Frjáls verslun - 01.04.1989, Page 88
FJARMOGNUN
SPARNAÐUR SKIPTIR OLLU MALI
- SEGIR SVERRIR KRISTINSSON HJÁ EIGNAMIÐLUNINNI
„Fólk er auðvitað afskaplega
misjafnlega í stakk búið til að
eignast þak yfir höfuðið í fyrsta
sinn og sama má raunar segja
um þá sem eru að stækka
við sig. Eigin sparnaður
áður en ráðist er í fast-
eignakaup skiptir öllu
máli um framhaldið og
jafnvel þótt ekki sé um
háar fjárhæðir að ræða
getur slíkt framlag í upp-
hafi létt greiðslubyrði
kaupandans til muna
þegar fram í sækir,“
sagði Sverrir Kristins-
son sölustjóri hjá Eigna-
miðluninni er hann var
inntur eftir því með
hvaða hætti fólk fjár-
magnaði íbúðakaup sín.
Sverrir minntist á sparnaðinn og
lagði áherslu á mikilvægi hans hjá fólki
sem stendur í fasteignakaupum. Þar
sem hann hefur um 20 ára reynslu í
tíma fyrir þjóðina að átta sig á þeim
kostum sem bjóðast í þessum efnum.
Mér finnst hafa vantað að stjómvöld
hvettu fólk til sparnaðar því sparnað-
ur hlýtur að vera einhver
aðalundirstaða efnahagslífs-
ins.
En eins og ég sagði áðan
er sparnaður að aukast með
betri kostum í þeim efnum og
sérstaklega verð ég var við
áhuga eldri kynslóðarinnar á
því að leggja fyrir. Helst er
um að ræða kaup á sparis-
kírteinum Ríkissjóðs, banka-
bréfum, bréfum í verðbréfa-
fyrirtækjum og með því
leggja að inn á verðtryggða
reikninga í bönkum.“
Sverrir Kristinsson hefur
starfað við fasteignasölu um
tveggja áratuga skeið og hafa
fáir jafn langa starfsreynslu
að baki í þeim efnum. Hann
man því tímana tvenna varð-
andi fasteignamarkaðinn og
nefnir sérstaklega tvennt í
því sambandi:
„Það athyglisverða er hve
húsnæði á íslandi hefur
breyst til batnaðar á þessum
tíma. Nánast allar íbúðir sem
hér koma til sölu eru í mjög
góðu lagi en áður fyrr bar
nokkuð á slæmu og jafnvel
heilsuspillandi húsnæði sem
mönnum dytti varla í hug að
bjóða fram í dag. Þetta er
mjög ánægjuleg þróun og bein afleið-
ing hinnar gífurlegu fjárfestingar ís-
lendinga í húsnæði á síðustu áratug-
urn. Um leið skýrir þetta stóran hluta
okkar erlendu skulda því við höfum
reist meirihluta okkar íbúðarhúsnæð-
is frá stríðslokum.
Hitt sem ég vil nefna hefur verið að
gerast á allra síðustu árum. Jafnvægi
Sverrir Kristinsson.
„Algengast er að þeir sem
kaupa í fyrsta sinn fjármagni
kaupin að mestu með láni frá
Húsnæðisstofnunríkisins, lí-
feyrissjóðsláni ef réttur og
næg veð eru fyrir hendi, með
sölu bíls eða annarra verð-
mæta og loks með sparifé,
sem er auðvitað mismunandi
mikið. Þetta eru algengar
uppsprettur fjár við fyrstu
kaup.
Þá er eitthvað um að for-
eldrar hjálpi börnum sínum
með framlögum eða með því
að lána þeim rétt til lífeyris-
sjóðsláns. Það sem upp á vantar' er
leyst með lántökum í banka og launin
síðan notuð til að greiða af þeim af-
borganir, vexti og verðbætur.
Róðurinn er oft þungur hjá því fólki
sem stefnir að eða er að kaupa sína
fyrstu íbúð en á móti kemur að dýr
húsaleiga sparast og eigin eign mynd-
ast smátt og smátt“.
starfi sínu var hann spurður hvort ein-
hver viðhorfsbreyting hefði orðið í
þeim efnum á síðustu árum?
„Vissulega eru ýmis merki þess í
dag að fólk spari í meiri mæli en áður
var en þó tel ég engan veginn nóg að
gert. Við íslendingar höfum ekki lært
að spara í þrálátri verðbólgu undan-
farinna ára og það tekur ákveðinn
TEXTI: VALÞÓR HLÖÐVERSSON MYNDIR: GUNNAR GUNNARSSON
88