Frjáls verslun - 01.04.1989, Qupperneq 57
ar kosta 1560 kr. hver fermetri og
þær dýrustu 2400 kr.
Korkflísar fást í stærðinni 30x30
sm og eru 4.8 mm þykkar. Til eru
lakkaðar, ólakkaðar og með vinýlhúð.
Ólakkaðar korkflísar fást mynstraðar
og í nátturulegum lit og kostar hver
fermetri 738 kr. Hver fermetri af
lökkuðum korkflísum, sem fást ein-
ungis í náttúrulegum lit, kostar 1061
kr. og korkflísar með vinýlhúð kosta
1783 kr. hver fermetri.
SAMBANDIÐ - BYGGINGAVÖRUR
Sambandið-Byggingavörur, Krók-
hálsi 7, selur finnska parketið Lamella
í borðum sem eru 14 mm þykk, 13.7
sm breið og 240.0 sm löng. Þetta er
tvígrunnað parket og þrflakkað og
kostar frá 2700 kr. hver fermetri og
upp í 3100 kr. Einnig er til spónapark-
et frá Njarðvíkum og er það til bæði 11
mm og 22 mm þykkt. Hver fermetri
af þynnri gerðinni kostar 1390 kr. en
af þeirri þykkari 2280 kr.
Þýskir dúkar eru seldir hjá Sam-
bandinu og kosta frá 560 kr. hver
fermetri upp í 960 kr. en þetta eru
dúkar í þykktunum 2 mm og 3 mm.
Korkflísar fást í stærðinni 30x30
sm og í þykktunum frá 3.2 mm og upp
í 6.3 mm. Ólakkaður náttúrukorkur
kostar í 3.2 mm þykkt 600 kr. hver
fermetri en 955 kr. í 6.3 mm þykkt.
Korkfk'samar með vinýlhúð í 3.4 mm
þykkt kosta frá 1628 kr. hver fermetri
og upp í 1800 kr.
Húsasmiðjan.
Fh'sar er þama að finna frá fjórum
fyrirtækjum, spænskum ogítölskum;
Terra nova, Siced, Kampani og Cer-
life. Afgreiðslufrestur á flísum er 12-
15 dagar en úrvalið er mjög mikið.
Gólfflísar fást frá 1312 kr. hver fer-
metri og upp í 3600 kr. en algengasta
verðið er um 2000 kr. Veggflísar er
hægt að fá á bilinu frá 1215 kr. hvem
fermetra og upp í 2200 kr. Verðið fer í
öllum tilfellum eftir gæðum, stærð og
útliti.
METR0
Verslunin Metro í Mjódd selur flís-
ar, gólfteppi, dúka og parket að sögn
Sigurðar Bjömssonar verslunar-
stjóra. Vinsælustu gólfteppin em frá
þýska fyrirtækinu Globus en einnig er
þó nokkuð selt af bandarískum, bel-
gískum og hollenskum gólfteppum.
i OKKUR
VERÐUREKKI
SKAKAÐ
Okkur verður ekki skákað í úrvali teppafiisa.
Við bjóðum teppaflísar frá þremur framleiðendum. Það
nýjasta er frá stærsta teppaflisaframleiðanda Bandarikj-
anna, Milliken. Slitþolnar flisar og auðþrifnar. Þykkur
botninn eykur stöðugleikann. Antron XL garn og slitþols-
ábyrgð til 10 ára. Einstök garnbinding. Nýir litir i fram-
sæknum mynstrum.
SENDUM BÆKLINGA OG SÝNISHORN.
Teppaland
Grensásvegi 13, 105 Rvík, slmar 83577 og 83430
57