Frjáls verslun - 01.04.1989, Side 63
framleiðsluna vel, sértaklega nýjung-
ar, fyrir þessum mönnum. Loks má
síðan nefna hinn almenna húseiganda
sem er ákaflega iðinn við að mála, ef
miðað er við fólk í nágrannalöndum
okkar.“
Utgáfa kynningabæklinga og aug-
lýsingar eru vitaskuld mikilvægur
þáttur í starfsemi verksmiðju á borð
við Hörpu. Það er mikilvægt að geta
skilgreint markhópana og hanna
kynningarefni fyrir hvem hóp fyrir
sig. Við auglýsum vörur okkar á
margvíslegan hátt, allt eftir því til
hvaða markhóps við ætlum okkur að
ná hverju sinni. Almenningur sér aug-
lýsingar frá okkur í íjölmiðlunum en
auk þess erum við með sérstakt
kynningarefni fyrir aðra markhópa.
Þar má nefna Handbók Hörpu sem
inniheldur allar upplýsingar sem fag-
Atli Ásbergsson yfirverkfræðingur Hörpu hf.
sstjóri Hörpu hf.
menn og hönnuðir þurfa á að halda.
Handbókin var gefin út í fyrsta skipti
árið 1985. En þar sem stöðug þróun á
sér stað og breyttar, endurbættar og
nýjar framleiðsluvörur koma á mark-
aðinn þarf handbókin stöðugrar end-
umýjunar við. Nú er ekki ein blaðsíða
frá árinu 1985 í handbókinni og það
segir nokkuð um þróunina hjá okkur. “
Einnig segir Ólafur að Harpa leggi
sig í líma við að upplýsa notendur
málningarinnar um efnisinnihald
hennar. Auknar kröfur í heilbrigðis-
málum hafa opnað augu almennings
fyrir ýmsum hættulegum efnum og
efnasamböndum sem áður var lítið
hugsað um. Þetta endurspeglast í
framleiðslu Hörpu, því þar eru vatns-
efnin í sókn á kostnað hættulegri
efnasambanda. Harpa upplýsir því ná-
kvæmlega um efnisinnihald málning-
arinnar á umbúðunum, sérstaklega
efni sem þarf að varast. „Auk þess
erum við með nákvæmar leiðbeining-
ar um notkun efnanna á umbúðunum.
Hvemig best er að vinna með þeim og
ef forvinnu er þörf segir áletrun á
umbúðunum hvaða efni séu ákjósan-
legust í því sambandi.“
Það er ljóst að tískan hefur mikil
áhrif á framleiðslu málningarverk-
smiðju. Ólafur telur fullvíst að hvíta
línan verði áfram allsráðandi. „Pastel-
EINANGRUNARPLAST
• innan/utan sökkla,
• undir steyptar gólfplötur,
• innan/utan á útveggi,
• undir múr,
• renningar f. pípulagnir,
• sérskerum boga og hringi í mót.
Gerið gæða- og verðsamanburð
á sambærilegri einangrun.
Húsaplast hf.
(áður Vibró hf.)
Dalvegi 16, 200 Kópavogur,
sími 40600
Heimasímar:
Árni Eyvindsson 41885
Hannes Eyvindsson 40623
Júlíus Guðmunds. 46238
63