Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1991, Blaðsíða 63

Frjáls verslun - 01.07.1991, Blaðsíða 63
eins og Davíð Sch. Thorsteinsson komst að orði. ÞREFÖLDUÐ FRAMLEIÐSLUGETA „Við urðum strax varir við það að erlendis kunnu menn að meta þessar sérstæðu umbúðir. í apríl 1989 hófum við sölu á Seltzer til Bretlands, en þar er um að ræða litlausan gosdrykk meðýmsum bragðtegundum. Ekki þarf að orðlengja það að drykkurinn hefur rokselst og í fyrra fluttum við út Seltzer fyrir 60 milljónir króna og við áætlum að selja hann fyrir a.m.k. tvö- falda þá upphæð á þessu ári. Við markaðssetninguna hefur þrennt skipt meginmáli: Hin sérstæða plast- dós, íslenska bergvatnið, sem fram- leiðslan byggir á, og hollusta drykkj- arins með náttúrulega sykrinum í stað hvíts sykurs eða sætuefna. Seltzer- inn er þrisvar sinnum dýrari en nokk- ur annar drykkur en við markaðs- setningu hans eru engar auglýsingar notaðar. Salan byggist eingöngu á gæðum, ímynd og háu verði.“ Davíð segist ekki í vafa um að með tilkomu plastdósarinnar og síðar framleiðslu á sérfslenska hollustu- drykknum Seltzer standi fyrirtæki hans á tímamótum því árangurinn af þeirri markaðssetningu sé framar öll- um vonum en þó skipti hitt ef til vill meira máli að nú loks hafi verið sýnt fram á að hægt er að tappa íslensku bergvatni í neytendaumbúðir og selja það fyrir hátt verð erlendis. „Við sendum fyrstu gámana af vatni til Bandaríkjanna um þetta leyti í fyrra og þarf ekki að orðlengja það að með aulmingu á sölunni á Seltzer, bæði hér heima og í Bretlandi ásamt með vatnssölunni vestur um haf, ann- ar framleiðslugeta fyrirtækisins eng- an veginn eftirspurninni þótt vélarnar gangi allan sólarhringinn - allt árið. Þess vegna höfum við lagt nótt við dag við uppsetningu á fimm nýjum vélasamstæðum til að geta mættkröf- um markaðarins. Þessi nýju tæki kosta um 250 milljónir króna og þref- alda framleiðslugetu Islensks berg- vatns hf. Lykillinn að sölunni er gegn- sæja 33 cl plastdósin en einnig höfum við þróað mjög skemmtilega 750 cl plastflösku fyrir vatnið og hafa viðtök- ur í Bandaríkjunum verið mjög góð- ar.“ Seltzerinn rennur af færiböndunum og á næstu dögum margfaldast geta fyrirtækisins til að tappa tæru, íslensku bergvatni á dósirnar. VATNIÐ VERÐUR AÐ VERA DÝRT! Davíð Sch. Thorsteinsson virðist hafa meitlaðar skoðanir á því hvernig beri að selja þessa auðlind okkar ís- lendinga. Þar verði að fara með gát því allt hafi sinn tíma. „Mesta hættan er sú að þeir, sem ætla að hasla sér völl í þessum út- flutningi, selji íslenska vatnið of ódýrt. Þess vegna er alveg númer eitt að gæta þess að það verði ávallt mun dýrara en sambærilegar vörur, eins og þeirra vatn og gosdrykkir, sem blandaðir eru úr menguðu vatni, sem farið hefur 15-20 sinnum í gegn- um meltingarveginn. Reynslan af sölu Seltzers hefur kennt okkur að selja dýrt, dýrara en aðrir, og í Bandaríltjunum selst vatns- dósin á einn dollar eða við allt að 10 sinnum hærra verði en bensín. Við trúðum því einfaldlega að fólk gerði meiri kröfur til þess, sem það setti í eigin maga, en þess sem færi í maga blikkþeljunnar. Bandarískur almenn- ingur virðist vera sömu skoðunar," segir Davíð ennfremur. Fleira kom fram í máli fram- kvæmdastjórans. Miklu skipti í þessu sambandi að flýta sér hægt: „Allir vita að íslendingar eiga auð- velt með að brenna sig á því að vilja gleypa allan ávinninginn í fyrsta kasti. Við erum veiðimannaþjóð og viljum að árangurinn komi strax í ljós. Af- leiðingarnar af þessu bráðlæti eru út um allt samfélagið. í þessum útflutn- ingi, þar sem við erum að selja við- kvæma neysluvöru, þýðir ekkert að 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.