Frjáls verslun - 01.04.1989, Page 90
FJARMOGNUN
HOLL RÁÐ FYRIR UNGT FÓLK
Margir hafa reist sér hurðarás um öxl með því að ráðast óundirbúið í húsbyggingu.
1
'■*? 4
ip* '1 ''
1 j , {• r iiT ' j
s
If á ■■ !
Sennilega hefur engin þjóð á
vesturhveli jarðar byggt eins
mikið af húsnæði og við Islend-
ingar á síðustu áratugum. Fjár-
munamyndun í íbúðabyggingum
hefur verið gífurleg því við höf-
um á 1-2 mannsöldrum gengið
úr hreysi í höll og stærstur hluti
þjóðarauðsins er fólginn í bygg-
ingum. Hefur stundum verið
haft á orði að þarna liggi orsök
efnahagsvanda síðustu ára; fjár-
festingar í húsnæði yfir fólk og
fyrirtæki hafi verið langt um-
fram getuna á hverjum tíma.
Sennilega geta flestir tekið undir þá
fullyrðingu að alltaf hafi verið erfitt að
koma sér upp þaki yfir höfuðið hér á
landi. Skortur á lánsfjármögnun til
lengri tíma er tilfmnanlegur og þótt úr
hafi ræst á síðustu árum með öflugra
húsnæðislánakerfi og lífeyrissjóðum
er langt í land með að íslenskir hús-
byggjendur standi jafnfætis frændum
sínum í nágrannalöndunum. Víðast í
V-Evrópu, þar sem sjálfseignarstefna
er á annað borð varðandi íbúðarhús-
næði, á fólk kost á að greiða upp íbúð-
ina á 30-50 árum og er þá greiðslum
jafnað út allan þann tíma. Hér á landi
er talsvert öðru til að dreifa eins og
flestir þekkja.
Það sem hér fer á eftir eru heilræði
til þeirra sem eru að festa kaup á
húsnæði í fyrsta sinn. Þessir punktar
eru unnir upp úr ýmsum gögnum,
m.a. frá fjárfestingarfélögum, Hús-
næðisstofnun og lífeyrissjóðum.
NÁKVÆM KOSTNAÐARÁÆTLUN
Áður en kaup eru afráðin er nauð-
synlegt að gera nákvæma kostnaðar-
og greiðsluáætlun. Fyrst er að gera
sér grein fyrir því fyrmefnda, þ.e.
greiðsluáætlun. Hvað eru húsbyggj-
endur sameiginlega með í tekjur?
Hver em nauðsynleg útgjöld umfram
væntanlega fjárfestingu? Áríðandi er
að fólk reyni ekki að blekkja sig við
þessa sjálfsskoðun því það kann að
koma því í koll síðar meir.
Þegar dagleg útgjöld hafa verið
dregin frá raunverulegum tekjum (að
frádregnum skatti) kemur í ljós hvort
viðkomandi hefur efni á því að fjár-
festa í íbúð og einnig hversu dýrri
eign. Ef kaldur raunveruleikinn leiðir í
ljós að lítið sem ekkert er afgangs ber
það vitni um kjark og áræði að stand-
ast freistinguna og leggja á hilluna
áætlanir um íbúðarkaup að sinni. Síð-
ar kunna aðstæður að breytast, tekj-
ur fólks hækka oft þegar það hefur
fest sig í sessi á vinnumarkaði - og þá
er á ný hægt að knýja á um lausn
draumsins um eigin íbúð.
SPARNAÐUR ER NAUÐSYN
Um langt árabil ríkti það ástand hér
á landi að þeir sem voru nógu gírugir
að taka lán nutu góðs af því verðbólg-
an eyddi smám saman eftirstöðvum
lánsins. Þeir sem guldu fyrir misrétt-
TEXTI: VflLÞÓR HLÖÐVERSSON MYNDIR: GUNNAR GUNNARSSON
90