Frjáls verslun - 01.04.1989, Page 86
LANAMAL
Sumir spá því að með tilkomu húsbréfa dragist nýbyggingar verulega sam-
an.
Ef spár fylgismanna húsbréfakerf-
isins rætast verður einn aðalkostur
hins nýja kerfis að það mun stuðla að
auknum stöðugleika á fasteignamark-
aði. Fyrst í stað er einungis gert ráð
fyrir að húsbréfin taki til viðskipta
með eldra húsnæði en áhrifanna mun
samt gæta strax því ríflega helmingur
lána Byggingarsjóðs ríkisins hefur
síðustu ár runnið til slíkra kaupa. Selj-
endur og kaupendur íbúðarhúsnæðis
munu eiga mun auðveldara með að ná
samkomulagi um verð og greiðslu-
skilmála og verðsveiflur á markaðn-
um munu minnka þar sem verulega
dregur úr hinni fjáhagslegu óvissu
sem gjaman hefur hvílt yfir fast-
eignakaupum og -sölu.
I álitsgerð sérfræðingahóps ráðu-
neytanna fjögurra segir m.a. að hús-
bréfakerfið gæti dregið úr verðsveifl-
um og einfaldað verulega fjármögnun
fasteignaviðskipta þar segir svo:
„Þannig gætu skapast forsendur fyrir
markvissari ráðgjöf til þeirra sem eru
að kaupa fasteignir. Húsbréfakerfið
mun og að líkindum auka innri þár-
mögnun við fasteignaviðskipti og
upptaka þess og afnám núverandi
kerfis ætti því að eyða þeirri offjár-
mögnun sem felst í núverandi lána-
kerfi.“
LÉTTARIGREIÐSLUBYRÐI
Eins og flestir vita byggir almenna
húsnæðislánakerfið á föstum verð-
tryggðum fjárhæðum sem eru mis-
munandi eftir því hvort um er að ræða
nýbyggingar eða kaup á eldri íbúð og
einnig hvort verið er að kaupa fast-
eign í fyrsta sinn eða ekki. Þá skiptir
máli um lánafyrirgreiðslu hvort við-
komandi hefur greitt í lífeyrissjóð eð-
ur ei.
Núverandi húsnæðislán eru hag-
stæðust þeim sem fjárfesta í litlum
íbúðum. Húsbréfakerfi, sem veitir
fjármögnun allt að 65% af matsverði
íbúðar, er hins vegar hagstæðara við
kaup á stærri eignum. Þó er ráðherra
heimilt, samkvæmt frumvarpinu, að
setja þak á fjárhæð fasteignaveðbréfa
og hefur verið rætt um 5.5 miljónir í
því sambandi, þ.e. 65% af verði íbúð-
ar sem kostar 8.4 miljónir króna. Það
þýðir meira en tvöfalda lánsfjármögn-
un frá því sem nú er og dregur því úr
skuldbindingum til skemmri tíma í
bönkum.
Lán í húsbréfakerfinu verða al-
mennt til 25 ára samkvæmt fyrirliggj-
andi frumvarpi. Við samanburð á nú-
verandi kerfi og því sem fyrirhugað er
að taka upp kemur glögglega í ljós að
með nýja kerfmu á greiðslubyrðin að
léttast verulega fyrstu árin, aðallega
vegna þess að það dregur úr þörf fyrir
dýra skammtímafjármögnun. Vissu-
lega verða vextir á hærri húsbréfun-
um en þeir sem nú eru í boði á al-
mennum húsnæðislánum. Að teknu
tilliti til vaxtabóta til þeirra sem lægri
hafa tekjur verður niðurstaðan hag-
stæðari fyrir þá en óhagstæðari fyrir
þá sem eiga eignir fyrir og hafa góð
laun. Það er í samræmi við markmið
húsbréfakerfisins, eins og rakið var í
upphafi þessarar samantektar.
4?
r
Við höfum tekið við rekstri UNDRALANDS
W í Mosfellsbæ og störfum nú að Ármúla 7, Reykjavík
Gluggaskreytingar — Bílamerkingar — Skiltagerð — Nýll símanúmer 678 077
86