Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1989, Qupperneq 36

Frjáls verslun - 01.08.1989, Qupperneq 36
TOLVUR Opinberar stofnanir hafa gert samning við Einar J. Skúlason hf. um sölu á Orðsnilld. A myndinni eru Jón Þór Jóhansnson frá Skýrr, Jóhann Gunn- arsson frá Fjárlaga- og hagsýslustofnun og Kri- stján Auðunsson frá Ein- ari J. Skúlasyni hf. ósið höfum við m.a. gert samning við SKYRR og Fjárlaga- og hagsýslu- stofnun um sölu á Orðsnilldarhugbún- aði, en með samningnum fær SKÝRR rétt til að endurselja stofnunum ríkis- ins og Reykjavíkurborgar þetta ágæta forrit á hagstæðu verði. Gilda sömu kjör fyrir starfsmenn þessara stofnana". Eins og áður sagði eru starfsmenn Einars J. Skúlasonar hf. um 70 tals- ins. Fyrirtækinu er skipt í fjórar meg- indeildir: Hugbúnaðardeild, sem sér um alla forritavinnu, tæknideild þar sem sýslað er við uppsetningu og við- hald þeirra tækja sem í boði eru, sölu- deild þar sem öll sala fer fram og loks fjármáladeild. Fyrirtækið er í rúmgóðu eigin hús- næði að Grensásvegi 10. Þangað var flutt í ársbyrjun 1985 af Hverfisgötu 89, þar sem fyrirtækið hafði áður verið um langt árabil. HEIMSÞEKKT TÆKI Fjöldi skrifstofutækja er í boði hjá Einari J. Skúlasyni hf. Áður hefur verið minnst á þýska Kienzle-tölvu- kerfið en á tölvusviði má einnig nefna sænsku Victor-einmenningstölvum- ar. Það var í ársbyrjun 1987 sem verulegt söluátak hófst og í dag hefur EJS hf. tekist að selja 5000 tölvur af þessari gerð! Segir í fréttabréfi fyrir- tækisins, Einarði, að engin tölva hafi selst jafnvel á eins skömmum tíma hér á landi. Fleira má nefna. Hugin/Sweda-af- greiðslukerfi fyrir verslanir eru víða hér á landi og um árabil hefur Einar J. Skúlason hf. haft umboð fyrir þær vörur. Hugin/Sweda er einn helsti framleiðandi heims á þessu sviði og hér á landi eru afgreiðslukassar af þessari gerð í hundraða vís um land allt. AST-tölvur og tengibúnaður af ýmsu tagi er mörgum tölvunotendum að góðu kunnar, en fyrirtækið býður tvenns konar tölvur með þessu heimsþekkta og viðurkennda merki. NCR-miðlungstölvumar eru víðfræg- ar og talsvert notaðar hér á landi, en það er einmitt tölva af þessari gerð sem á að vinna verkin hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna innan tíðar. Stýrikerfið UNIX hefur að sögn Kristjáns mjög verið að ryðja sér til rúms á síðustu árum og allir helstu tölvusalar heims bjóða þetta kerfi. Það hefur sér einkum til ágætis að forrit sem skrifað er fyrir UNIX getur gengið í fjölmargar vélar. Að megin- hluta til er allur nútíma hugbúnaður skrifaður fyrir UNIX og má geta þess að NCR-vélarnar hafa náð miklum vinsældum á Norðurlöndunum sem og annars staðar. Loks má nefna Triumph-ljósritun- ar-, reikni- og ritvélar og Precisa- reiknivélar, en sala á þessum tækjum hefur um langt skeið farið fram hér á landi á vegum Einars J. Skúlasonar hf. BJART FRAMUNDAN Vöxtur Einars J. Skúlasonar hf. á árunum eftir 1985 er með ólíkindum. Fyrirtækið hefur undir stjórn Krist- jáns Auðunssonar og félaga risið úr öskustó og er tvímælalaust í hópi allra traustustu tölvufyrirtækja landsins í dag. En hvað ber framtíðin í skauti sér að mati framkvæmdastjórans? „Okkur dettur ekki í hug að sami vöxtur verði næstu árin og verið hef- ur síðasta hálfa áratuginn. Aðalatriðið er að stjórnendur fyrirtækis af þessu tagi telji sig vita hvað þeir eru að gera. Við gerðum okkar áætlanir um þróun fyrirtækisins í upphafi á þeirri for- sendu að uppsveifla væri þá framund- an í tölvuvæðingu. Það ætluðu sér margir hlut í þeirri aukningu og því var hart barist. Okkar mótleikur í samkeppninni var að koma að hlutun- um með ýmsu öðru sniði en áður hafði tíðkast. Um leið settum við okkur það markmið að vera fyrirtæki er gæti boðið viðskiptavininum heildarlausn. Það féll í góðan jarðveg. Framundan er auðvitað hægari vöxtur en verið hefur en engu að síð- ur er ég bjartsýnn á framtíðina og er þess fullviss að okkar starfsmanna bíði fjölmörg ný og spennandi verk- efni. Viðskiptavinir okkar eru í þús- undavís um land allt og þeim þarf áfram að þjóna. Það er nú einu sinni staðreynd að tölvur úreldast fljótt og þess vegna þurfum við stöðugt að geta boðið upp á nýjar og hagkvæmar lausnir,“ sagði Kristján Auðunsson framkvæmdastjóri Einars J. Skúla- sonar hf. að lokum. 36
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.