Frjáls verslun - 01.04.1989, Blaðsíða 28
Geta íslendingar
vænst þess að eiga á-
hyggjulaust æfikvöld?
J:1
allra síðustu árum. í byrjun áratugar-
ins nam hlutur þeirra um 1%, en hefur
á síðari árum verið í kringum 2%.
Loks ber að nefna langstærsta hóp
þeirra sem skulda lífeyrissjóðnum fé,
en það eru sjóðfélagar og aðrar lán-
astofnanir. Árið 1983 lá 51.1% heild-
arskuldabréfaeignar sjóðanna hjá
þessum aðilum og hélst það hlutfall
nokkurn veginn óbreytt fram undir
1987, en þá var það um 48%. í lánum
til eigin sjóðfélaga birtist einnig einn
angi af fjárhagsvanda sumra sjóð-
anna; sem lífeyrisþegar framtíðarinn-
ar hafa sjóðfélagar hag af því að vextir
á skuldabréfum sjóðanna séu háir, en
sem lántakendum kemur þeim best
að vextimir séu sem lægstir.
TEKIUR
Greiðslur inn í lífeyrissjóðina eru
einkum af tvennum toga, annars veg-
ar lífeyrisiðgjöld og hins vegar afborg-
anir og vextir af veittum lánum. Þetta
tvennt samanlagt að frádregnum líf-
eyrisgreiðslum og kostnaði telst vera
ráðstöfunarfé sjóðanna á ári hverju.
Að jafnaði eru það lífeyrissjóðs-
gjöldin sem vega þyngst í ráðstöfun-
arfé sjóðanna. Lífeyrisiðgjöld nettó,
þ.e. aðfrádregnumlífeyrisgreiðslum,
hafa numið á bilinu 41-44% af ráðstöf-
unarfé lífeyrissjóðanna nú síðustu ár-
in.
Næst í röðinni koma vextir af veitt-
um lánum, en hlutur þeirra í ráðstöf-
unarfé sjóðanna er að jafnaði 32-36%
á síðustu árum. Afborganir af lánum
eru þriðji stærsti „tekjuliðurinn“ og
hafa numið um 23-27% af heildarráð-
stöfunarfé.
ÚTGJÖLD OG SKULDBINDINGAR TIL
FRAMTÍÐAR
Fjárhagsstöðu h'feyrissjóðanna
verður ekki gerð skil án þess að fara
nokkrum orðum um framtíðarhorfur í
útgjöldum þeirra. Sjóðimir em vissu-
lega eignamiklir eins og fram kemur
hér að framan og þeir hafa miklar og
líklega vaxandi tekjur af þessum eign-
um. Hinu má þó ekki gleyma að sjóð-
irnir hafa tekið sér á hendur verulegar
skuldbindingar.
Lífeyrissjóðirnir hafa skuldbundið
sig til að greiða félögum sínum ellilíf-
eyri, örorkulífeyri, maka- ogbamalíf-
eyri. Til þess arna innheimta sjóðimir
iðgjöld af félögum sínum, greiða líf-
eyri til núverandi lífeyrisþega og
ávaxta mismuninn, ráðstöfunarféð, á
þann hátt sem að framan greinir. Hins
vegar bendir allt til þess að hvorki
iðgjöldin né eignatekjumar dugi til
þess að standa undir lífeyrisgreiðsl-
um framtíðarinnar. Skuldbindingar
sjóðanna eru svo miklar að margir
þeirra komast að öllu óbreyttu í
greiðsluþrot á fyrstu áratugum næstu
aldar, þ.e. eftir 20-40 ár.
Sjóðirnir eru reyndar mjög misvel
undir það búnir að inna af hendi þess-
ar greiðslur í framtíðinni. Sumir sjóð-
anna gengu verulega á eignir sínar
með óverðtryggðum útlánum til sjóð-
félaga á árum neikvæðustu raun-
vaxta. Kunnugir halda því þó fram að
jafnvel verðtrygging og góð ávöxtun
eigna hefði ekki bjargað sumum sjóð-
unum frá yfirvofandi greiðsluþroti.
Ástæðan er breyttar manneldisfræði-
legar forsendur frá því iðgjöld voru
ákveðin, en iðgjaldahlutfallið, 10%,
hefur lengi verið óbreytt. íslendingar
verða mun eldri nú en áður og einnig
munu á fyrstu áratugum næstu aldar
mjög stórir árgangar þeirra sem
fæddir eru á sjötta og sjöunda áratug
þessarar aldar komast á lífeyrisaldur.
28