Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1991, Blaðsíða 34

Frjáls verslun - 01.07.1991, Blaðsíða 34
HEILSA FLUGUR OG OFNÆMI Lax- og silungsveiðitíminn er í hámarki, en margir hafa veitt minna en vonir stóðu til, eins og oft vill verða. I sumum tilvikum virðist sem hlutverkaskipting hafi orðið og menn átt fótum fjör að launa. Þannig lásum við ný- lega um það í dagblöðunum hvernig silungsveiðimenn á Amarvatnsheiði urðu fyrir barð- inu á miklum mývargi og urðu að leita sér læknismeðferðar. Greinarhöfundurinn, Uggi Þórður Agnarsson læknir, er hjartasérfræðingur og starfar m. a. hjá Hjartavernd. í tilvikum sem þessum er oftast ekki mikið að lækna. Við skoðun sjást bólgin útbrot eftir flugnabit og stund- um koma einnig fyrir húðsýkingar ef mikið hefur verið klórað í bitin og út- brotin, en um alvarleg ofnæmisvið- brögð er venjulega ekki að ræða. Sjúklingurinn fer gjaman heim með ofnæmistöflur (antihistamin) og stundum litla túbu af steraáburði. Ekki eru þó öll flugnabit svona meinlaus. Hérlendis má oft sjá geit- unga (vespur), sem eru þekktir fyrir óþægileg bit, og bíflugur þótt algeng- ara sé að íslendingar kynnist þessari flóru nánar á erlendri grund. Þetta fékk lítil þriggja ára dóttir mín að reyna þegar hún, stuttbuxnaklædd og með súkkulaðiís í hönd, settist of- an á geitungá heitum sumardegi í Tí- volí í Kaupmannahöfn. En eftir grát og koss hjaðnaði kúlan eftir bitið og ferðin gat haldið áfram. Mun alvarlegra var ástand sænsks garðyrkjumanns í fyrrasumar. Hann var við störf sín er hann var bitinn af geitungi. Manninn svimaði, hann kaldsvitnaði og gat með naumindum kallað á hjálp. Við komu á sjúkrahús var hann í ofnæmislosti og bráðri lífs- hættu, gráfölur, sveittur og átti erfitt með öndun. Blóðþrýstingur reyndist verulegalækkaður, vartmælanlegur. Meðferð við bráðaofnæmi var veitt með adrenalíni í æð ásamt vökva og sterum. Sem betur fer tókst að bjarga lífi mannsins en ljóst var að hér mátti engu muna að illa færi. Brátt ofnæmi af þessu tagi hefur lengi verið þekkt. Á egypskum mynd- skreytingum 2600 árum f.kr. má sjá hvernig geitungsbit olli dauða eins faróanna en það var ekki fyrr en á þessari öld að menn lærðu að skilja eðli ofnæmisviðbragða. Nú er vitað að mörg efni eru fær um að leysa úr læðingi þessi viðbrögð, s.s. skor- dýrabit, fæðutegundir, agnir í lofti, ýmis lyf og efni og margt fleira. Þá má minnast á vægari tegundir af við- brögðum sem geta komið fram eftir líkamlega áreynslu eða við íþróttaiðk- un og geta komið fram sem útbrot, kláði eða bjúgur í andliti og víðar. Undir vissum kringumstæðum hafa myndast mótefni af flokki Ig-E sem eru næm t.d. fyrir ákveðnu efni í munnvatni eða eitri skordýra og verða virk ef þetta ákveðna efni verð- ur á vegi þeirra í líkamanum og kemur þá af stað ofnæmissvari. Talið er að t.d. í Bandaríkjunum verði um 500 hættuleg tilvik árlega sem rekja megi til bráðaofnæmis en e.t.v. er slíkt eitthvað óalgengara hérlendis. Við höfum þó nýlegt dæmi úr sjónvarpsfréttum um giftusamlega björgun lítillar telpu sem var í hættu stödd vegna lyfjaofnæmis. Það er skylda allra, sem annast lyfjagjafir, að spyrja um ofnæmi en það var, að sögn, ekki þekkt í nefndu dæmi. í löndum, þar sem mikið er af skor- dýrum sem geta valdið bráðaofnæmi með biti eða stungu, hafa þeir, sem áður hafa lent í slíku, átt kost á lyfjum og leiðbeiningum til að hindra eða draga úr ofnæmi. Ljóst er að slík meðferð getur skipt sköpum fyrir þá tiltölulega fáu einstaklinga sem eru í sérstakri hættu, en hins ber að geta að flestir ofnæmis- eða asthmasjúk- lingar þurfa ekki á þessu að halda enda uin annars konar vanda að ræða. Besta vörnin er þó trúlega sú að hafa stóran flugnaspaða í handfar- angrinum þegar farið er í fríið. 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.