Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1989, Síða 26

Frjáls verslun - 01.04.1989, Síða 26
FORSIÐUGREIN EIGNIR LIFEYRISSJOÐA UM 73 MILUARDAR KRÓNA Til eru þær stofnanir sem tengjast verkalýðshreyfingunni mjög náið og eru væntanlega þær eignamestu á landinu fyrir utan banka og lánasjóði. Þetta eru lífeyrissjóðirnir. Hér á eftir verður farið nokkrum orðum um fjárhagsstöðu lífeyrissjóð- anna. Fram kemur að sjóðirnir eiga miklar eignir, nánast sama hvaða mælikvarði er lagður á þau orð. Gerð er grein fyrir tekjum sjóðanna og skiptingu þeirra og að endingu litið á skuldbindingar þeirra, skuldir sem ekki falla í gjalddaga fyrr en á næstu öld. Ekki liggja enn fyrir nákvæmar töl- ur um stöðu sjóðanna á árinu 1988. Uppgjör og ársreikningar hvers árs fyrir sig eru yfirleitt ekki tilbúin fyrr en um mitt árið á eftir, þótt á því séu undantekningar. Hér verður því stuðst við tölur sem liggja fyrir frá árinu 1987 og fyrr og framreiknað með lánskjaravísitölu eftir því sem unnt er og tilefni gefast til. EIGNIR Peningamáladeild Seðlabanka ís- lands áætlar að heildareignir lífeyris- sjóðanna í landinu hafi numið um 73 milljörðum króna í árslok 1988. Þetta nemur í krónutölu rúmlega 45% hækkun frá fyrra ári, en raunávöxtún um 16% ef miðað er við þróun láns- kjaravísitölu á sama tíma. Þessi aukn- ing er í samræmi við þróun síðustu ára, en eignir lífeyrissjóðanna hafa vaxið að raungildi um 10-20% á ári frá 1981. Þessa eignarstöðu má setja í margskonar samhengi. HlutfaU eigna lífeyrissjóðanna af kerfisbundnum sparnaði í landinu hefur aukist úr um 52.5% árið 1981 í um 55.3% árið 1987. Sem hlutfall af peningalegum sparnaði í heild voru eignirnar um 22.5% árið 1981, en hlutfaUið fer stig- hækkandi næstu ár og nær um 27.7% 1987. Sömu sögu er að segja ef litið er á eignirnar sem hlutfall af vergri landsframleiðslu: Árið 1982 er hlut- falUð um 17.2%, en stighækkar og nær 24.3% 1987 og var um 28.8% 1988, miðað við áætlanir um þessar stærðir það ár. Einnig má líta á eignir Ufeyrissjóð- anna í samhengi við umsvif og fjár- hagsstöðu banka og annarra lána- stofnana. í árslok 1987 eru eignir lí- feyrissjóðanna 50.3 miUjarðar króna, en á sama tíma er eigið fé allra lána- stofnana um 38.3 milljarðar. Frjáls peningalegur sparnaður í formi inn- lána og seðla á sama tíma er 68.3 milljarðar króna. Ef litið er á eignarstöðu einstakra sjóða (sjá meðfylgjandi töflu) kemur í ljós að fimm stærstu sjóðirnir eiga um 45% allra eigna sjóðanna og tíu stærstu sjóðirnir eiga um 60% eign- anna. Samsetning eigna lífeyrissjóðanna hefur haldist nánast óbreytt síðustu árin. Rúmlega 90 af hundraði liggja í útlánum og skuldabréfaeign, um 4% í bankainnstæðum og sjóði og um 5% teljast til annarra eigna. Hins vegar hafa orðið verulegar breytingar á þeim hópi sem lífeyris- sjóðimir kaupa skuldabréf af. Þessum hópi má í grófum dráttum skipta í fimm staði: Ríkissjóð og ríkisstofnan- ir, bæjar- og sveitarfélög, fjárfesting- arlánasjóði, atvinnuvegi og sjóðfélaga og aðrar lánastofnanir. Ef skoðaðar eru tölur um skuldabréfakaup lífeyris- sjóðanna af þessum aðilum síðan 1983 kemur eftirfarandi í ljós: Ríkissjóður og ríkisstofnanir, þar á meðal Húsnæðisstofnun ríkisins, verða æ stærri hluti þeirra sem skulda lífeyrissjóðunum fé. Árið 1983 voru 3.6% skuldabréfaeignir lífeyris- sjóðanna hjá ríkinu, 4.3% árið 1984 og 6.6% 1985. Árið 1986 tekur hins veg- ar til starfa núverandi húsnæðislána- keríi sem byggist að verulegu leyti á skuldabréfakaupum lífeyrissjóðanna. Það ár eykst hlutur ríkisins í útlána- eign lífeyrissjóðanna í 11.2%, verður 13.5% árið 1987 og nálgaðist að öllum líkindum 15% á síðasta ári. Bæjar- og sveitarfélög eru hins vegar með svipað hlutfall af skulda- bréfaeign lífeyrissjóðanna öll þessi ár, þ.e. 0.1-0.2%. Hlutur fjárfestingarlánasjóða hefur minnkað eftir því sem lántökur ríkis- ins hafa aukist. Árin 1983-1984 var hlutur þeirra um 44%, en fer síðan minnkandi og nær rúmlega 36% árið 1987. Atvinnuvegir hafa fengið nokkuð stærri hlut af lánsfé lífeyrissjóðanna á 26
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.