Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1989, Qupperneq 35

Frjáls verslun - 01.08.1989, Qupperneq 35
TOLVUR Einar J. Skúlason hf. hefur vaxið ótrúlega hratt á síðustu árum og hefur nú hreiðrað um sig í eigin stórhýsi við Grensásveg í Reykjavík. Fyrirtækið skiptist í fjórar rnegin deildir og þar starfa um 70 manns. Myndin er tekin í verslun á 1. hæð hússins við Grensásveg 10. fengum verkefni í hendur af þeirri stærð sem minni og meðalstór fyrir- tæki í þessari grein geta ekki tekist á við. Einar J. Skúlason hf. býður sínum viðskiptavinum upp á aMða þjónustu. Þeir byrja á því að leita hingað um ráð- gjöf. Við veitum hana, bjóðum þær vél- ar og þann hugbúnað sem viðkomandi þarfnast, setjum tækin upp, höldum námskeið fyrir þá sem þau eiga að nota og veitum alla þá viðgerðar- og við- haldsþjónustu sem nauðsynleg er. Við erum þess vegna vel í stakk búin að taka að okkur uppsetningu stórra sem smárra tölvukerfa. Án frábærra starfsmanna hefði okkur ekki tekist að ná þeim mark- miðum sem nýir eigendur fyrirtækis- ins settu sér í upphafi. Okkar starfs- menn eru um 70 talsins og er þar valinn maður í hverju rúmi. Við höfum lagt áherslu á að fá til okkar háskóla- menntað starfsfólk og eftir þjálfun við krefjandi kringumstæður höfum við á að skipa úrvalsliði, sem getur tekist á við þau verkefni sem upp kunna að koma“. ÖFLUG HUGBÚNAÐARDEILD Það kom í hlut Einars J. Skúlasonar hf. að skrifa þann notendahugbúnað sem stýrir afgreiðslukerfi bankanna. Við spurðum Kristján nánar út í þá sálma. „Stór hluti af okkar verkefnum er auðvitað að skrifa alls kyns forrit til notkunar við þær aðstæður sem upp koma í hverju tilviki. Hjá okkur eru 16 starfsmenn í sérstakri hugbúnaðar- deild og hafa þeir nægan starfa. Má til dæmis nefna að um þessar mundir erum við að vinna að nýju kerfi fyrir Lánasjóð íslenskra námsmanna, en í því verða á 3ja tug útstöðva. Starfs- menn sjóðsins munu framvegis reikna út lán námsmanna og munu með hjálp þessa nýja kerfis hafa beina yfirsýn yfir stöðu hvers lántakanda gagnvart sjóðnum“. Kristján drap á vandamál sem hann taldi hugbúnaðarfyrirtæki standa ber- skjölduð fyrir, en það er fjölföldun staðlaðra forrita án heimildar. „Hér er um gamalt vandamál að ræða sem við höfum lengi haft áhuga á að reyna að leysa. Fólk virðist því miður ekki gera sér næga grein fyrir því að fjölföldun forrita í heimildar- leysi er alvarlegt brot á lagabókstaf og siðferðisreglum. Get ég nefnt sem dæmi að um þessar mundir erum við að setja á markaðinn íslenska útgáfu að ritvinnsluforritinu Word Perfect 5.0. Þetta forrit, sem við höfum um- boð fyrir, hefur fyrir löngu haslað sér völl á íslenskum markaði undir nafn- inu Orðsnilld og við höfum varið millj- ónum króna til að þýða og breyta því yfir á íslensku. Það er því alvarlegt áfall fyrir okkur þegar það tíðkast í stórum stíl að fólk komist yfir forritið án endurgjalds. í því skyni að berjast gegn þessum 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.