Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1989, Síða 67

Frjáls verslun - 01.04.1989, Síða 67
— Hvað kostar að mála 100 fer- metra íbúð? „Efniskostnaður vegna málningar- vinnu á 100 fermetra íbúð er í dag nálægt 50.000 krónum. Ég vil leggja áherslu á það að Sjöfn framleiðir gæðamálningu á góðu verði — málningu sem er þróuð fyrir ís- lenskar aðstæður, jafnt úti sem inni. Tækniþekkingin hjá Sjöfn er eins og best verður á kosið og stendur þeim til boða sem fást við þau margbreyti- legu viðfangsefni sem felast í máln- ingarvinnu. Málning í einu eða öðru formi hefur verið fastur fylginautur mannkyns frá örófi alda. Þörfin fyrir að prýða og vernda umhverfi sitt og eigur verður ávallt til staðar,“ sagði Ingimar Friðriksson að lokum. MÁLNINGARVERKSMIDJA SLIPPFÉLAGSINS SAMSTARF VIÐ ERLENDA AÐILA Málningarverksmiðja Slippfélags- ins nýtur nokkurrar sérstöðu á mark- aðnum vegna skipamálningar. Styrk- ur fyrirtækisins á því sviði er mjög mikill og að sögn Kolbeins Sigurðs- sonar, sölustjóra verksmiðjunnar, hefur á síðasta tveimur og hálfa ári verið gert mikið átak á sviði húsa- málningar. Vélakostur fyrirtækisins hefur verið endumýjaður og nýjar vörutegundir hafa litið dagsins ljós að undanförnu. Knútur G. Hauksson, framleiðslu- stjóri, segir að þótt skipa- og húsa- málning séu í eðli sínu ólíkar bæti þær engu að síður hvora aðra upp. „Oft koma upp vandamál við þróun húsa- málningar sem hafa þegar verið leyst í þróun skipamálningarinnar og öfugt. Reyndar er skipamálningin mjög sér- hæfð. Það er til að mynda mikið vandaverk að gera góða botnmáln- ingu og við gerð hennar hjálpast að verkfræðingar og líffræðingar til að árangurinn verði sem bestur. Þau störf eru ákaflega dýr og í raun og veru er óþarfi að vinna að rannsókn- um hér á Islandi sem búið er að fram- kvæma erlendis." Og Kolbeinn líkti því við það að menn færu að finna upp hjólið aftur og aftur. Knútur segir að framleiðsla Máln- ingarverksmiðju Slippfélagsins sé því Kolbeinn Sigurðsson sölustjóri. að hluta til háð framleiðsluleyfum á málningu sem þróuð hefur verið er- lendis. „Þannig er það til dæmis með Hempel’s skipamálninguna. Hún er framleidd hér, þótt þróunarstarfíð hafi farið fram erlendis. En oft á tíðum þróum við málningu sem við höfum fengið framleiðsluleyfi á. Málningar- verksmiðja Slippfélagsins framleiðir til að mynda þakmálningu undir vöru- merki Hempel’s en sú málning er þró- uð með tilliti til íslenskra aðstæðna og er því dæmi um hvernig vara sem framleidd er hér með framleiðsluleyfi erlendis frá getur leitt til nýrrar og betri vöru.“ Að sögn Knúts er reyndar alltaf um þróunarstörf að ræða þótt framleiðsl- an sé háð leyfum erlendra aðila. „Stöðugt koma á markaðinn ný og betri efni þannig að málningin verður bæði betri og auðveldari í meðförum. Innan tíðar er væntanleg ný tegund af Vitratex-málningu. Sú málning er framleidd eftir okkar eigin uppskrift- um og inniheldur nýja tegundin ný og betri hráefni. En auk þess að vera betri eru nýju hráefnin ódýrari, þann- ig að þróunin á Vitratex-málningunni hefur þrjá kosti í för með sér fyrir viðskiptavini okkar. En þótt ég hafi verið að ræða um þróunarstarf í sambandi við málningu sem framleidd er eftir eigin uppskrift- um er vissulega unnið að þróun og endurbótum á vörum sem framleidd- ar eru hér á landi með leyfum er- lendra aðila. Þær rannsóknir eru ým- ist unnar fyrir okkur á rannsóknar- stofum erlendis eða þá erlendu aðilamir útvega okkar mönnum að- stöðu í rannsóknarstofum þeirra ef leita þarf lausna á ákveðnum vanda- málum. Húsbyggjendur! Smíði á: # Handriðum úti og inni # Stigum # burðarvirki úr stáli Vélsmiðja Guðmundar Davíðssonar Háholti, Mosfellsbæ, sími 666155 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.