Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1989, Qupperneq 48

Frjáls verslun - 01.08.1989, Qupperneq 48
SOLUMENNSKA tilefni nokkurra stórorðra viðtala, sem snérust um það sem þeir ætluðu að gera í næstu atrennu, ásamt digur- barkalegum yfirlýsingum um stöðu eigin fyrirtækis og „íslensks hugbún- aðariðnaðar“! í heild. Eitt af því sem þessir aðilar töldu mikilvægast í sam- bandi við markaðsöflunina erlendis var að þeim hefði tekist, að því er manni skildist eftir gífurlega erfiða samninga, að semja við erlent greiðslukortafyrirtæki um að kaup- endur gætu greitt hugbúnaðinn með greiðslukorti. Það þarf auðvitað ekki að taka það fram að þessir aðilar höfðu ekki aðra reynslu af viðskiptum eða markaðsmálum erlendis en að hafa keypt varning í fríhöfnum. Síðan hefur lítið heyrst af landvinningum í sambandi við þennan ákveðna hug- búnað og fréttatilkynning hefur ekki sést á annað ár. I annað skipti hafði erlendur aðili, fyrir milligöngu íslensks umboðs- manns, sýnt svo mikinn áhuga, eins og það var orðað, á ákveðnum ís- lenskum hugbúnaði, að stjórnendur hugbúnaðarfyrirtækisins töldu ekki ástæðu til að bíða með fréttatilkynn- ingu til fjölmiðla þótt þeir ættu eftir að bregða sér til útlanda að ganga frá samningi við væntanlegan viðskipta- aðila. I fréttinni, sem birtist áður en þeir héldu utan til að skrifa undir samninginn, var greint frá því að samningurinn (sem ekki var fullfrá- genginn) snérist um sölu á gífurlegu upplagi af hugbúnaði og væri aðeins dæmi um þann mikla áhuga sem er- lendir aðilar hefðu sýnt margs konar hugbúnaði þessa fyrirtækis. Það segir sig sjálft að aðeins við- vaningar fara utan til samninga með bindandi yfirlýsingar, gefnar fyrir- fram og birtar í dagblöðum. EKKIOF FÍNIR MEÐSIG Þeir sem ekki eru kaupmenn eiga stundum erfitt með að skilja að sala er undirstöðuatriði í þjónustufyrirtæki. Jafnvel útfararstofnanir eru ekki und- anskildar þegar kemur að þessu lög- máli. Kaupmaður, hvort sem hann er viðskiptafræðingur, bifvélavirki eða tæknifræðingur, er ávallt til þjónustu reiðubúinn. Hann laðar til sín fólk í stað þess að reisa um sig girðingar. Skrifstofur hans eru ekki fínni en svo að þar finnist venjulegum kúnnum vera hæfilega miklar líkur á að hitta einhvem með viti. Kaupmaður lætur ekki spyrja í sím- anum hvern megi kynna og hann er ekkert of fínn til þess að bregða sér í hlutverk afgreiðslumanns í sínu fyrir- tæki ef þess er þörf og alls ekki svo illa að sér að hann geti það ekki, jafn- vel þótt hann sé forstjóri á staðnum. Stundum finnst manni dálítið bros- legt þegar fólk af veiðimannakyni eins og íslendingar ætla að gleypa nýjar kenningar og tækni í einu lagi. Ágætt dæmi um það er „nútíma stjómun“ eins og fyrirbærið heitir á fagmáli og snýst m.a. um það að stjórnendur örsmárra íslenskra fyrirtækja haga sér eins og fyrirtækið væri eitt af stærstu fyrirtækjum í heimi. Margir stjómendur af þessum skóla gætu ekki afgreitt kúnna í sínu fyrirtæki þótt þeir ættu lífið að leysa. Til þess eru þeir of sérhæfðir þótt um dverg- fyrirtæki sé að ræða, jafnvel á skand- inavíska mælistiku. Eg fæ ekki betur séð en að kjör „manna ársins 1988“ hjá Frjálsri verslun sé gífurlegt áfall fyrir boðbera „nútíma stjómunar“ á íslandi. Þar eru valdir menn sem em allt í öllu í fyrir- tæki sínu, geta leyst hvers manns vanda, líta ekki á kúnnan sem vanda- mál fyrirtækisins en ná betri árangri en flestir aðrir vegna þess að þeir em fæddir kaupmenn. Það vill gjaman gleymast að verk- stjórn með áætlunum og skipulagn- ingu var þekkt tækni áður en Stjórn- unarfélag íslands var stofnað. Kaup- menn á borð við Thor Jensen og fleiri 1 Forysta í tölvuráðgjöf _____________Vilji______________ VKS tekur að sér jafnt hefðbundin sem nýstárleg verkefni. Dæmi um verkefni sem VKS hefur leyst eru úttekt á tölvumálum ÍSAL, viðskiptakerfi fyrir Verðbréfaþing íslands, kerfiráður fyrir Nesjavallavirkjun og tölvustýrð still- ing trésmíðavélasamstæðu. PS. VKS er óháð vélbúnaðar- og hugbúnaðarsölum. ___________Kunnátta__________ Starfsfólk VKS býr yfir mikilli reynslu (155 mannár) í hugbúnaðarþróun og ráðgjöf. Starfsfólkið hefur menntun í tölvu- og rekstrargreinum sem svarar til 80 mannára. Mannabreytingareru litlar. Hjá okkur starfar því samstæður hópur með mikla þekkingu. 48
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.