Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1991, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.07.1991, Blaðsíða 20
FORSÍÐUGREIN MEB EINU SÍMTALI GORBATSJOVS OG BUSH Stjórnmálaflokkarnir hafa ekki hugsað þá hugsun til enda að herinn færi, segir Karl Steinar Guðnason, alþingismaður og formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis „Fólk var undrandi á því að ég skyldi ekki vera í einkennisbún- ingi,“ segir Karl Steinar Guðnason, alþingismaður og formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, um fyrstu ferðir sínar á landsbyggðinni eftir að hann varð þingmaður fyrir Suðurnesjabúa. „Menn spurðu gjarnan hvað væri að frétta af hernum.“ Honum finnst oft talað af lítilsvirðingu um þá sem unnið hafa hjá varnarlið- inu. „Landsmenn voru fullir af fordómum gagnvart fólki og atvinnu- lífi hér. Og þetta var ríkjandi viðhorf stjómvalda. Ofstækið og póli- tísk grimmd gagnvart varnarliðinu hefur að mínu mati oft færst yfir á fólkið.“ „Við skulum gæta að því að þetta fólk vinnur fyrir beinhörðum gjaldeyri og það skilar þess vegna miklu í þjóð- arbúið. Þetta er ekki verri gjaldeyrir en sjómenn eða fiskverkafólk afla. Þetta fólk er jafn góðir íslendingar og aðrir,“ segir Karl Steinar, sem er á þvi að samkeppnin um há laun hjá vamarliðinu hafi ekki komið niður á annarri atvinnu á Suðurnesjum. Til dæmis sé samdráttur í veiðum og vinnslu undanfarin ár ekki því að kenna að það hafi skort mannskap. Nú sé nýr vaxtarbroddur í sjávarút- vegi á Suðurnesjum. Lítil fyrirtæki séu að flytja út beint á markaði. „Á þeim tíma, sem hermangið var sem mest, var útgerð öflugust hér á Suð- umesjum. Menn kvörtuðu undan því að fólk færi upp á völl, en það var ákveðið jafnvægi í því. Hingað flutti mikið af fólki sem tók þá við þessum störfum." Nálægðin við völlinn virðist fremur hafa komið í veg fyrir að fyrirtæki á Suðurnesjum fengju fyrirgreiðslu á við fyrirtæki í öðrum landshlutum en að það hafi orðið þeim til framdráttar. „Þið hafið völlinn,“ var oft viðkvæðið. Það var ekki fyrr en 1979 að sam- þykkt var í Byggðastofnun (þáverandi Framkvæmdastofnun) tillaga frá Karli Steinari um að Suðurnes nytu jafnréttis á við aðra landshluta. „Fyrir var samþykkt sem sagði að þeir, sem ættu heima á svæðinu frá Þorláks- höfn til Akraness, ættu ekki kost á lánveitingum. Á þeim tíma kostaði fjármagnið minna en ekki neitt. Á tímabili var það þannig að ætluðu góð- ir útgerðarmenn að fá sér bát varð það að gerast þannig að báturinn væri fyrst keyptur til Austfjarða og síðan endurkeyptur hingað. Svona var nú meðferðin á okkur og þetta var allt vegna þess að við höfðum völlinn." Eins og gefur að skilja hafa málefni starfsmanna hjá varnarliðinu komið mjög til kasta verkalýðsfélaga á Suð- urnesjum þó að sérstök kaupskrár- nefnd ákveði launafyrirkomulagið. Verkalýðsfélög hafa ekki samnings- rétt í hefðbundnum skilningi, en það er félaganna að fylgja því eftir hvernig ákvæðum er framfylgt í samræmi við úrskurð kaupskrárnefndarinnar. Réttindalega eru ákvæðin þó eins og þau sem eru í gildi samkvæmt ís- lenskum samningum. Karl Steinar tekur dæmi af íslenskum manni í „snjóhemum“. „Maður í snjóhern- um, sem sinnir snjóruðningi á flug- brautum og við aðkomur að þeim, hefur öll réttindi, er lúta að opinber- um starfsmönnum, þrátt fyrir að hann sé í okkar félagi. Hann er settur á samning fyrir slökkviliðsmenn í Reykjavík. Síðan höfum við samið um ákvæðislaun sem eru fyrir ofan það. “ Karl Steinar segir að laun fyrir störf hjá varnarliðinu séu miðuð við það sem best gerist á íslenskum vinnumarkaði. „Atvinnulega séð er því ekki að neita að allt fólk, sem þarna er, hefur haft góða og trygga 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.