Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1991, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.07.1991, Blaðsíða 35
ERLENT SVIPTINGAR HJÁ TIME WARNER Nákvæmlega 47 árum eftir innrásina í Normandí, þ.e. 6. júní síðastliðinn, kom Steve Ross, forstjóri Time Warner, hluthöfum sínum illilega á óvart þegar hann tilkynnti um mjög svo óvenjulega hlutafjáraukn- ingu upp á tæplega 190 milljarða króna. Tveim árum fyrr munaði litlu að vand- lega undirbúin áætlun Steve Ross um samruna Wamer Communications og Ti- me færi út um þúfur þegar Paramount Communications bauðst til að kaupa öll hlutabréf í Time á rúmar 11 þúsund krónur stykkið, staðgreitt, og kollvarpa um leið öllum áætlunum Steve Ross. Steve Ross ásamt stjómendum Time sném sig út úr tilboðinu með því að láta Time bjóða í Wamer í staðinn og í janúar á síðasta ári vom fyrirtækin sameinuð. En sigurinn var dýrkeyptur, fyrir utan að hafa reitt hluthafa til reiði þá þurfti Time að borga fyrir hlutabréf í Wamer með beinhörðum peningum með þeim afleið- ingum að hið sameinaða fyrirtæki þarf að þera skuldir upp á rúma 700 milljarða króna. Viðþrögð við hlutafjáraukningunni voru hörð. Innan örfárra daga féll verð á hlutabréfum samsteypunnar um 24 af hundraði sem olli jafnframt eignatjóni upp á 100 milljarða króna meðal almennra hlut- hafa. Fjárfestingaraðilum sem vom enn sárir yfir því að Time skyldi hafna tilboði Paramount hitnaði enn í hamsi og töldu þeir að um hreina valdmðslu væri að ræða við framkvæmd hlutafjáraukningarinnar. Auk gremju er sá illi gmnur farinn að læð- ast að fjárfestingaraðilum að hugsjón Steve Ross um stórfellda samsteypu, sem ná myndi yfir flest svið skemmtanaiðnaðar og fjölmiðlunar, standist ekki þegar á reynir. Margir eiga erfitt með að sjá á hvaða hátt sammninn hafi leitt til hagræð- ingar hjá hinu nýja fyrirtæki. Það er enginn að halda því fram að þeir hjá Time Warner séu blankir. Þrjár deildir fyrirtækisins, sem sjá um kapalsjónvarpsstöðvar, tón- listarútgáfu og kvikmyndaframleiðslu, em gríðarlega öflugar og skila árlega af sér rúmlega hundrað milljarða króna fjár- magnsstreymi. En Ross lofaði hundruð milljörðum að auki í kjölfar sammnans, upphæð sem ekkert bólar á enn sem kom- ið er. Segja sumir það vera vegna þess að þær forsendur, sem Ross lagði fram til stuðnings sammnanum, hafi frá upphafi verið rangar. HEIMSVELDISDRAUMAR Hugmyndin var sú að eftir því sem er- lendir markaðir opnuðust í æ ríkari mæli Time Warner samsteypan er ótrúlega fjölþætt fyrirtæki á sviði fjölmiðlunar. En skuldir fyrirtækisins eru rúmlega 700 milljarðar króna! fyrir Bandarískum fjölmiðlum og skemmt- anaiðnaði þá gæti fyrirtæki, staðsett í Bandaríkjunum með anga út um allan heim, líkt og Time Wamer, grætt stórar fúlgur. Galdurinn fælist í því að efna til viðamikilla samstarfsverkefna við fyrir- tæki í Evrópu og Asíu sem myndu síðan hjálpa Time Wamer að komast inn á þá markaði. Hin erlendu samstarfsfyrirtæki myndu síðan leggja fram miklar Qárhæðir til að eignast hlut í hinum gríðarmiklu eign- um Time Wamer samsteypunnar. Þeir peningar áttu að fara í að greiða niður skuldimar - einkum 270 milljarða króna lán sem gjaldfellur í mars 1993. Undanfarna 18 mánuði hefur Ross farið vítt og breitt um heimsbyggðina í leit að samstarfsaðilum en hefur ekki haft erindi sem erfiði. Einungis smærri samningar hafa náðst, þar á meðal um að koma upp kapalsjónvarpskerfi í Ungverjalandi, auk samninga við frönsk, hollensk og þýsk fýrirtæki um dreifingu á kvikmyndum í Evrópu og Bandaríkjunum. En þrátt fyrir að hafa rætt við nánast öll stór fjölmiðla- fyrirtæki í heiminum og nokkur stór raf- eindafyrirtæki að auki þá hefur ekkert miðað í átt að samningi af þeirri stærðar- gráðu sem til þarf. Það er nefnilega ljóst að ef ekki fást stórar upphæðir frá hugsan- legum samstarfsaðilum þá getur Time Wamer ekki greitt hina 270 milljarða króna sem gjaldfalla 1993. Þó svo að flest- ar deildir fyrirtækisins skili stómm upp- hæðum þá eru ýmsar blikur á lofti sem benda til þess að tekjur geti farið minnk- andi á næstunni. Ross vill ekkert síður en að selja eignir upp í skuldir og því er hann nú tilneyddur til að leita á hlutafjármarkað- inn eftir fjármagni. En af hverju er hluthöfum svona illa við þetta hlutafjárútboð? Samkvæmt hug- 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.