Frjáls verslun - 01.08.1989, Síða 52
FISKELDI
„Þær fjárfestingar í
laxeldi sem hægt er
að taka alvarlega á
Islandi byggjast á
eldi í landi og notkun
dæluvatns.“
notuð sameiginlega af eldiseiningun-
um, allt frá vegagerð og girðingum til
dælingar á vatni, loftblöndunar, fóðr-
unar og raforkuframleiðslu. Sú hag-
kvæmni stórrekstrar sem mögulegt
er að ná er ekki aðeins gífurleg heldur
er áætlun um það hvemig hag-
kvæmnin náist nauðsynleg við undir-
búning boðlegrar áætlunar fyrir fyrir-
tækin. Að finna aðila til að fjármagna
fyrirtæki sem augljóslega koma ekki
til með að skila hagnaði er
ekkert auðveldara á Is-
landi en annars
staðar, þannig að
fyrsta skilyrði
allra laxeldis-
fyrirtækja á
íslandi er að
þau séu
STÓR! Á
sama tíma og
Norðmaðurinn
eða Skotinn
Laxeldi í flotkvíum á Islandi er
óframkvæmanlegt sökum vetrarveðra
og ofurkælingar sjávarins. Fiskur er
alinn í flotkvíum á íslandi en sú starfsemi
er ótraust, óútreiknanlega, óhóflega erfið
og óarðbær. Líta má á þessa aðferð
fremur sem fjárhættuspil heldur en
fjárfestingu.
Nú komum við að fyrstu stóru klíp-
unni sem íslenskt laxeldi er í. Við höf-
um engar aðferðir, tækni eða sér-
þekkingu sem hefur sannað sig en
þurfum strax að fara út í stórrekstur.
Við verðum því að læra á hámarks
eldisstigi og gera hrikaleg, augljós og
dýr mistök eftir að hafa ginnt stuðn-
ingsaðila og bankastjóra með gilliboð-
um um E1 Dorado. Við verðum að
vona að þeir umberi okkur nógu lengi
til að við getum lært okkar
lexíur og notað þann
lærdóm á arðbæran
hátt. Eg er fyrstur
til að viðurkenna
hefja rekstur með
100 tonna ársfram-
leiðslu (og margir gerðu
einmitt það) þá vill íslendingurinn
1000 tonna ársframleiðslu og sú til-
fmning að hann eigi á brattann að
sækja í laxeldiskapphlaupinu og þurfi
að vinna upp forskot virkar hvetjandi
á hann.
að íslendingar
eru jafn gáfaðir
og vinnusamir
og flestir aðrir
og líkamlega
sterkari en
flestir. Þið eruð
samt ekki þjóð of-
urmenna og getið
ekki skotið reynslu-
kúrfunni ref fyrir rass eða
klifið hana þegar hún er lóðrétt!
Röð atburða ber núna með sér
ákveðinn óumflýjanleika. Að því
gefnu að nánast allt laxeldi á íslandi
sem talandi er um hafi hafist á sama
tíma þá þarf aðeins fá, stór og áber-
andi gjaldþrot með stuttu millibili til að
tryggja það að bankar, fjárfestingar-
aðilar, ríkisvaldið og tryggingarfélög-
in loki dyrum sínum fyrir auralausum
fiskeldisfyrirtækjum. Hver er lausn-
in?
Fullnægjandi fjármögnun fiskeldis-
fyrirtækja er háð fjölda þátta, en ekki
hvað síst skilningi á ferlinu sjálfu.
Hlutfall ríkisaðstoðar, eigin fjármögn-
unar, skammtíma og langtíma skulda
ásamt vaxtakostnaði, verðbólgu,
gengisbreytingum og skattlagningu
ákvarðar áhættu og öryggi fyrirtækj-
anna og hefur umtalsverð áhrif á það
hvort vel gengur eða ekki. Þetta er
ekki síður mikilvægt í fiskeldisfyrir-
tækjum sem búið er að byggja heldur
en íþeim sem enn eru á undirbúnings-
stigi.
Hlutfall eigin fjármögnunar er hátt í
fáeinum laxeldisfyrirtækjum, en al-
mennt má segja að það sé lágt. Mörg
fyrirtækjanna eru fjármögnuð með
15-30% eigin fé. Afgangurinn er fjár-
magnaður af bönkum og fjárfestingar-
lánasjóðum. Æskilegast er að skuld-
setning sé eins lítil og mögulegt er í
fiskeldi. Ástæðan er sú að fiskeldi líð-
ur fyrir sama óstöðugleika og óvissu
og annar landbúnaður, þar sem upp-
skeran er breytileg frá ári til árs. Það
er erfitt að laga sig að slíkum sveiflum
52