Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1989, Blaðsíða 94

Frjáls verslun - 01.04.1989, Blaðsíða 94
SKIPULAG SAMFELLD BYGGÐ ARIÐ 2000 - VERÐfl ÍBÚflR HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS ORÐNIR160 ÞÚSUND UM NÆSTU ALDAMÓT? Byggð mun mjög aukast á höfuðborgarsvæðinu næstu 10—20 árin. Þar sem nú eru holt og melar mun verða risin blómleg byggð á öndverðri 21. öld. Höfuðborgarsvæðið hefur á síðustu áratugum sogað til sín fólk úr öllum landshornum og flest bendir til að litlar breyting- ar verði á þeirri þróun fram á næstu öld. Vitanlega mun ekki eiga sér stað jafn mikil fjölgun og síðustu 50-80 árin; til þess eru landsbyggðarbúar einfald- lega ekki nógu margir auk þess sem litlar líkur eru á mikilli fjölgun næstu áratugi. Hvort sem miðað er við efri eða neðri mörk spádóma um þróun mann- fjöldans á höfuðborgarsvæðinu er einsýnt að veruleg þörf verð- ur á nýbyggingum íbúða og að ný hverfi muni rísa þar sem nú eru móar og melar. Því uppbygging- arstarfi sem hófst með landnámi Ingólfs er semsé engan veginn lokið. Hér á eftir er ætlunin að taka sam- an fróðleik um næstu byggingasvæði 3ja stærstu sveitarfélaganna á höfuð- borgarsvæðinu, þ.e. Reykjavíkur, Kópavogs og Hafnarijarðar. Þar kemur vel fram að áætlanir skipu- lagsyfirvalda byggja á spádómum um verulega aukningu íbúðarhúsnæðis og að á svæðinu í heild verði byggðar að minnsta kosti 750-1000 íbúðir á ári næstu 20 árin. Því veldur ekki aðeins fjölgun íbúanna heldur einnig sú þróun sem verið hefur að fólk vill hafa rýmra um sig auk þess sem þarfirnar breyt- ast með hækkandi meðalaldri. Mikið mun verða byggt af íbúðum fyrir aldr- aða enda hrikaleg vöntun á vernduð- um þjónustuíbúðum fyrir þá sem komnir eru á efri ár. VERULEG FJÖLGUN FRAMUNDAN Áður en við tökum hvert svæði fyrir sig er rétt að nefna nokkrar tölur um fjölgun íbúanna í og umhverfis höf- uðborgina. Á vegum Samtaka sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa verið gerðir þrír framreikningar varð- andi þróun mannfjölda fram til ársins 2035 út frá mismunandi forsendum: A) Hámarkskostur: Þá er miðað við að frjósemi verði óbreytt frá því sem nú er, 2,05 út allt tímabilið, dán- arlíkur lækki um 1% á ári og aðfluttir verði 600 umfram brottflutta fram til ársins 2005 en jöfnuður ríki eftir það. B) Lágmarkskostur: Miðað er við að frjósemi verði aðeins 1,4, dánariík- ur lækki um 1% á ári og jöfnuður ríki í búferlaflutningum að og frá höfuð- borgarsvæðinu. C) Meðalkostur: Miðað er við að frjósemi lækki í 1,7, dánarlíkur um 1% á ári, aðfluttir verði 300 umfram brottflutta fram til ársins 2005 en jöfnuður ríki eftir það. Ef við miðum við kost C í þessum útreikningum má búast við að íbúar á svæðinu öllu verði orðnir 154.300 ár- ið 2005 og 162.800 árið 2035. Kostur A sýnir fram á að íbúarnir verði þá orðnir 196.800 og miðað við kost B yrðu þeir 135.900 árið 2035. Sveitarfélögin miða í skipulagsá- ætlunum sínum við verulega aukn- ingu og ef að líkum lætur má búast við því að á 2. áratug 21. aldar verði orðin samfelld byggð frá suðursvæðum Hafnarfjarðar, um austursvæði Kópavogs, vestursvæði Reykjavíkur og allt norður fyrir Mosfellsbæ. REYKJAVÍK TIL NORÐURS Mikil uppbygging hefur verið á undanförnum árum á norðursvæðum Reykjavíkur og sú þróun sem mörkuð var eftir kosningar árið 1982 mun halda áfram. I aðalskipulagi borgar- innar, sem gildir til ársins 2004, er gerð grein fyrir helstu nýbyggingar- svæðum og má segja að mestur vöxt- ur byggðarinnar verði upp af Grafar- vogi og norður um til Mosfellsbæjar. TEXTI: VALÞÓR HLÖÐVERSSON MYNDIR: GRÍMUR BJARNAS0N 94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.