Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1991, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.07.1991, Blaðsíða 28
UPPELDI FORELDRAR Á VINNUMARKAÐI: VERÐA BORNIN ÚTUNDAN? íslenskt þjóðfélag hefur tekið mjög örum breytingum á undan- förnum tuttugu árum. Fyrir fá- einum áratugum var það undan- tekning ef konur unnu utan heimilis. Staður konunnar var þá inni á heimilinu þar sem hún gætti bús og barna. En nú er öld- in önnur. Um 90% íslenskra kvenna vinna að einhverju leyti utan heimilis, enda krefst venjulegur heimilisrekstur á Is- landi í flestum tilvikum úti- vinnu beggja foreldra. Sennilega hafa fáar þjóðir upplifað jafn örar breytingar á lífsháttum sín- um og íslendingar. Fyrir tæpum eitt hundrað árum voru íslendingar ein af fátækustu þjóðum í Evrópu, en nú eru aðstæður allar betri. Islendingar hafa þó þurft að hafa fyrir sínum efna- hagslegu gæðum með mikilli vinnu. Atvinnuþátttaka hjóna er mun meiri hér en á hinum Norðurlöndunum en auk þess vinna íslendingar almennt lengur dag hvern en norrænir frænd- ur þeirra. En hvaða áhrif hefur það á TEXTI: ÍRIS ERLINGSDÓTTIR MYNDIR: HREINN börn að sjá ekki foreldra sína nema nokkrar stundir á degi hverjum og þá kannski þreytt eftir erilsaman vinnu- dag? „HEIMUR VERSNANDI FER“ Rannsóknir, sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum, benda til þess að „heimur versnandi fari“. í grein í bandaríska tímaritinu Fortune kemur fram að samkvæmt rannsókn, sem gerð var af University of Maryland, verji bandarískir foreldrar að meðal- tali aðeins sautján klst. á viku með börnum sínum. Meðaleinkunnir þar- lendra barna hafa lækkað á undan- förnum þrjátíu árum, sjálfsmorð ung- linga eru tíðari og fleiri unglingar komast í kast við lögin en áður. Ýmsir sálfræðingar vilja kenna því um að börn séu miklu meira ein en áður tíðk- aðist og skorti tengsl við foreldra sína. Þessum niðurstöðum ber þó að taka með fyrirvara. Það væri að hengja bakara fyrir smið að sakast við foreldrana. í greininni kemur fram að þeir, sem gagnrýna harðast útivinnu HREINSSON beggja foreldra, sérstaklega mæðra, eru öfgafullir íhaldsmenn sem oft gleyma að taka með í reikninginn að flestir bandarískir foreldrar verða að vinna úti, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Engar rannsóknir hafa verið gerðar hér á landi á því hvort langur vinnu- dagur beggja foreldra, og þar með fjarvera frá börnum, hafi skaðleg áhrif á börn. Þeir sálfræðingar og félags- fræðingar, sem Frjáls verslun hafði samband við, voru tregir til að tjá sig um málið og vildu ekki tjá sig um pers- ónulegar skoðanir sínar. „Það hafa engar rannsóknir verið gerðar hér- lendis á þessu sviði og því er fremur óvarlegt að kasta fram fullyrðingum," sagði einn viðmælandi blaðsins í Há- skóla íslands. „Fólk hefur verið að segja „heimur versnandi fer“ sl. þrjá- tíu ár og það er vandalaust að finna rök sem styðja það. En það er líka auðvelt að finna rök á móti. Það er hægt að finna erlendar rannsóknir sem sýna að það sé slæmt fyrir börn að vera ekki í gæslu foreldra sinna en það eru líka til aðrar rannsóknir sem 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.