Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1989, Síða 72

Frjáls verslun - 01.04.1989, Síða 72
FRAMKVÆMDIR saman alla þá sérfræðinga sem fólk þarf á að halda. Við getum tekið sem dæmi fólk er þarf að gera upp gamalt hús. Það þarf á pípulagningamanni að halda, rafvirkja, trésmið o.s.frv. Við bendum þessu fólki á alla þá meistara sem þörf er á og er ekki að efa að það tryggir betri vinnubrögð og ódýrari vinnu því þá geta menn stillt saman strengi sína og unnið verkið í striklotu og án tafa. Bið eftir einhveijum einum iðnaðarmanni tefur verkið í heild eins og flestir þekkja sem reynt hafa“. í samtali okkar við Gunnar Bjöms- son víkjum við að öðru. Það er opin- bert leyndarmál í byggingariðnaði eins og raunar víða í samfélaginu að undandráttur frá skatti viðgengst. Þetta er ekki síst algengt þegar um fúskara er að ræða en víðar þó. Hvað segir Gunnar um þetta mál og hvernig getur „svarta“ vinnan komið verk- kaupum í koll síðar? „Það er rétt að víða í byggingariðn- aði er þetta vandamál og ég er þeirrar skoðunar að staðgreiðslukerfí skatta hafi aukið á þennan vanda. Hið opin- bera missir þama af verulegum tekj- um en það sem ég hef meiri áhyggjur af er að verkkaupar eiga oft um sárt að binda af þessum sökum. Mörg dæmi eru um að fólk sem ræður iðnsvein eða fúskara í vinnu á þessum kjörum greiði jafn háan eða jafnvel hærri taxta en ef um meistara væri að ræða. Þar að auki getur sá sem ætlar að spara með þessum hætti ekkert gert ef eitthvað kemur upp á síðar því þessir menn taka enga ábyrgð á verkum sínum. Loks má nefna það sem fólk gleym- ir gjaman: Verkkaupi ber ábyrgð á skattgreiðslum þeirra sem hann ræð- ur í vinnu. Því miður er maður alltaf að heyra um fólk sem fær kröfur um greiðslu alls kyns gjalda, jafnvel ári eftir að verkið var unnið. Það má nefna staðgreiðsluna sjálfa, gjöld til Tryggingarstofnunar ríkisins, Vinnu- eftirlitsins, launaskatt o.fl. Þegar þessar kröfur koma eru viðkomandi fuglar flognir og armur húseigandinn verður að taka upp veskið og borga“. Gunnar sagði þessa „svörtu“ vinnu vera allt of algenga í viðgerðar- og viðhaldsverkefnum en einnig þegar verið væri að ganga frá nýjum húsum að innanverðu. „Þessir slæmu fylgisfiskar í bygg- ingariðnaðinum geta reynst verk- kaupum dýrkeyptir þegar upp er staðið. Fúskið hefur verið algengara á spennutímum því iðnaðarmenn með réttindi vilja fremur vinna við nýsmíð- ar þegar nóg er að gera. Það má vissulega segja að samtök okkar hafi ekki sinnt viðhaldsþættinum nógu vel en nú erum við að gera bragarbót á því. Hvað skattsvikin varðar finnst mér sem þau hafi aukist eftir að sam- dráttur kom til og sömuleiðis með staðgreiðslukerfi skatta. Gegn þessu verða menn að beijast og við hjá Meistara- og verktakasambandi byggingarmanna erum tilbúnir í þann slag með yfirvöldum", sagði Gunnar Björnsson formaður MVB að lokum. Nú kynnum við nýja kynslóð ritvinnslu Amí ritvinnslu fyrir fólk sem vill það besta. Nú er komin ritvinnslan Amí, sem nýtir alla helstu kosti „Microsoft Windows“. Með Amí getur þú skrifað síðu eftir síðu og umbrotið um leið, án sérfræðikunnáttu eða tímafrekrar tilraunaprentunar. Amí sýnist vera umbrotsforrit, en er raunverulega alvöru ritvinnsla sem býður upp á allt sem þarf, hratt og auðveldlega. Amí er kominn — þó að fyrr hefði verið. Microsoft Windows er skrásett vörumerki Amí er skrásett vörumerki. Brautarholti 8, sími 25833
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.