Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1989, Blaðsíða 62

Frjáls verslun - 01.04.1989, Blaðsíða 62
MALNING lískemmdir heldur þurftum við að leysa vandamálið sjálfir. Miklar rann- sóknir gerðu okkur kleift að framleiða málningu sem stöðvaði efnabreyting- ar af völdum vatnsupptöku og Stein- vari 2000 var settur á markaðinn árið 1985. Núna, áratug eftir að íslendingar byijuðu að fást við alkalískemmdir standa aðrar þjóðir frammi fyrir sama vanda. Alkalískemmdir eru þegar komnar fram í steinsteypum mann- virkjum á Norðurlöndunum, í Eng- landi ogjapan. En við hjá Málningu hf. nýttum okkur þetta tíu ára forskot og hver veit nema erlendar verksmiðjur sem seldu okkur framleiðsluleyfi á sinni málningu kaupi framleiðsluleyfi á Steinvara 2000. Við vonumst í það minnsta til að geta selt framleiðsluna á erlendum markaði!" HARPA HF. FRAMLEITT EFTIR EIGIN UPPSKRIFTUM Málningarverksmiðjan Harpa hf. er íslenskari en aðrar íslenskar máln- ingarverksmiðjur að því leyti til að framleiðsluvörumar eru framleiddar samkvæmt íslenskum uppskriftum. Reyndar er hráefnið, að vatninu und- anskildu, erlent en þróunarvinnan og uppskriftir framleiðsluvaranna eru verk starfsmanna Hörpu hf. En það er ekki nóg að búa til eigin uppskrift. Málning, rétt eins og hver annar iðnaðarvarningur, þarfnast stöðugs eftirlits og endurbóta. Þar kemur til kasta rannsóknarstofu Hörpu, þar sem Atli Asbergsson yfir- verkfræðingur ræður ríkjum. Atli segir starfsemi Rannsóknar- stofunnar ansi margbreytilega. „En eðli málsins vegna beinist starfsemi rannsóknarstofunnar að sífelldri þró- un og leit að endurbótum í efnasam- setningu málningarinnar." Auk þessa segir Atli að eftirlit með framleiðslu verksmiðjunnar sé veigamikill þáttur í starfsemi rannsóknarstofunnar, „því við tökum sýni úr hverri einustu lög- un og reynum á þann hátt að ganga úr skugga um að framleiðslan sé ná- kvæmlega eins og við viljum hafa hana. Rannsóknarstofan sér einnig um þjónustu við fagmenn sem og fólk úti í bæ. Einkum er þar átt við aðstoð varðandi efnisval og vinnsluaðferðir. í því sambandi eigum við mikið sam- neyti við almenning, því á fáum stöð- um í heiminum er jafn algengt að fólk máli híbýli sín sjálft og hér á íslandi. Fagmenn leita síðan til okkar með sérhæfðari vandamál og ef fólk telur vöruna okkar gallaða kemur til kasta rannsóknarstofunnar. Við reynum þá að komast að því hvort gallinn er til- kominn vegna meðferðar efnisins eða framleiðslunnar. Það er því ekki of- sögum sagt að segja að starfíð á rann- sóknarstofunni sé allt í senn mjög gagnlegt, margbreytilegt og lifandi. “ Fjórir starfsmenn vinna á rann- sóknarstofu Hörpu og að sögn Atla gefur það augaleið að fjórir starfs- menn geta ekki lagt stund á marg- brotnar rannsóknir. „Það er í sjálfu sér flókið verk að blanda málningu. Málning er ef til vill blönduð úr allt að þrjátíu mismundi efnum sem verða hugsanlega að raðast saman á einn ákveðinn hátt. Rannsóknarstofan sér um að fylgt sé réttri formúlu við hveija lögun en sjálfar frumrannsókn- irnar og hráefnisframleiðslan fara að mestu leyti fram erlendis. Vitaskuld fylgist rannsóknarstofan vel með og er í sífelldri leit að betri efnum. Það starf felst einkum í úr- vinnslu gagna og upplýsinga sem okk- ur berast erlendis frá en ótrúlega mikið af tíma okkar fer í lestur ýmissa fagrita og út frá þeim upplýsingum reynum við að taka ákvarðanir sem leiða til sífellt betri framleiðsluvara frá Hörpu!“ Ólafur Már Sigurðsson er mark- aðsstjóri Málningarverksmiðjunnar Hörpu hf. Verksvið markaðsstjóra er víðfeðmt en engu að síður segir Ólafur að unnt sé að undir það heyri fyrst og fremst íjórir markaðshópar. „í fyrta hópnum og þeim þýðingar- mesta eru fagmenn, til dæmis allir málaramir sem nota vömmar okkar. í öðru lagi má nefna verslanimar sem selja framleiðsluna og dreifa vömnni til notenda. I þriðja hópnum eru arki- tektar og verkfræðingar. í hönnun sinni kveða þeir á um efnisnotkun og val milli tegunda. Það er því mjög þýðingarmikið fyrir okkur að kynna BYGGINGAFÉLAGIÐ BÚLKI SF. Nýbyggingar — endurbyggingar og viðhald húsa. Sveinn Guömundsson Grundartangi 11, Mosfellsbæ Sími 666875 Jón Sigurðsson Lindarflöt 48, Garðabæ Sími656026 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.