Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1991, Blaðsíða 55

Frjáls verslun - 01.07.1991, Blaðsíða 55
lega, en við höfum þurft að gera það. Fyrir þessum kvörtunum hefur eng- inn fótur verið að mati flugmála- stjórna í Danmörku, Bretlandi og á Is- landi. Það eru þessar stofnanir sem við höfum þurft að gefa skýrslu, en ekki til Flugleiða. Ég tek aðgerðir Flugleiða ekkert illa upp og þetta er allt saman ágætisfólk og þar á ég marga góða vini í toppstöðum." Hvað er það nákvæmlega í reglu- gerðinni sem Flugleiðir eru að benda á? „Það er engin sérstök grein. Ég tel að þetta séu fyrst og fremst greinar sem eru ekki í reglugerðinni, en þeir vildu að þær væru þar - og munu kannski reyna að fá því framgengt. En þá get ég sagt þér það að almenningur mun vera vel á verði.“ Ertu að segja að Flugleiðir þoli ekki samkeppni? „Það er nú eðlilegt að fólk sé við- kvæmt fyrir samkeppni og maður á ekki að vera dómharður hvað það varðar. Þessi samkeppni fer greini- lega fyrir brjóstið á þeim og þeir verða ergilegir umfram efni og ástæður. Umfang okkar er nú ekki það mikið að það snerti Flugleiðir neitt tilfinnanlega.“ VITRARIERSÁSEM VÍÐAFER Ertu með eitthvað í pokahorninu sem á eftir að hrista enn frekar upp í þessum markaði? „Það, sem ég er með í deiglunni, er kannski ekki beint til þess hugsað að hrista upp í utanlandsferðum Islend- inga. Með þessu leiguflugi, sem nú er starfrækt, er málið komið á nauðsyn- legan og góðan rekspöl. Um þessar mundir er verið að opna fyrstu íslensku ferðaskrifstofuna í Bretlandi, að minni tilhlutan - Iceland Tours UK. Þarna mun íslenskt starfsfólk selja Bretum ferðir hingað til íslands. Þarna opnast miklir mögu- leikar á þessum 60 milljóna manna markaði. Ég tel það mjög mikilvægt að íslendingar starfi þarna því um er að ræða fólk með staðþekkingu hér á landi og með því móti ættum við að geta fengið fleiri ferðamenn hingað til lands.“ Að endingu var Guðni inntur eftir því hvort mikil breyting væri á ferða- markaðnum þegar hann liti yfir farinn veg? ,Já, það er mjög mikil breyting. Það er torsótt leið að gera utanlands- ferðir að almenningseign hér á landi sökum strangrar hagsmunagæslu sem víða er við brautina. Ferða- mynstur Islendinga hefur verið að breytast mjög mikið og fólk veit það nú að það eru ekki hættur á hverju horni erlendis. Fólk kann einnig í vax- andi mæli að njóta þeirra lífsgæða að skoða fjarlæg lönd, kynna sér fram- andi lífshætti, sýna sig og sjá aðra. Speki Hávamála stendur því enn óbreytt: „Vitrari er sá sem víða fer, en sá sem heima er.“.“ Háloftin eru þjóðbraut íslendinga Með innanlandsflugi Flugleiða gefst þér mögu- leiki á að ferðast um landið á öruggan, þægi- legan og hagkvæman hátt. Tíminn er dýrmætur. Nýttu þér innanlandsflug Flugleiða. FLUGLEIDIR INNANLANDS Upplýsingar, s: 91-690200. Farpantanir, s: 91-690250. 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.