Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1991, Page 8

Frjáls verslun - 01.07.1991, Page 8
FRETTIR SUMIR SKATTAKONGAR FRA ÞVII FYRRA: HAFA EKKILEIÐRETT AÆTLANIR Þegar skattskrár komu út sumarið 1990 vegna tekna árið 1989 vakti það nokkra athygli að ýmsir þeirra, sem taldir voru, „skattakóngar" höfðu alls ekki talið fram held- ur látið áætla á sig. Frjáls verslun benti á þetta í umfjöllun sinni um þessi mál í fyrrasumar. Þar koin m.a. fram að sjálfur „skattakóngur“ Reykja- víkur, Herluf Clausen, hafði látið áætla á sig. Nú getur það auðvitað komið fyrir að inenn séu seinir fyrir með frágang skattframtala sinna. Þá senda þeir þau yfirleitt til skattyfirvalda á meðan á kærufresti stendur og fá hina áætluðu álagningu leiðrétta. Endanleg skattskrá, með leiðréttingum er gef- in út í júní eða júlí árið eftir að hún er fyrst lögð fram. Þá kemur fram hvaða skattar hafa verið lagðir á fólk og fyrirtæki á grundvelli skattframtala þeirra eftir að tillit hefur verið tekið til leiðrétt- inga þar sem það á við. Endanlegar skattskrár vegna gjaldársins 1989 voru lagðar fram hjá skattstofunum fyrir nokkrum vikum. Frjáls verslun kannaði hvernig „skattakóngunum“ frá í fyrrasumar, sem létu áætla á sig, hafði reitt af eftir að skattstofur höfðu úrskurðað kærur og seint fram komin framtöl. Skattskrárnar eru opin- ber gögn og öllum er heimilt að kynna sér þær í þann tíma sem auglýst er að þær liggi frammi. Það vekur athygli að Herluf Clausen, kaup- sýslumaður í Reykjavík, Herluf Clausen lét ekki leið- rétta áætlun skattstofu frá í fyrra. Honum voru áætlaðar 25 milljónir króna í skatt- skyldar tekjur vegna ársins 1989. sem gert var að greiða hæsta skatta samkvæmt álagningu 1990 á grund- velli áætlunar skattstofu, hefur ekki látið leiðrétta álagningu sína. Aætlaðir skattar á hann eru óbreyttir í endanlegu skattskránni frá því sem áætlað var á hann í fyrra. Þá voru skattskyldar tekjur hans áætlaðar 25 milljónir króna. Sama er að segja um Gunnar B. Jensson, húsasmíða- meistara. Honum voru áætlaðar tekjur að upp- hæð 12,5 milljónir króna sem hann hefur heldur ekki látið leiðrétta. Sumir þeirra, sein voru á lista yfir hæstu skatt- greiðendur í Reykjanes- umdæmi í fyrra á grund- velli áætlunar, hafa held- ur ekki látið leiðrétta álagninguna. Má þar nefna Werner Rasmus- son, lyfsala í Kópavogi. Áætlaðar tekjur á hann námu 7.5 milljónum króna vegna ársins 1989. Hann hefur ekki látið Werner Rasmusson lyfsali lét ekki leiðrétta áætlun skattstofu frá í fyrra. Honum voru áætlaðar 7,5 milljónir króna í skattskyldar tekjur vegna ársins 1989. leiðrétta þá áætlun sam- kvæmt því sem segir í hinni endanlegu skatt- skrá. Sama er að segja um Hreggvið Hermanns- son, lækni í Keflavík. Honum voru áætlaðar 6 milljónir króna í tekjur sem hann hefur ekki látið leiðrétta. Þess skal getið að ýms- ir þeirra, sem áætlað var á í fyrra og komust á lista í blöðum, hafa fengið áætlaða skatta leiðrétta samkvæmt því sem fram kemur í hinni endanlegu skattskrá. Meðal þeirra eru Gunnar Þór Jónsson, læknir, sem samkvæmt skattskránni hefur haft Ingólfur Guðbrandsson, fyrr- um ferðaskrifstofueigandi, lét leiðrétta áætlun skattyf- irvalda frá í fyrra. Sam- kvæmt leiðréttri álagningu hafa skattskyldar tekjur hans numið 115 þúsund krón- um á mánuði árið 1989 á nú- verandi verðlagi. um 445 þúsund krónur í tekjur á mánuði árið 1989 á núverandi verðlagi, Ingólfur Guðbrandsson, fyrrum ferðaskrifstofu- eigandi, sem hafði 115 þúsund krónur á mánuði árið 1989 á núverandi verðlagi og Þorleifur Björnsson í Hafnarfirði sem hefur haft utn 700 þúsund krónur á mánuði árið 1989 á núverandi verðlagi, svo einhverjir séu nefndir. Mun hærri skattgjaldstekjur höfðu verið áætlaðar á þá af skattyfirvöldum þar sem þeir höfðu ekki skilað inn skattframtölum í tíma. UPPSOGNILOGBIRTINGI Það er fátítt að rekast á auglýsingar í Lögbirting- arblaðinu eins og þá sem þar gat að líta fyrir nokkru. Þar var um að ræða formlega uppsögn endurskoðunarskrifstofu á viðskiptavini. Endurskoðun hf. til- kynnti að fyrirtækið hefði sagt upp endurskoðunar- störfum fyrir hlutafélagið Svein Egilsson í Reykja- vík. Ekki voru ástæður uppsagnarinnar til- greindar. 8

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.