Frjáls verslun - 01.04.1989, Page 32
BYGGINGARKOSTNAÐUR
Teikning þessi
sýnir hús af
þeirri stærð
sem hér er
fjallað um.
Þetta hús er
teiknað fyrir
hjón sem
óskuðu eftir
herbergi fyrir
uppkomið barn
og eitt
gestaherbergi.
/ 1 '
\ I 1
s
V
j
L/ ;m E K :Ð KL T bj <J 5t E R VI Ob ns\ D D j>
j
y
urinn verður ótal mismunandi sjónar-
mið, sem síðan leiða af sér tilviljunar-
kenndar ákvarðanir og sumar jafnvel
rangar.
Til dæmis er ákveðin hætta á að
tilfinningamar hlaupi með B í gönur.
Hann fer í sendiferð fyrir píparann til
að skipta hálftommu hné í hálftommu
té, sér þá hitapott á niðursettu verði
og festir kaup á honum. Enda þótt
verðið sé niðursett er það töluvert
umfram fjárhagsgetu B en því áttaði
hann sig ekki á þar sem heildaryfirsýn
vantaði.
Famar eru ótal sendiferðir fyrir
iðnaðarmenn og B tapar ómældum
tíma úr vinnu. B hefur lélega yfirsýn
yfir framkvæmdimar í heild og áttar
sig þar af leiðandi ekki á því í hvað
hann eyðir peningum sínum. Undir-
búningurinn er vægast sagt ófull-
nægjandi og óheppnin liggur hvar-
vetna í leyni.
FORMÁLIAÐ TÖFLU
Skoðum nánar þessa tvo menn, A
ogB. í neðanskráðri töflu, er leitast
við að draga fram hvað það kostar að
byggja einbýlishús og hvað það er,
sem helst veldur hækkun á bygging-
arkostnaði.
Taflan er þannig upp byggð að
byggingunni er skipt íþætti, nokkurn
veginn í þeirri tímaröð sem framvinda
framkvæmdanna segir til um. Skýr-
ingar og athugasemdir fylgja hverjum
þætti og kostnaður áætlaður. Kostn-
aðartölur eru að nokkru leyti byggðar
á eigin reynslu en að öðru leyti er
stuðst við tölur Rannsóknastofnunar
byggingariðnaðarins.
Til viðbótar eru svo ýmis atriði,
sem valda auknum byggingarkostn-
aði. Sum eru óviðráðanleg eins og til
dæmis erfiðar aðstæður í byggingar-
lóð.
TflFLA OG SKÝRINGAR
Verðlag miðast við 1. apríl 1989 og
byggingarvísitölu sem er 136,1 stig.
(Sjá næstu opnu)
32