Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1991, Side 19

Frjáls verslun - 01.07.1991, Side 19
beina vinnu af varnarliðinu mörg und- anfarin ár. Meðallaun starfsmanna eru hærri en meðaltal launa í þeim sveitarfélögum sem viðkomandi kemur úr. Sum bæjarfélögin á Suður- nesjum standa og falla með þeirri vinnu sem er að fá hjá varnarliðinu miðað við óbreytt ástand. Ætla má að tekjur allra sveitarfé- laga á Suðurnesjum (að Grindavík og Vatnsleysuströnd undanskildum) af varnarliðinu með beinum eða óbein- um hætti séu lauslega áætlaðar þriðj- ungur heildartekna sveitarfélaganna. Stærsta sveitarfélagið, Keflavík, hef- ur þó nokkra sérstöðu þar sem það hefur hlutfallslega ekki notið jafn mik- illa beinna tekna frá varnarliðinu og grannar þeirra. VERKTAKA 20 FÖLD VEGAGERÐ í LANDINU Á síðasta áratug, 1981-1990, námu viðskipti verktaka einna sér 46,2 milljörðum króna samanlagt á verð- lagi í júlí 1991. Það svarar til um 700 þúsund króna á hverja 4ra manna fjölskyldu í land- inu. íslenskir verktakar hafa annast framkvæmdir fyrir varnarliðið fyrir álíka upphæð á síðasta áratug og ís- lendingar leggja til í gerð nýrra vega á öllu landinu í yfir 20 ár, sé miðað við framlög ríkisins til vegaáætlunar í fyrra. 26. mars 1954 var, með samkomu- lagi íslands ogBandaríkjanna, ákveð- ið að Islendingar sæju einir um alla verktöku fyrir varnarliðið og tækju að sér rekstur á verktakabúðum og verkstæðum. Öll tæki, efni og þjón- usta sem yrðu notuð af íslenskum verktökum við varnarliðsfram- kvæmdir yrði undanþegin tollum, gjöldum og sköttum. Um miðjan fimmta áratuginn náðu framkvæmdir í kringum herinn há- marki. Árið 1953 var 25. hver íslend- ingur í vinnu „á vellinum", en í seinni tíð hafa 1-1,5% allrar atvinnu í landinu verið þar. Er þá eingöngu miðað við starfsmenn varnarliðsins, verktaka og þjónustufyrirtæki, sem vinna beint á vegum varnarliðsins. Fjölmargir aðrir hafa lífsviðurværi af varnar- liðsstarfsemi og má ætla að 2000- 2500 fjölskyldum sé framfleytt beint af vamarliðstekjum. Sé tekið tillit til 5500 manns mynda lokað samfélag á Miðnesheiði, 3200 hermenn, borgara- legir starfsmenn og fjölskyldur. Bandaríkjamenn ætla að draga stórkost- lega úr hernaðarútgjöldum, bæði innanlands og erlendis. Bara rekstur herstöðva í Bandaríkjunum kostar sem samsvarar 1500 milljörðum ís- lenskra króna á ári. þess að 600-900 manns vinna í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar og að tölu- verður hluti þeirra myndi ekki hafa starfa þar ef íslendingar rækju milli- landaflugvöll sjálfir tengjast mun fleiri veru varnarliðsins og Keflavíkurflug- velli sem slíkum. ÞAÐ K0STAR100 MILUARDA KRÓNA AD BYGGJA ANNAN KEFLAVÍKURVÖLL 750 þúsund farþegar fara á ári hverju um Keflavíkurflugvöll. Hann er búinn fullkomnum tækjum og gæti tæknilega séð tekið á móti miklu meiri umferð. Slíkt myndi þó, að sögn Péturs Guðmundssonar flugvaUar- stjóra, kalla á töluverða mannvirkjag- erð. Keflavíkurflugvöllur er engu að síður mun fullkomnari flugvöllur en íslendingar gætu rekið ættu þeir að sjá um völlinn sjálfir. 148 manna slökkvi- og flugbrautarlið er til dæmis reiðubúið til að bregðast við hvenær sem er allan sólarhringinn. Ættu íslendingar að byggja sam- bærilegan flugvöll myndi sKkt mann- virki kosta rúmlega 100 milljarða ís- lenskra króna (miðað við upplýsingar frá 1986). Það er álíka upphæð og útgjöld íslenska ríkisins í ár. Og tU samanburðar má geta þess að þjóð- arauður íslendinga var í árslok 1989 talin vera 850 milljarða virði og þar af nemur íbúðarhúsaeign um 256 millja- rðar króna. I Flugstöð Leifs Eiríkssonar vinna 900 maims um háannatímann og rúm 600 á öðrum tímum. Pétur flugvallar- stjóri segir flugvöllinn sinna okkar þörfum um ófyrirsjáanlega framtíð, 19

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.