Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1989, Síða 18

Frjáls verslun - 01.08.1989, Síða 18
HRATT OG ÖRUGGT MED FJJJGI... CPH UAK NARSSARSSUAK Upplýsingar um fraktáætkin í síma 690100 Fmkt FORSIÐUGREIN skólinn og björgunarfélögin. Að- spurður um framtíðina sagðist hann ekki trúa því að salan drægist meira saman en orðið er og að aðvörunar- orð þeirra Lukkutríósmanna um að of mörg leyfi myndu eyðileggja þessa fjáröflunarleið, hefðu því miður ræst. Baldvin Jónsson hjá DAS sagði að Gullmol- inn hefði gengið illa framan af og hefði ýmis óáran varð- andi prentun miða og fleira valdið því. Nú væri hins veg- ar verið að gefa út nýja röð af miðum og framundan væri sókn inn á þennan markað. Hann sagð- ist vongóður um að Gullmolinn ætti eftir að skila DAS verulegum fjár- munum á næstu misserum og að ekki veitti af í uppbyggingarstarfinu. Gunnar Kjartansson hjá Fjarkanum taldi skafmiðamarkaðinn standa á tímamótum um þessar mundir. Þeirra hlutur í sölu skafmiða hefði reynst rýrari en spár gerðu ráð fyrir en nú væri verið að undirbúa betri kynningu á Fjarkanum og þeirri starf- semi sem arðurinn af sölunni rynni til. Gunnar minnti á að sennilega gerði fólk sér ekki grein fyrir þeim vinn- ingslíkum sem væru í skafmiðahapp- drættum og að þær væru ekki minni en að hreppa þann stóra í lottóinu. Vinningshlutfallið væri mun hærra en í almennum happdrættum þar sem aðeins væri dregið úr seldum miðum. Allir viðmælendur blaðsins voru sammála um að með tilkomu lottós og skafmiða hefði þrengt mjög að al- mennum happdrættum. Stóru happ- drættin hefðu misst spón úr aski sín- um, einstök fjáröflunarhappdrætti hefðu gjörsamlega mistekist og að ljóst væri að leita yrði nýrra leiða til að fjármagna ýmis líknarsamtök sem hingað til hefðu treyst á happdrætti til fjármögnunar. Hér er vissulega alvarlegt mál á ferðinni. Minna má á að samtök á borð við Krabbameinsfélagið, Hjarta- vernd og Sjálfsbjörg hafa í gegnum árin haldið uppi lífsnauðsynlegu starfi fyrir það fé sem happdrættin hafa afl- að. Stjómvöld hljóta að skenkja því hugsun hvað gerist í þessum hluta heilbrigðisgeirans ef lukkuhjólið hættir að snúast því fólki í hag sem hefur treyst á liðsinni þessara sam- taka. HVAÐ ER í POTTINUM? Þegar spáð er í happaspilin er erfitt að átta sig nákvæmlega á því fjármagni sem er í umferð á ís- lenskum happ- drættismarkaði. Opinberar tölur eru afar ófullkomnar, m.a. vegna þess að þau hundruð skyndi- happdrætta sem haldin hafa verið á síðustu ár- um þurfa ekki að skila upp- gjöri til dómsmálaráðuneytis eða annarra opinberra aðila. Það er því mjög á huldu hvað sá geiri happ- drættanna veltir árlega. Tryggvi Eiríksson hjá Þjóðhags- stofnun sagði í samtali við Frjálsa verslun að stofnunin hefði á síðustu árum reynt að átta sig á umfangi þessa hlutar af einkaneyslu lands- manna en allar tölur væru mjög óná- kvæmar. Hann sagði þá meginreglu hafða í heiðri að reikna með því að skyndihappdrættin seldu helming út- gefinna miða. Nýjustu haldbærar tölur hjá Þjóð- hagsstofnun eru þær að landsmenn hafi eytt 970 milljónum króna í ýmis skyndihappdrætti á árinu 1987. Að sögn embættismanna í dómsmála- ráðuneytinu dró mjög úr ásókn í að halda slík happdrætti á síðasta ári auk þess sem kaup á slíkum miðum hafa minnkað mjög. Við skulum því gefa okkur að sá samdráttur komi upp á móti verðhækkunum og að á árinu 1988 hafi salan numið 1000 milljónum króna. Ef við Iítum á hefðbundnu happ- drættin kemur í ljós að Happdrætti Háskóla íslands seldi miða fyrir 850 milljónir króna á síðasta ári. Því til viðbótar voru seldar Happaþrennur fyrir 590 milljónir króna. Happdrætti SÍBS seldi miða á síð- asta ári fyrir 174 milljónir króna. Landsmenn verja 6 milljörðum króna árlega til hvers kyns happdrætta. Lukkuhjólið hefur hægt á sér síðustu mánuði og margt bendir til þess að markaðurinn muni gjörbreytast á næstu misserum. InnmnSnnmnvnmnmnnw 18

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.