Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1989, Page 70

Frjáls verslun - 01.04.1989, Page 70
 FRAMKVÆMDIR FUSKIÐ DYRKEYPT RÆTTVIÐ GUNNAR BJÖRNSSON FORMANN MEISTARASAMBANDSINS „Hingað til Meistarasam- bandsins berast oft kvartanir frá fólki vegna svika og rangra vinnubragða manna sem hafa tekið að sér viðhald á húsum eða aðra verklega vinnu. Gjarnan heldur fólk að þar sé um aðila úr okkar röðum að ræða en einatt kemur á daginn að þar hafa verið áferðinni réttindalausir menn, sem gefa sig út fyrir að vera sérfræð- ingar á sínu sviði,“ sagði GunnarBjömsson formaður Meistara- og verktakasambands byggingarmanna í sam- tali við Frjálsa verslun, en við höfðum heyrt af tíðum kvörtunum fyrir handvömm fúskara. „Vinnusvik af þessu tagi eru því miður mjög algeng hér á landi og hafa færst í vöxt með aukinni þörf fyrir viðhald mannvirkja. Þessir menn auglýsa í dagblöðun- um og taka að sér viðgerðir á þakrennum, þéttingu vegna leka, hreinsun á steypuskemmdum, klæðn- ingar utan dyra o. s. frv. Fólk er grandalaust og ræður þessa fúskara til verksins en stendur síðan varnarlaust uppi ef í ljós kemur að aðgerðir hafa mistekist. Ekki er nóg með að fólk taki þessa áhættu heldur þekkjum við ótal dæmi um að verðlagning þessarra manna er oft mun hærri en meistaranna, sem þó bjóða ábyrgð á sinni vinnu“. Gunnar rakti fyrir okkur sorgar- sögur um viðskipti af þessu tagi og minntist m.a. dæma um menn sem hefðu við upphaf verks fengið hluta greiðslunnar fyrirfram en síðan horfið á braut og ekki látið sjá sig eftir það. Eins og hann sagði áður hefur þörf fyrir viðhaldsvinnu íbúðarhúsa farið mjög vaxandi á síðustu árum og talið er að þessi þáttur byggingarstarf- seminnar muni stóraukast á næstu árum og áratugum. En hvernig hefur Meistarasambandið sinnt þessari auknu þörf fólks fyrir sérhæfða iðnað- armenn til viðhaldsvinnu? Hefur ekki verið erfitt fyrir fólk að ná í fagmenn til þess arna og því hafa fúskararnir getað leikið lausum hala? „Það má vissulega segja að þetta sé rétt enda höfum við í okkar félags- skap gert ráðstafanir til að mæta auk- inni eftirspum eftir mönnum til við- haldsvinnu. Samband okkar er sam- tök manna, sem hafa meistararéttindi í öllum greinum byggingariðnaðarins, og þeirra fyrirtækja sem honum tengjast. Nú höfum við stofnað sér- staka verktakadeild sem mun ein- beita sér að viðgerðum á húsum og mannvirkjum. Þessi deild starfar í nánum tengslum við verk- fræðistofur, m.a. Línuhönn- un, sem hefur einstæða reynslu í viðgerðarverkefn- um. Þá vinnum við í náinni samvinnu við Rannsóknar- stofnun byggingariðnaðar- ins og fjölmörg fyrirtæki sem hafa sérhæft sig í við- gerðum. Loks ætlum við að taka upp samstarf við Neyt- endasamtökin í landinu. Tilgangurinn með þessari nýju deild er sá að Meistara- sambandið vill stuðla að því að fólk verði vemdað fyrir réttindalausum mönnum sem vaða uppi og bjóða fram þjónustu sína á fölskum forsendum. Þannig getur fólk haft samband við okkur, við bendum á traustan aðila innan okkar vébanda til að gera úttekt á verkinu sem á að vinna, sá gerir fast tilboð og tryggilega er frá öllu gengið áður en iðnaðarmenn mæta á staðinn. Við munum gera strangar kröfur til þeirra sem fá að skrá þjónustu sína hjá þessari nýju deild. Aðeins menn og fyrirtæki geta orðið aðilar, sem við treystum í hvívetna, og reglulega verða haldin námskeið fyrir þessa að- ila þannig að þeir geti fylgst með nýj- ungum varðandi ný efni til viðgerða og nýjar aðferðir sem kunna að verða þróaðar. Síðast en ekki síst vil ég nefna að með þessari nýju deild í Meistara- sambandinu er leitast við að tengja TEXTI: VALÞÓR HLÖÐVERSSON MYNDIR: GUNNAR GUNNARSSON Gunnar Björnsson. 70
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.