Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1991, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.07.1991, Blaðsíða 8
FRETTIR SUMIR SKATTAKONGAR FRA ÞVII FYRRA: HAFA EKKILEIÐRETT AÆTLANIR Þegar skattskrár komu út sumarið 1990 vegna tekna árið 1989 vakti það nokkra athygli að ýmsir þeirra, sem taldir voru, „skattakóngar" höfðu alls ekki talið fram held- ur látið áætla á sig. Frjáls verslun benti á þetta í umfjöllun sinni um þessi mál í fyrrasumar. Þar koin m.a. fram að sjálfur „skattakóngur“ Reykja- víkur, Herluf Clausen, hafði látið áætla á sig. Nú getur það auðvitað komið fyrir að inenn séu seinir fyrir með frágang skattframtala sinna. Þá senda þeir þau yfirleitt til skattyfirvalda á meðan á kærufresti stendur og fá hina áætluðu álagningu leiðrétta. Endanleg skattskrá, með leiðréttingum er gef- in út í júní eða júlí árið eftir að hún er fyrst lögð fram. Þá kemur fram hvaða skattar hafa verið lagðir á fólk og fyrirtæki á grundvelli skattframtala þeirra eftir að tillit hefur verið tekið til leiðrétt- inga þar sem það á við. Endanlegar skattskrár vegna gjaldársins 1989 voru lagðar fram hjá skattstofunum fyrir nokkrum vikum. Frjáls verslun kannaði hvernig „skattakóngunum“ frá í fyrrasumar, sem létu áætla á sig, hafði reitt af eftir að skattstofur höfðu úrskurðað kærur og seint fram komin framtöl. Skattskrárnar eru opin- ber gögn og öllum er heimilt að kynna sér þær í þann tíma sem auglýst er að þær liggi frammi. Það vekur athygli að Herluf Clausen, kaup- sýslumaður í Reykjavík, Herluf Clausen lét ekki leið- rétta áætlun skattstofu frá í fyrra. Honum voru áætlaðar 25 milljónir króna í skatt- skyldar tekjur vegna ársins 1989. sem gert var að greiða hæsta skatta samkvæmt álagningu 1990 á grund- velli áætlunar skattstofu, hefur ekki látið leiðrétta álagningu sína. Aætlaðir skattar á hann eru óbreyttir í endanlegu skattskránni frá því sem áætlað var á hann í fyrra. Þá voru skattskyldar tekjur hans áætlaðar 25 milljónir króna. Sama er að segja um Gunnar B. Jensson, húsasmíða- meistara. Honum voru áætlaðar tekjur að upp- hæð 12,5 milljónir króna sem hann hefur heldur ekki látið leiðrétta. Sumir þeirra, sein voru á lista yfir hæstu skatt- greiðendur í Reykjanes- umdæmi í fyrra á grund- velli áætlunar, hafa held- ur ekki látið leiðrétta álagninguna. Má þar nefna Werner Rasmus- son, lyfsala í Kópavogi. Áætlaðar tekjur á hann námu 7.5 milljónum króna vegna ársins 1989. Hann hefur ekki látið Werner Rasmusson lyfsali lét ekki leiðrétta áætlun skattstofu frá í fyrra. Honum voru áætlaðar 7,5 milljónir króna í skattskyldar tekjur vegna ársins 1989. leiðrétta þá áætlun sam- kvæmt því sem segir í hinni endanlegu skatt- skrá. Sama er að segja um Hreggvið Hermanns- son, lækni í Keflavík. Honum voru áætlaðar 6 milljónir króna í tekjur sem hann hefur ekki látið leiðrétta. Þess skal getið að ýms- ir þeirra, sem áætlað var á í fyrra og komust á lista í blöðum, hafa fengið áætlaða skatta leiðrétta samkvæmt því sem fram kemur í hinni endanlegu skattskrá. Meðal þeirra eru Gunnar Þór Jónsson, læknir, sem samkvæmt skattskránni hefur haft Ingólfur Guðbrandsson, fyrr- um ferðaskrifstofueigandi, lét leiðrétta áætlun skattyf- irvalda frá í fyrra. Sam- kvæmt leiðréttri álagningu hafa skattskyldar tekjur hans numið 115 þúsund krón- um á mánuði árið 1989 á nú- verandi verðlagi. um 445 þúsund krónur í tekjur á mánuði árið 1989 á núverandi verðlagi, Ingólfur Guðbrandsson, fyrrum ferðaskrifstofu- eigandi, sem hafði 115 þúsund krónur á mánuði árið 1989 á núverandi verðlagi og Þorleifur Björnsson í Hafnarfirði sem hefur haft utn 700 þúsund krónur á mánuði árið 1989 á núverandi verðlagi, svo einhverjir séu nefndir. Mun hærri skattgjaldstekjur höfðu verið áætlaðar á þá af skattyfirvöldum þar sem þeir höfðu ekki skilað inn skattframtölum í tíma. UPPSOGNILOGBIRTINGI Það er fátítt að rekast á auglýsingar í Lögbirting- arblaðinu eins og þá sem þar gat að líta fyrir nokkru. Þar var um að ræða formlega uppsögn endurskoðunarskrifstofu á viðskiptavini. Endurskoðun hf. til- kynnti að fyrirtækið hefði sagt upp endurskoðunar- störfum fyrir hlutafélagið Svein Egilsson í Reykja- vík. Ekki voru ástæður uppsagnarinnar til- greindar. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.