Frjáls verslun - 01.04.1989, Side 96
SKIPULAG
Hins vegar er einnig gert ráð fyrir
verulegri endurnýjun eldri hverfa og
er uppbygging þegar hafin þar, t.d. á
Skúlagötusvæði og á Granda.
Af hálfu borgaryfirvalda hefur verið
unnið eftir nýja aðalskipulaginu frá ár-
inu 1984 og því er allgóð reynsla
þegar komin á þær spár sem þar eru
settar fram. í ljós hefur komið að ný
hverfi hafa byggst mun hraðar en þar
var ráð fyrir gert. Má nefna að ef svo
fer sem horfir verða þau svæði full-
byggð um miðjan næsta áratug, sem
áttu að duga til loka skipulagstímabils-
ins, þ.e. fram til ársins 2004. Reyk-
víkingar voru í ársbyrjun 1989 2000
fleiri en spár höfðu reiknað með og á
árunum 1984-1987 voru byggðar 150
fleiri íbúðir á ári í Reykjavík en skipu-
lagið gerði ráð fyrir.
Framtíðarbyggðasvæði Reykjavík-
ur afmarkast af Grafarvogi, Suður-
landsvegi og mörkum Reykjavíkur og
Mosfellsbæjar. Fram á næstu öld
verður byggt á tveimur meginsvæð-
um, við Grafarvog og á Borgarholti,
en þessi svæði eru samtals um 405
hektarar að stærð. Talið er að Graf-
arvogur verði fullbyggður um miðjan
tíunda áratuginn og að um 2/3 hlutar
Borgarholtsbyggðar verði risnir við
upphaf næstu aldar.
Úthlutun lóða í Grafarvogshverfi,
sem skiptist í þrjá hluta, lauk í árs-
byrjun 1989. Þar munu í framtíðinni
búa um 7.500 manns.
Skipulagsvinna í Borgarholts-
hverfi, sem einnig skiptist í þrennt,
stendur nú yfir. Svæðin eru alls um
230 hektarar að stærð og íbúar verða
10-12 þúsund. Gert er ráð fyrir að
syðsta hverfið byggist fyrst, pá mið-
hverfið og það nyrsta síðast. I sumar
verður úthlutað fyrstu lóðunum í
Borgarholtshverfi. Þegar þessi þrjú
hverfi verða fullbyggð búa nyrstu
Reykvíkingarnir á svæðinu umhverfis
Korpúlfsstaði og byggð verður komin
að bæjarmörkum Mosfellsbæjar,
austan Geldinganess.
Eins og áður sagði hefur orðið
meiri aukning í íbúðabyggð Reykja-
víkur en spáð hafði verið. Því má
búast við að hluti svæða sem taka átti
í notkun eftir 2004, verði byggður
fyrr. Þar er um að ræða svæði í Geld-
inganesi, Hamrahlíðarlöndum,
Úlfarsárdal, Norðlingaholti og austan
Rauðavatns.
40.000 ÍBÚAR í KÓPAV0GI
í skipulagsáætlunum fyrir Kópa-
vog er gert ráð fyrir að fullbyggður
muni hann rúma um 40.000 manns.
Þar búa í dag rúmlega 15.000 manns.
Nú hefur lóðum í Suðurhlíðum Kópa-
vogs verið úthlutað og næstu bygg-
ingarsvæði verða í Smárahvamms-
landi, beggja vegna Fífuhvammsveg-
ar er liggja mun eftir Kópavogsdal
endilöngum. Jafnframt stendur yfir
samkeppni um skipulag í Fífu-
hvammslandi, en það er svæði austan
Reykjanesbrautar, allt í eigu kaup-
staðarins.
Suðurhlíðar Kópavogs eru, eins og
áður sagði, að verða fullbyggðar. Þar
hófust framkvæmdir árið 1986 og
verða um 2500 manns búsettir þar.
Vestan þess hverfis, í s.k. Digranes-
hlíðum eru erfðafestulönd og standa
nú yfir samningaviðræður við eigend-
ur um yfirtöku á því landi til íbúða-
byggðar.
Næsta byggingarsvæði í Kópavogi
er sunnan og vestan Suðurhlíða, í
Smárahvammslandi, en það svæði,
sem hefur verið deiliskipulagt er að
mestu leyti í eigu Frjáls ffamtaks hf.
Alls verður um 3.500 manna byggð í
Smárahvammslöndum og munu fram-
kvæmdir við fyrstu íbúðirnar hefjast í
Milliveggja
plötur
Gott verö
Hagstœö kjör 5cm 7cm 10cm
Góö hljóöeinangrun
Heimsendingarþjónusta
Vinnuhælið
Litla Hrauni
Sölusími
98-31104
96