalýðs- og stéttarfélög eiga hlut í nokkrum bönkum. Fyrstan skal telja Alþýðubankann, en 15 félög og lífeyrissjóðir þeirra eiga um 75% hlutabréfa í honum. Dagsbrún á tæp 10%, að nafnverði um 22 milljónir króna. Verkakvennafélagið Fram- sókn á litlu minna og sameiginlegur lífeyrissjóður beggja önnur 7%. Eigið fé Alþýðubankans var 306 milljónir króna á síðasta ári. Launþegafélög hafa fjárfest í fleiri bönkum: Samvinnubanka, Verslunar- banka og Iðnaðarbanka. Að auki eiga nokkur félög hlut í Eimskipafélagi ís- lands frá gamalli tíð og ekki er óal- gengt að verkalýðsfélög úti á landi eigi hlut í helstu atvinnufyrirtækjum í heimabyggð sinni. LAUNÞEGAHREYFINGIN: ER ÞREFALT RÍKARI EN EINKABANKARNIR Til að freista þess að átta sig betur á fjárhagslegum styrk verkalýðs- hreyfingarinnar er fróðlegt að bera hreina eign hennar saman við at- vinnufyrirtæki. Yfirleitt er litið svo á að bankamir þyki öflugar stofnanir. En launþega- hreyfingin er með þrefalda eiginfjár- stöðu á við einkabankana fjóra! í árslok 1988 var bókfært eigið fé þeirra sem hér segir: Iðnaðarbank- inn 950 millj.kr., Verslunarbankinn 660 millj.kr., Samvinnnubankinn 587 millj.kr. og Alþýðubankinn 305 millj.kr. eða samtals 2502 millj.kr. En eiginfjárstaða launþegahreyfing- arinnar er talin vera 6-8 milljarðar króna eins og hér kemur fram. Annað dæmi má nefna. Bókfærð eiginfjárstaða þriggja helstu fyrir- tækja landsins, Flugleiða, Eimskips og SÍS, er um 7 milljarðar samtals. Staða þeirra samtals er því svipuð og eignastaða launþegafélaganna í heild. í ljósi þessa er fróðlegt að velta því fyrir sér hvar peningavaldið er í þessu landi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.