Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1991, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.07.1991, Blaðsíða 5
RITSTJORNARGREIN KAUPMÁTTARAUKN- INGIKJÖRBÚÐINNI í athyglisverðri verðkönnun, sem birt er hér í blaðinu, kemur fram að samanburður á verði neysluvara í þremur helstu stórmörkuðum höfuðborgarsvæðisins sýnir 13% raunlækkun á einu ári á verði þeirra vara sem bornar voru saman. Um er að ræða helstu neysluvörur til daglegra þarfa fólks. Þessi niðurstaða kemur mjög á óvart og hlýtur að telj- ast til mikilla og góðra tíðinda. Neytendur njóta nú góðs af þeirri hörðu samkeppni sem er í matvöruverslun á höfuð- borgarsvæðinu. Reynslan sýnir að stundum hefur þessi samkeppni gengið út í öfgar og leitt til gjaldþrota þeirra sem harðast hafa gengið fram. Mikil uppstokkun hefur orðið í matvöruversluninni og er vonandi að hún sé nú að skila sér með þessum hætti í aukinni hagræðingu sem kemur neytendum til góða í lægra vöruverði. Þá er ljóst að Bónusverslanirnar hafa orðið til að auka enn á verðsamkeppni í þessari grein verslunar. Einnig má gera ráð fyrir að hluta skýringarinn- ar sé að leita í betra rekstrarumhverfi fyrirtækja í kjölfar þjóðarsáttarsamninga á vinnumarkaði í febrúar 1990 sem m.a. leiddu til raunvaxtalækkunar. Það er ánægjulegt til þess að vita að kaupmáttur fólks sé að aukast vegna raunlækkunar neysluvöruverðs. Von- andi verður framhald á því og vonandi tekst aðilum vinnu- markaðarins að ganga þannig frá kjarasamningum nú í haust að þeir verði til að bæta rekstrarumhverfi fyrir- tækja enn frekar og að sá bati skili sér á endanum til neytenda í lækkuðu vöruverði - eins og niðurstaða þessar- ar verðkönnunar er ánægjulegt dæmi um. EKKIHÆKKA SKATTA Fyrir kosningar lofuðu sjálfstæðismenn því að skattar yrðu ekki hækkaðir kæmust þeir í ríkisstjórn. Frá ríkis- stjórnarskiptum í vor hafa borist stöðugar upplýsingar af hrikalegu ástandi ríkisfjármála. Um er að ræða uppsafn- aðan vanda, sem ekki var tekið á, og jafnframt viðvarandi vanda því ríkisfjármál eru þannig í eðli sínu að þau eru alltaf vandamál. Því meira sem upplýst er um fjárhagsstöðu ríkissjóðs, þeim mun meiri verður ótti almennings og forráðamanna fyrirtækja við að verið sé að hugleiða aukna skattheimtu með einhverjum hætti. I því sambandi skiptir ekki máli hvort skattar eru nefndir skattar eða einhverjum öðrum nöfnum. Skattlagning í þessu landi er þegar orðin of mikil og er tekin að draga úr vilja fólks til að vinna. Það er hættuleg þróun og ekki líkleg til þess að skila þjóðinni fram á veginn. Að undanförnu hafa komið fram hugmyndir um að láta almenning greiða fyrir opinbera þjónustu sem hann not- ar, t.d. í heilbrigðiskerfinu. Með þessu er talað um að auka kostnaðarvitund fólks. Þessi aðferð er góðra gjalda verð. En sé ætlun stjórnvalda að breyta kerfinu þannig að fólk taki meira beinan þátt í kostnaði við opinbera þjón- ustu verður að lækka skatta á móti. Annars er verið að auka skattheimtu - jafnvel þó skattheimtan beri annað nafn. Stjórnvöld mega ekki komast upp með að hækka skatta með því að klæða skattheimtuna í nýjan búning. ISSN 1017-3544 Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Helgi Magnússon - RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Valþór Hlöðversson — AUGLÝSINGASTJÓRAR: Sjöfn Sigurgeirsdóttir og Kristrín Eggertsdóttir — LJÓSMYNDARAR: Grfrnur Bjamason, Gunnar Gunnarsson, og Kristján Einarsson — ÚTGEFANDI: Fróði hf. — Tímaritið er gefið út í samvinnu við samtök í verslun og viðskiptum — SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Ánnúli 18, sími 82300, Auglýsingasími 685380 — RITSTJÓRN: Bíldshöfði 18, sími 685380 — STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson — AÐALRITSTJÓRI: Steinar J. Lúðvíksson — FRAMKVÆMDASTJÓRI: Halldóra Viktorsdóttir — ÁSKRIFTARVERÐ: 2.814 kr. (469 kr. á eintak) - LAUSASÖLUVERÐ: 549 kr. - SETNING, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: G. Ben. prentstofa hf. — LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.