Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1989, Síða 49

Frjáls verslun - 01.08.1989, Síða 49
kunnu heilmikið fyrir sér í þessum fræðum þótt þeir sætu ekki marga fundi á dag og þótt notuð væru önnur heiti á aðferðum. Verksvit er erfitt að kenna en víst er að menn eru gæddir því í mismunandi mæli. IBM OG KAUPMENNSKAN Þessari hugvekju um undirstöðu- atriði viðskiptak'fsins, kaupmennsk- una, sem svo oft vill gleymast og erf- itt hefur reynst að kenna mönnum, ætla ég að Ijúka með því að geta kaup- mannsins sem stjórnar þekktasta og árangursríkasta tæknifyrirtæki ver- aldar. Hann heitir John F. Akers og fyrirtækið er IBM. Honum hefur tek- ist að stýra þessu fyrirtæki á tímum mikilla sveiflna þannig að hluthafar þess hafa notið meira öryggis en marg- ir aðrir og á meðal þeirra eru nokkur hundruð þúsund spariijáreigendur. Sérfræðingar sem fylgjast með IBM eru á einu máli um að styrkur John F. Akers sé ekki síst í því fólginn að hann var upphaflega sölumaður hjá IBM (reyndar einn afkastamesti sölu- maður þess fyrr og síðar) og leið hans til æðstu metorða lá um sölu- og markaðsdeildir fyritækisins. Akers hefur aldrei misst sjónar á því megin- hlutverki IBM að selja, né heldur þeirri staðreynd að til þess að geta Styrkur John F. Akers er ekki síst í því fólginn að hann var upphaflega sölumaður hjá IBM. selt þarf fyrirtæki að „eignast kúnna“ eins og það heitir á máli kaupmanna. í janúar 1988 boðaði John F. Akers endurskipulagningu innan IBM og stórátak í því skyni að styrkja mark- aðsstöðuna og koma í veg fyrir tap. í stað þess að segja upp 3. hverjum manni í stjórnunarstöðu eins og sum önnur bandarísk fyrirtæki hafa gert í svipaðri stöðu, fór IBM þá leið að bjóða stjómendum þann möguleika að halda áfram störfum hjá fyrirtækinu ef þeir næðu árangri sem sölumenn. I einu vetfangi margfaldaðist fjöldi sölumanna IBM og sú kaupmennska gerði það að verkum að samkeppnis- aðilar vissu allt í einu ekki hvaðan á þá stóð veðrið. Kaupmaðurinn John F. Akers er slíkur stjómandi að hann sá að lausnin lá í því að flytja valdið tfl að taka ákvarðanir nær kúnnanum og selja meira og betur en áður. Þeir sem ekki em kaupmenn í eðli sínu og trúa á mátt „nútíma stjórnun- ar“ hefðu sennilega bmgðist við fyrir- sjáanlegum samdrætti með því að hefja upp barlóm í fjölmiðlum og á fundum en kalla til „ráðgjafa“ til að elta skúringarkonur um fyrirtækið með skeiðklukku eða með því að framkvæma aðrar álíka markvissar aðgerðir. KS og hugbúnaðarþróun __________Styrkur______________ VKS var stofnað árið 1979. Á 10 árum er VKS orðið að stærsta hugbúnaðar- fyrirtæki landsins og stendur traustum fótum. Ætlun okkar er að svo verði einnig í framtíðinni. Við höfum því styrk til að framkvæma hlutina og fylgja því eftir sem við gerum. VERK- OG KERFISFRÆÐISTOFAN HF. Bíldshöfða 14, 112 Reykjavík Sími: 91-68 75 00 49

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.