Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1989, Side 102

Frjáls verslun - 01.04.1989, Side 102
ATVINNUHUSNÆÐI NÆSTU SVÆÐI FYRIR ATVINNUSTARFSEMIÁ HÖFUÐBORGARSVÆÐINU: MIÐSVÆÐIN EFTIRSÓKNARVERÐ Gatnagerð er hafin í Smárahvammslandi í Kópavogi en þar hyggst Frjálst framtak reisa húsnæði fyrir skrifstofur og verslun, alls yfir 50.000 fermetra. Atvinnuhverfi höfuðborgar- svæðisins hafa þanist út á síð- ustu árum og virðist fátt benda til að verulegur samdráttur verði í byggingu mannvirkja á næstunni. Að vísu virðist sem lægð ríki um þessar mundir en spádómar benda flestir til að senn muni birta og að á næsta áratug verði byggt álíka mikið af atvinnuhúsnæði í Reykjavík og nærliggjandi sveitarfélögum eins og raunin varð á allan síð- asta áratug. Sveitarfélögin ganga út frá mikilli útþenslu atvinnusvæða fram á næstu öld og eru þær áætlanir niðurstaða kannana sem gerðar hafa verið. Raunar er athyglisvert að hingað til hafa slíkar áætlanir reynst of knapp- ar; þörfrn fyrir nýbyggingar yfir vax- andi atvinnulíf höfuðborgarsvæðisins hefur reynst meiri en jafnvel bjart- sýnustu menn þorðu að vona. 90.000 FERMETRAR Á ÁRI Utþensla atvinnuhúsnæðis hefur auðvitað verið misjöfn eftir árum og ekki síður eftir greinum. A árunum 1977 til 1987 voru að jafnaði byggðir um 50.000 fermetrar af iðnaðarhús- næði og vörugeymslum, 20.000 fer- metrar af skrifstofuhúsnæði og svip- að af verslunarhúsnæði. Samtals um 90.000 fermetrar á ári og er það ekki svo lítið. Þessi aukning nemur um 4-5% á ári og geta sveiflurnar frá ári til árs verið gífurlegar. T.d. jókst verslunarhús- næði á höfuðborgarsvæðinu um rúm 3% árið 1986 en ríflega 13% árið 1987, en þá var Kringlan tekin í notkun. Þessi uppsveifla með byggingu Kringlunnar, sem í raun er heil versl- unargata en ekki bygging yfir eitt fyrirtæki, hlaut að hafa í för með sér samdrátt fyrsta kastið á eftir. Þann samdrátt hafa menn verið að upplifa síðustu misseri, en vitanlega stafar hann einnig af öðrum utanaðkomandi þáttum. TEXTI: VALÞÓR HLÖÐVERSSON MYNDIR: GRÍMUR BJARNAS0N 102
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.