Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1991, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.07.1991, Blaðsíða 19
beina vinnu af varnarliðinu mörg und- anfarin ár. Meðallaun starfsmanna eru hærri en meðaltal launa í þeim sveitarfélögum sem viðkomandi kemur úr. Sum bæjarfélögin á Suður- nesjum standa og falla með þeirri vinnu sem er að fá hjá varnarliðinu miðað við óbreytt ástand. Ætla má að tekjur allra sveitarfé- laga á Suðurnesjum (að Grindavík og Vatnsleysuströnd undanskildum) af varnarliðinu með beinum eða óbein- um hætti séu lauslega áætlaðar þriðj- ungur heildartekna sveitarfélaganna. Stærsta sveitarfélagið, Keflavík, hef- ur þó nokkra sérstöðu þar sem það hefur hlutfallslega ekki notið jafn mik- illa beinna tekna frá varnarliðinu og grannar þeirra. VERKTAKA 20 FÖLD VEGAGERÐ í LANDINU Á síðasta áratug, 1981-1990, námu viðskipti verktaka einna sér 46,2 milljörðum króna samanlagt á verð- lagi í júlí 1991. Það svarar til um 700 þúsund króna á hverja 4ra manna fjölskyldu í land- inu. íslenskir verktakar hafa annast framkvæmdir fyrir varnarliðið fyrir álíka upphæð á síðasta áratug og ís- lendingar leggja til í gerð nýrra vega á öllu landinu í yfir 20 ár, sé miðað við framlög ríkisins til vegaáætlunar í fyrra. 26. mars 1954 var, með samkomu- lagi íslands ogBandaríkjanna, ákveð- ið að Islendingar sæju einir um alla verktöku fyrir varnarliðið og tækju að sér rekstur á verktakabúðum og verkstæðum. Öll tæki, efni og þjón- usta sem yrðu notuð af íslenskum verktökum við varnarliðsfram- kvæmdir yrði undanþegin tollum, gjöldum og sköttum. Um miðjan fimmta áratuginn náðu framkvæmdir í kringum herinn há- marki. Árið 1953 var 25. hver íslend- ingur í vinnu „á vellinum", en í seinni tíð hafa 1-1,5% allrar atvinnu í landinu verið þar. Er þá eingöngu miðað við starfsmenn varnarliðsins, verktaka og þjónustufyrirtæki, sem vinna beint á vegum varnarliðsins. Fjölmargir aðrir hafa lífsviðurværi af varnar- liðsstarfsemi og má ætla að 2000- 2500 fjölskyldum sé framfleytt beint af vamarliðstekjum. Sé tekið tillit til 5500 manns mynda lokað samfélag á Miðnesheiði, 3200 hermenn, borgara- legir starfsmenn og fjölskyldur. Bandaríkjamenn ætla að draga stórkost- lega úr hernaðarútgjöldum, bæði innanlands og erlendis. Bara rekstur herstöðva í Bandaríkjunum kostar sem samsvarar 1500 milljörðum ís- lenskra króna á ári. þess að 600-900 manns vinna í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar og að tölu- verður hluti þeirra myndi ekki hafa starfa þar ef íslendingar rækju milli- landaflugvöll sjálfir tengjast mun fleiri veru varnarliðsins og Keflavíkurflug- velli sem slíkum. ÞAÐ K0STAR100 MILUARDA KRÓNA AD BYGGJA ANNAN KEFLAVÍKURVÖLL 750 þúsund farþegar fara á ári hverju um Keflavíkurflugvöll. Hann er búinn fullkomnum tækjum og gæti tæknilega séð tekið á móti miklu meiri umferð. Slíkt myndi þó, að sögn Péturs Guðmundssonar flugvaUar- stjóra, kalla á töluverða mannvirkjag- erð. Keflavíkurflugvöllur er engu að síður mun fullkomnari flugvöllur en íslendingar gætu rekið ættu þeir að sjá um völlinn sjálfir. 148 manna slökkvi- og flugbrautarlið er til dæmis reiðubúið til að bregðast við hvenær sem er allan sólarhringinn. Ættu íslendingar að byggja sam- bærilegan flugvöll myndi sKkt mann- virki kosta rúmlega 100 milljarða ís- lenskra króna (miðað við upplýsingar frá 1986). Það er álíka upphæð og útgjöld íslenska ríkisins í ár. Og tU samanburðar má geta þess að þjóð- arauður íslendinga var í árslok 1989 talin vera 850 milljarða virði og þar af nemur íbúðarhúsaeign um 256 millja- rðar króna. I Flugstöð Leifs Eiríkssonar vinna 900 maims um háannatímann og rúm 600 á öðrum tímum. Pétur flugvallar- stjóri segir flugvöllinn sinna okkar þörfum um ófyrirsjáanlega framtíð, 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.