Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1989, Page 85

Frjáls verslun - 01.04.1989, Page 85
Vonandi styttist biðin eftir lánafyrirgreiðslu ef húsbréfin verða að veru- leika. kaupendum verði gert kleift að skipta á fasteignaveðbréfi og sk. húsbréf- um, þó aldrei meira en sem nemur 65% af matsverði íbúðar, eins og áður sagði. Fasteignaveðbréfið á að vera með föstum vöxtum og lánstími til 25 ára. Þetta stuðlar að lækkun útborgun- arhlutfalls og skapar aukna innri fjár- mögnun fasteignaviðskipta. Þar með verður ekki þörf á miklu viðbótarfjár- magni vegna venjulegra fasteignavið- skipta heldur er hlutverk ríkisins fyrst og ffemst að skapa traustan samningsgrundvöll milli lántaka og lánadrottins. SVIPAÐIR VEXTIR Húsbréfin eiga að bera markaðs- vexti og er það talin vera forsenda þess að sala bréfanna geti gengið greiðlega á almennum markaði. Ein- mitt þetta atriði hefur verið gagnrýnt af andstæðingum frumvarpsins, sem benda á að þar með sé verið að útiloka möguleika tekjulægri hópa til að eign- ast eigið húsnæði. Að húseignar- stefnan líði undir lok. í frumvarpinu er hins vegar gert ráð fyrir vaxtabótum er taki mið af greiðslubyrði vegna húsnæðiskaupa en skerðist í samræmi við tekjur og eignir þeirra sem í hlut eiga. Þak verður á vaxtabótunum, en þær eru fundnar út eftir ákveðnum reglum sem nánar er kveðið á um. Þannig telja frumvarpsmenn sig hafa komið til móts við þá sem eru að koma sér upp húsnæði í fyrsta sinn eða búa við skertar tekjur. Fleira stuðlar að raunlækkun vaxta í þessu nýja kerfi. Menn mega ekki gleyma því að aðeins hluti fast- eignakaupa er í dag fjármagnaður með húsnæðislánum á 3.5% vöxtum. Að auki þarf fólk að taka lán í bönkum og hjá lífeyrissjóðum á mun hærri vöxtum. Með húsbréfakerfinu minnkar verulega þörfin fyrir slík lán og því er ekki fráleitt að ætla að með- alvextir á skuldum íbúðarkaupenda verði svipaðir í hinu nýja kerfi og verið hefur. Er þá einnig tekið tillit til vaxtabóta sem tekjulágir og eigna- lausir njóta. SEUAST HÚSBRÉFIN? Margir hafa viljað gjalda varhug við húsbréfunum ogm.a. spurt hvort ein- hverjir vilji kaupa bréfin öðruvísi en með gífurlegum afföllum. Stuðnings- menn húsbréfa benda á í þessu sam- bandi: 1) Húsbréfin eru ríkistryggð, verð- tryggð skuldabréf með föstum vöxt- um. Þau verða sambærileg og spari- skírteini ríkissjóðs en lánstíminn er lengri. 2) Húsbréfadeild Byggingarsjóðs ríkisins mun beita sér fyrir opinberri verðskráningu bréfanna og leita eftir samstarfi við lánastofnanir og lífeyris- sjóði um viðskipti með húsbréfin. 3) Byggingarsjóður ríkisins og Seðlabankinn munu sjá til þess að alltaf verður hægt að selja húsbréfin. Sérfræðingar um fjármagnsmark- aðinn eru sammála um að bréfin muni seljast á svipuðum vöxtum og spari- skírteini ríkissjóðs þegar tillit hefur verið tekið til lánstímans. Sérfræð- inganefnd á vegum forsætis-, fjár- mála-, viðskipta- og félagsmálaráðu- neytis, er var falið að kanna áhrif hús- bréfanna á fasteigna- og fjármagns- markaðinn, komst að þessari niðurstöðu: „Telja verður nauðsyn- legt að húsbréf verði með tryggustu verðbréfum á markaðnum. Eðlilegt virðist að í upphafi verði þau gefin út með ábyrgð Byggingarsjóðs ríkisins, en það felur í sér ábyrgð ríkissjóðs“. Gunnar Helgi Hálfdanarson fram- kvæmdastjóri Fjárfestingarfélagsins segir í leiðara blaðsins Fjármál: „Aðal kostur húsbréfakerfisins verður sá að það á að tryggja öruggan aðgang að fjármagni án óeðlilegs dráttar. Hús- bréfadeild Byggingarsjóðs ríkisins mun ekki úthluta peningum heldur verður húsbréfum skipt fyrir veð- skuldabréf lántakenda til sölu á al- mennum markaði, sem ætlunin er að styrkja, samhliða því að húsbréfa- kerfið fer af stað. Sala bréfanna mun því ávallt ganga greiðlega". AUKINN STÖÐUGLEIKI Alkunna er að hringlandaháttur varðandi opinbera lánafyrirgreiðslu til íbúðarkaupenda hefur skapað ringul- reið á markaðnum og orsakað óeðli- lega spennu. Lánsloforð ganga kaup- um og sölum og bið manna eftir hús- næðislánum spennir upp verð fasteignanna þegar menn þreyja þorr- ann og góuna á háaum vöxtum skammtímalána. 85
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.