Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1991, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.07.1991, Blaðsíða 49
„Auk flugs með íslenska ferðamenn tók Air Viking að sér margvísleg leiguverkefni og varð m.a. fyrst íslenskra flugfélaga til þess að annast pílagrímaflug er vél frá félaginu flutti pílagríma frá Gambíu, Sierra Leone, Yemen og Súdan til Heddah í Saudi Arabíu haustið 1975. Air Viking lenti síðan í miklurn fjárhagsörðugleikum og lauk sögu félagsins 6. mars 1976 er þota frá félaginu fór með íslenskan ferðahóp til Kanaríeyja. Var félagið gert gjaldþrota, en reynt að koma eigum þess í verð. Stærsti kröfuhafinn í þrotabúið var Olíufélagið hf. og ræddu forsvarsmenn þess við Flugleiðir um hugsanleg kaup Flugleiða á félaginu. Voru Flugleiðum boðnar eigur Air Viking á um 200 milljónir króna. Eignir félagsins voru hins vegar ekki metnar nema á um 50 milljónir króna, en kröfur í þrotabúið voru taldar um 270 milljónir króna. Við uppgjör á þrotabúinu, sem lauk á árinu 1978, reyndust heildarkröfur í búið vera 332 milljónir króna, en upp í það voru til rúmlega 134 milljónir króna í flugvélum, útistandandi skuldum við félagið og vörulager. Þegar til umræðu kom að Flugleiðir keyptu félagið var kjörin nefnd til þess að annast málið og varð niðurstaða hennar sú að ekki væri ráðlegt fyrir félagið að kaupa. Þótti þar með líklegast að flugvélar Air Viking yrðu seldar úr landi.“ (Samkvæmt byggingarvísitölu hefur verðlag frá árinu 1976 til miðs árs 1990 u.þ.b. sjötíufaldast. A núvirði voru því Flugleiðum boðnar eigur Air Viking á um 140 milljónir, eignir fyrirtækisins voru metnar á um 35 milljónir, en kröfur í þrotabúið voru taldar um 189 milljónir. Við uppgjör á þrotabúinu reyndust heildarkröfur vera 232 milljónir en eignir 94 milljónir). (Úr bókinni „FIMMTÍU FLOGIN ÁR - Atvinnuflugssaga íslands 1937-1987, II. bindi“) lands, Danmerkur og Bretlands og gefið þeim reglubundnar skýrslur um okkar störf og ekki fengið neinar at- hugasemdir hvað það varðar. Hins vegar hefur orðið vart við ergelsi hjá samkeppnisaðilum okkar vegna þessa flugs. Svona uppákomur hafa lengi verið íþessum bransa. Fyrr á árum þurfti ég að leita réttar míns alla leið til Hæstaréttar íslands og fékk þar dæmdar bætur fyrir misbeit- ingu valds. Ég er ekki viss um að stjórnvöld langi í endurtekningu á því, enda held ég að nútíminn kalli á að menn kasti endanlega fyrir róða for- réttindaóskum sínum, að ekki sé tal- að um að stjómvöld ætli sér að vernda slík forréttindi. Það er nefni- lega mikill misskilningur ef menn halda að himnafaðirinn hafi gefið ein- hverjum einkarétt á því að flytja fólk og varning um himinhvolfin." Að sögn Guðna er starf í ferða- bransanum eins konar baktería. „Þetta er sambærilegt blaðamennsk- unni að því leyti að það er mikið líf og §ör í kringum þetta, alltaf ný og spennandi verkefni til að takast á við. Eg held að þessar tvær starfsgreinar séu skyldar að því leyti til að þær eru báðar eins konar bakteríur sem ég held að fólki gangi illa að losna við.“ FRUMKVÖÐULL í FERÐAÞJÓNUSTU Hvað var boðið upp á hjá Sunnu í byrjun? f KUJU ERTU MEÐ SKALLA? nni HÁRVANDAMÁL? Aörir sætta sig ekki viö þaö! Al hverju skyldir þú gera þaö? ■ Fáöu aftur þitt eigið hár sem vex eöiilega ■ sársaukalaus meðferö ■ meöferöin er stutt (1 dagur) ■ skv. ströngustu kröfum bandariskra og þýskra staöla ■ framkvæmd undir eftirliti og stjórn sérmenntaöra lækna Upplýsingar hjá EUROCLINIC LTD. Ráðgjafarstöð: Neðstuströð 8 Pósthólf 111 202 Kópavogi Sími 91-641923 Kvöldsími 91-642319 i v/y jijv/i ■ i ^ím^' 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.