Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1991, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.07.1991, Blaðsíða 37
té kvikmyndir, sjónvarpsþætti og höfund- arrétt að ýmsum teiknimyndafigúrum. Hinn möguleikinn er sá að Time Wamer noti tækniþekkingu sína til að byggja upp nýjar kapalsjónvarpsstöðvar, eins og t.d. í Ungverjalandi og núna síðast í Svíþjóð í samvinnu við Svensk Filmindustri. Samn- ingar af þessu tagi eru mögulegir þar sem ríkisstjómir í Evrópu hafa afnumið einka- rétt sinn á sjónvarpsútsendingum. Sam- starfsverkefni við t.d. Toshiba væri af allt öðmm toga. Þar væri verið að mynda tengsl milli fyrirtækis í rafeindaiðnaði ann- ars vegar og fyrirtækis í skemmtanaiðnaði hins vegar. Slík tengsl em oft spennandi fyrir báða aðila þegar um það er að ræða að raftækjaframleiðandinn sé að reyna að kynda undir nýrri tækni fyrir heimilin. So- ny notfærir sér til dæmis eign sína á RCA7 Columbia myndbandaframleiðslunni til að dreifa kvikmyndum á átta millimetra myndböndum en þeim er mikið í mun að kynna þau sem víðast sem framtíðartækni í myndböndum. Toshiba hefur hins vegar ekki upp á neitt slíkt að bjóða. Aðal samningamaður Time Warner, Arthur Barron, lætur slfkt ekki á sig fá. Hann segist vera með samninga í gerjun í Bretlandi og Grikklandi meðal annars og telur að hann muni ljúka fimm eða sex samningum á þessu ári. Hann heldur því einnig fram að “sá stóri“ sé enn í bígerð. HVAR ER HAGRÆÐINGIN? Uppþot undanfarna daga hafa beint sjónum manna að Time Wamer fyrirtæk- inu í auknum mæli. Sérstaklega leita menn HVAÐ ER TIL RÁÐA? Time Warner þurfa að greiða 270 milljarða lán með eindaga í mars 1993. Fyrirtækið hefur yfirdráttarheimild uþp á 60 milljarða en þá standa enn eftir 210 milljarðar. Fjármagnsstreymi innan fyrirtækisins stendur ekki undir slíkum greiðslum og Time Warner telur sigþurfa að minnsta kosti 120 milljarða aukalega. Þeirri upphæð má afla annaðhvort með því að selja eignir eða með hlutafjáraukningu. Seinni leiðin varð fyrir valinu en framkvæmd hennar hefur verið með þeim hætti að hluthafar hafa reiðst og eru nú teknir að gagnrýna samrunann. nú að merkjum þess að sameining Time og Wamer á sínum tíma hafi skilað einhverju af sér. Fyrirtækið bendir sjálft á mörg dæmi þess að hin aukna breidd fyrirtækis- ins hafi skilað sér íbetri rekstrarskilyrðum og auknum tækifæmm en það er erfitt að henda reiður á því hver ágóðinn af samein- ingunni sé í raun. Viðamikil kapalkerfi fyrirtækjanna tveggja em augljóslega betur komin á einni hendi og nýjar sjónvarpsrásir eiga auðveldara uppdráttar þegar hægt er að bjóða upp á þær sem víðast. Það er ekki eins gott að sjá hvað tímaritaútgáfa fyrir- tækisins hefur grætt á sameiningunni en þar berjast menn núna við versta auglýs- ingahallæri síðustu tveggja áratuga. Að vísu hefur samruninn gert þeim kleift að selja auglýsingapakka til fyrirtækja eins og Chrysler og General Motors en slíkir pakkar duga í rauninni skammt. Tekjur af tímaritaútgáfu Time Warner féllu töluvert á fyrsta fjórðungi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Þar er að finna megin ástæðu þess að tekjur hjá Time Wamer drógust aðeins saman á sama tíma, úr 33,8 milljörðum á fyrsta fjórðungi 1990 í 33,4 milljarða á fyrsta ársfjórðungi þessa árs (þ.e. tekjur fyrir skatta og afskriftir). Það er athyglisvert að fjárhagslegt gengi tímarita hjá Time Warner er mjög líkt ann- arra svipaðra tímarita sem gefin em út í Bandaríkjunum en það bendir til þess að tímaritaútgáfan hafi lítið grætt á sammn- anum. í tónlistarútgáfunni bíða menn einnig eftir því að markaðurinn taki við sér. Dreifingaraðili óskast fyrir mikið úrval þekkts amerísks íþróttafatnaðar: Golds Gym, N.P.C., Powerhouse, svo nokkur séu nefnd, einnig fyrir L./A. Gera gallabuxur og jakka, ásamt Harley-Davidson boli. Hafið samband við Productline International Vissersdijk 47, 3241 E.C. Middelharnis, Holland. Sími (31) 1870-6777, Faxnúmer: (31) 1870-6662. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.