Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1991, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.07.1991, Blaðsíða 24
BLAÐAFULLTRÚI í 5500 MANNA BÆJARFÉLAGI Friðþór Eydal, blaðafulltrúi varnarliðsins: „Nú hafa menn ekki lengur afsökun að halda úti þessu geysilega apparati.“ „Það er þíðan milli austurs og vesturs sem gerir fækkun í Bandaríkjaher mögulega. Nú hafa menn ekki lengur afsökun fyrir því að halda úti þessu geysilega „apparati“,“ segir Friðþór Eydal, blaðafulltrúi varnarliðsins. Friðþór segir að þó að spennan milli austurs og vesturs hafi mikla þýðingu hafi reynslan af Persaflóastríðinu orðið mönnum lexía. Nú verði að hafa í huga að hægt verður að beita hernaðarmætti við einhverjar aðstæður sem menn sjá ekki einu sinni fyrir að gætu skapast. „Þess vegna hefur ekkert breyst hér. Það, sem menn eru að gera hér dags daglega, er að fylgjast með so- véskum kafbátum, skipum og flugvélum, sem koma út á At- lantshafið frá Kólaskaga öðru hverju til æfinga. Það er ekk- ert sem bendir til þess að sam- dráttur sé í hernaðarmætti hér. Þeir eru að taka upp ný tæki sem eru mörgum sinnum áhrifameiri en þau sem fyrir voru. Stjórnkerfi og þjálfun eru miklu markvissari. Hlut- verk þeirra hér er að fylgjast með og það mun verða það áfram.“ Friðþór segir að stöðin í Keflavík sé það lítil að ekki verði af miklu að taka. Ekki sé hægt að fækka starfsfólki með því að taka ákveðna þætti út úr starfseminni. f Keflavík eru 3200 hermenn en 5500 manns eru samtals á vellinum þegar tekið er tillit til borgaralegra starfsmanna og fjölskyldna her- mannanna. „Þó svo að dregið yrði eitthvað úr þeim herafla, sem er í Keflavík, og jafnvel þó að fækkað yrði um helming þýðir það ekki að þjónustuliði fækkaði að sama skapi urn helming.“ Einn stór liður í þjónustunni er ein- faldlega að halda við flugvellinum í Keflavík, en hann er að sögn Friðþórs ákaflega fullkominn. „Hann er sáralít- ið notaður miðað við flugvelli af þess- ari stærð. Það væri hægt að veita miklu fleiri aðilum þjónustu með til- tölulega litlum aukakostnaði." Frá árinu 1974 hafa hundruðir íbúða verið byggðar undir þær bandarísku ijölskyldur sem eru á flugvallarsvæð- inu. Upp úr 1960 fóru hermenn að koma með fjölskyldur sínar og um 1965 var byrjað á fyrstu íbúðunum á vellinum. Nú er verið að ljúka við byggingu 248 íbúða og hefja fram- kvæmdir við 224 íbúðabyggingar. Nú er á Keflavíkurvelli ríkisrekið 5500 manna bæjarfélag. Bandaríska ríkið á og rekur allar íbúðirnar svo að dæmi sé tekið. „Ef áhaldahús eins bæjarfélags ætti að halda við húsinu heima hjá þér og jafnvel að skipta um peru í skrifstofu eða hanna nýjar byggingar, hvað held- urðu þá að þyrfti marga til þess?“ segir Friðþór eins og til að leggja áherslu á að það sé ekki líklegt að bandarísk yfirvöld geti dregið mjög úr þeirri þjónustu sem nauðsynleg verður í framtíðinni til að halda við 3200 manna her og fjölskyldum her- mannanna. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.