Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1989, Síða 38

Frjáls verslun - 01.08.1989, Síða 38
ERLENT ELDRIBORGARAR í BANDARÍKIUNUM: FIMM SINNUM RÍKARIEN FÓLK Á ALDRINUM 24-42 ÁRA í Bandaríkjunum hefur það verið gert heyrinkunnugt, að sú kynslóð fólks, sem hóf starfsævi sína á fyrstu tveimur áratugunum eftir síðari heimsstyrjöldina, sé auðugasta kyns- lóðin, sem þar hefur lifað. Vinnulaun, sem fóru alltaf hækk- andi meðan þetta fólk sinnti fullum störfum, veðlán sem báru vexti, sem nú þykja hlægilegir og stofnun eftir- launasjóða, hafa ásamt nægjusemi skapað þeim árgöngum Bandaríkja- manna, sem nú hafa náð 55-60 ára aldri fimmfalt meiri auð samtals en fólk sem er 35 ára og yngra er skráð fyrir. Þessar upplýsingar eru sagðar komnar frá Seðlabanka Bandaríkj- anna. Svipaðar staðreyndir hafa einnig verið settar upp á annan hátt, þannig að fólk sem náð hefur 65 ára aldri og skráð er fyrir 20% eða fimmtungi allra heimila í Bandaríkjunum, eigi 40% af öllum einkaeignum í landinu. Um 75% af þessum hópi — eða um 15 milljónir fjölskyldna — eiga eigið húsnæði og skuldlaust í flestum tilfell- um. í nýlegri könnun, sem fjárveitinga- nefnd Bandaríkjaþings lét gera, kom í ljós að meðaltekjur eldri borgara höfðu meira en tvöfaldast á tímabilinu frá 1970-1986 þegar tillit var tekið til áhrifa verðbólgu á tekjur þeirra af fasteignum. Tekjur eldri borgara hækkuðu á þessu tímabili helmingi hraðar en meðaltekjur allra þegna Bandaríkjanna. Það hefur mikið verið þráttað og þrefað um það í Bandaríkjunum eins og víðar, m.a. á Islandi, að yngri kynslóðir þurfi að vinna tvöfalda vinnu til að geta eignast þak yfir hörfuðið og verði að takmarka bameignir sínar og þrengja lífstíl sinn vegna hárra vaxta og ört hækkandi framfærslukostnað- ar. Sums staðar er látið í það skína, að eldri kynslóðin hafi ekki þurft að leggja hart að sér, heldur fengið auð sinn á silfurfati. Um leið og bandarísk yfirvöld vekja athygli á auðæfum eldri kynslóðarinn- ar benda þau þeim 62 milljónum Bandaríkjamanna, sem nú eru á aldr- inum 24 til 42 ára, á þá staðreynd, að þeir muni innan skamms erfa hinn mikla ríkidóm hinna eldri. Það kann að vera rétt, en ýmsir vilja ekki kokgleypa slíkar staðreynd- ir og telja þær í ætt við óskhyggju og tálvonir. Spurt er t.d.: * Hversu mikið af hinum uppsafn- aða auði sínum þarf eldri kynslóðin að nota til heilsugæslu sinnar og og ann- ara nauðsynlegra útgjalda á þeim tíma sem hún á eftir ólifað, en vegna batn- andi skilyrða lengist mannsævin stöð- ugt? * Hvers virði verða húseignir þessa fólks — sem nú nema samtals 40% af öllum eignum þeirra sem náð hafa 55 ára aldri — t.d. eftir 20 ár og þegar óskir fólks varðandi íbúðarhús- næði hafa breyst? * Munu ríkisstjómir, sem barist hafa árum saman við fjárlagahalla og aðra erfiðleika, leggja aukna skatta á þessi „auðævi“ eldri kynslóðarinnar og þannig rýra þau enn frekar? * Og það er fleira sem þarf að taka tillit til áður en reiknað er með arfin- um mikla. Eldri kynslóðin átti yfirleitt fleiri börn en sú yngri og vegna þessa mun „arfurinrí' skiptast í fleiri staði og minna koma í hlut hvers og eins. „Arfurinn“ mun því ekki skapa ríki- dæmi hjá öllu yngra fólki. * Ég las um þessar staðreyndir í bandarísku efnahagslífi í bandarískum blöðum, sem fjölluðu um þær eftir að fyrrnefndar tölur höfðu verið birtar. Ég minntist þess ekki, að hafa séð svipaða greinargerð um „auðævi“ þeirra íslendinga, sem nú eru ýmist komnir, eða um það bil að komast, á eftirlaunaaldurinn. Það væri hins veg- ar mjög lærdómsríkt að sjá í stórum dráttum, hvemig auðævi eða eignir íslendinga skiptast eftir aldurshópn- um, hverjir hafa grætt mest á verð- bólgunni og hverjir hafa greitt mest í vaxtagjöld og síðast en ekki síst hvers virði eignir yngri kynslóðarinnar verða, þegar hún nálgast eftirlauna- aldurinn. * Kannski ríður Seðlabankinn eða fjárveitinganefnd Alþingis á vaðið með slíka könnun — eða einhver framtakssamur „rannsóknablaða- maður“. Atli Steinarsson Denver, Colorado 38

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.