Frjáls verslun - 01.04.1989, Blaðsíða 100
Þjónustukjarnar
spretta upp í kjölfar
þéttrar byggðar.
einbýlishúsum. Eru það Kk hlutföll og
í Norðurbæ Hafnarfjarðar. Má búast
við að á næstu árum rísi byggð á Hval-
eyrarholti, einkum fjölbýlishús þar
sem landkostir í Setbergslandi og upp
að Asafjalii bjóða trauðla upp á slíka
byggð.
Að sumu leyti má segja að í Hafnar-
firði sé eitt mesta svigrúmið til bygg-
inga næstu áratugina. Reykjavíkur-
borg mun eiga við landþrengsli að
stríða eftir að núverandi skipulags-
svæði verða fullbyggð og þótt Kópa-
vogur eigi stórt og mikið land, liggur
það víða hátt og teygir sig í rana aust-
ur fyrir höfuðborgarsvæðið. Fyrir
sunnan Hafnarfjörð er hins vegar ákj-
ósanlegt byggingarland meðfram
Krísuvíkurvegi, allt frá sjó upp að
Óbrynnishólum.
HVERFA BÆJARMÖRKIN?
Það er ljóst þegar litið er á næstu
byggingarsvæði kaupstaðanna á höf-
uðborgarsvæðinu, að mörk á milli
þeirra muni smám saman hverfa.
Gildir þetta um svæðið allt frá Kjalar-
nesi suður fyrir Straumsvík. Byggðin
mun teygja sig með strandlengjunni
allt norður fyrir Leiruvog og upp í
landið ofan núverandi byggðar. Þann-
ig geta menn séð fyrir sér að á næstu
öld verði Úlfarsfell að hluta kringt
byggð, hún teygi sig um Hólmsheiði,
austur fyrir Elliðavatn, meðfram
Heiðmörk að vestanverðu um Kap-
elluhraun og að Straumi.
Þungamiðja byggðarinnar mun því
færast af Seltjamarnesinu gamla,
þ.e. bæjarstæði Reykjavíkur vestan
Elliðaáa, í ás er liggur frá suðvestri til
norðausturs ofan núverandi byggðar.
Þau mörk á milli sveitarfélaga sem
verið hafa frá austri til vesturs munu
því smám saman hverfa og í framhaldi
af því hljóta sveitarfélögin að renna í
stjórnskipulegu samhengi í eina heild.
Því miður er það svo enn þann dag í
dag að sveitarfélögin á suðvestur-
homi landsins skipuleggja svæði sín
ein og sér og samvinna þeirra í milli á
því sviði er afar lítil. Þó hafa Samtök
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
reynt að hvetja til aukinnar samvinnu
og m.a. samþykkt sérstakt skipulag,
sem áður var minnst á. Þrátt fyrir þá
stefnumörkun sem þar kemur fram
stendur það óbreytt að sveitarfélögin
skipuleggja eigin svæði út af fyrir sig
og afleiðingin vill oft verða sú að lítils
eða einskis samræmis gætir illilega í
skipulagsvinnunni.
Það er aðeins á teikniborðum
sveitarstjórnanna sem reynt er að
halda uppi vömum fyrir gamaldags
skiptingu í pólitískar einingar en úti á
akrinum þróast mannlíf í byggð sem
óðum er að verða ein heild.
100