Frjáls verslun - 01.04.1989, Qupperneq 94
SKIPULAG
SAMFELLD BYGGÐ ARIÐ 2000
- VERÐfl ÍBÚflR HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS
ORÐNIR160 ÞÚSUND UM NÆSTU ALDAMÓT?
Byggð mun mjög aukast á höfuðborgarsvæðinu næstu 10—20 árin. Þar sem
nú eru holt og melar mun verða risin blómleg byggð á öndverðri 21. öld.
Höfuðborgarsvæðið hefur á
síðustu áratugum sogað til sín
fólk úr öllum landshornum og
flest bendir til að litlar breyting-
ar verði á þeirri þróun fram á
næstu öld. Vitanlega mun ekki
eiga sér stað jafn mikil fjölgun
og síðustu 50-80 árin; til þess
eru landsbyggðarbúar einfald-
lega ekki nógu margir auk þess
sem litlar líkur eru á mikilli
fjölgun næstu áratugi. Hvort
sem miðað er við efri eða neðri
mörk spádóma um þróun mann-
fjöldans á höfuðborgarsvæðinu
er einsýnt að veruleg þörf verð-
ur á nýbyggingum íbúða og að ný
hverfi muni rísa þar sem nú eru
móar og melar. Því uppbygging-
arstarfi sem hófst með landnámi
Ingólfs er semsé engan veginn
lokið.
Hér á eftir er ætlunin að taka sam-
an fróðleik um næstu byggingasvæði
3ja stærstu sveitarfélaganna á höfuð-
borgarsvæðinu, þ.e. Reykjavíkur,
Kópavogs og Hafnarijarðar. Þar
kemur vel fram að áætlanir skipu-
lagsyfirvalda byggja á spádómum um
verulega aukningu íbúðarhúsnæðis
og að á svæðinu í heild verði byggðar
að minnsta kosti 750-1000 íbúðir á ári
næstu 20 árin. Því veldur ekki aðeins
fjölgun íbúanna heldur einnig sú þróun
sem verið hefur að fólk vill hafa rýmra
um sig auk þess sem þarfirnar breyt-
ast með hækkandi meðalaldri. Mikið
mun verða byggt af íbúðum fyrir aldr-
aða enda hrikaleg vöntun á vernduð-
um þjónustuíbúðum fyrir þá sem
komnir eru á efri ár.
VERULEG FJÖLGUN FRAMUNDAN
Áður en við tökum hvert svæði
fyrir sig er rétt að nefna nokkrar tölur
um fjölgun íbúanna í og umhverfis höf-
uðborgina. Á vegum Samtaka sveit-
arfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa
verið gerðir þrír framreikningar varð-
andi þróun mannfjölda fram til ársins
2035 út frá mismunandi forsendum:
A) Hámarkskostur: Þá er miðað
við að frjósemi verði óbreytt frá því
sem nú er, 2,05 út allt tímabilið, dán-
arlíkur lækki um 1% á ári og aðfluttir
verði 600 umfram brottflutta fram til
ársins 2005 en jöfnuður ríki eftir það.
B) Lágmarkskostur: Miðað er við
að frjósemi verði aðeins 1,4, dánariík-
ur lækki um 1% á ári og jöfnuður ríki í
búferlaflutningum að og frá höfuð-
borgarsvæðinu.
C) Meðalkostur: Miðað er við að
frjósemi lækki í 1,7, dánarlíkur um 1%
á ári, aðfluttir verði 300 umfram
brottflutta fram til ársins 2005 en
jöfnuður ríki eftir það.
Ef við miðum við kost C í þessum
útreikningum má búast við að íbúar á
svæðinu öllu verði orðnir 154.300 ár-
ið 2005 og 162.800 árið 2035. Kostur
A sýnir fram á að íbúarnir verði þá
orðnir 196.800 og miðað við kost B
yrðu þeir 135.900 árið 2035.
Sveitarfélögin miða í skipulagsá-
ætlunum sínum við verulega aukn-
ingu og ef að líkum lætur má búast við
því að á 2. áratug 21. aldar verði orðin
samfelld byggð frá suðursvæðum
Hafnarfjarðar, um austursvæði
Kópavogs, vestursvæði Reykjavíkur
og allt norður fyrir Mosfellsbæ.
REYKJAVÍK TIL NORÐURS
Mikil uppbygging hefur verið á
undanförnum árum á norðursvæðum
Reykjavíkur og sú þróun sem mörkuð
var eftir kosningar árið 1982 mun
halda áfram. I aðalskipulagi borgar-
innar, sem gildir til ársins 2004, er
gerð grein fyrir helstu nýbyggingar-
svæðum og má segja að mestur vöxt-
ur byggðarinnar verði upp af Grafar-
vogi og norður um til Mosfellsbæjar.
TEXTI: VALÞÓR HLÖÐVERSSON MYNDIR: GRÍMUR BJARNAS0N
94