Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1991, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.07.1991, Blaðsíða 45
SMAA LETRIÐ ER SKEINUHÆTT! Það hefur síður en svo verið lognmolla á ferðamarkaðnum á síðustu misserum. Minni ferða- skrifstofurnar hafa verið að bjóða upp á ýmsa ferðakosti og flugfargjöld, sem margir hafa tekið fegins hendi. En Flugleiðir hf. hafa haft athugasemdir fram að færa. En það er ekki einungis barátta í ferðaþjónustu og flugi hér innanlands heldur herma fregnir utan úr hinum stóra heimi að flugfélög eigi víðast hvar í kröggum og eigi erfitt uppdrátt- ar. í blaðaviðtali sagði Einar Sigurðs- son, blaðafulltrúi Flugleiða, að Flug- leiðir myndu lifa þessa kreppu af vegna fyrirhyggju í flugvélakaupum og hagræðingar. „Gylliboð" ferðaskrifstofa hafa verið mikið til umræðu og valdið tals- verðum úlfaþyt. í flennistórum fyrir- sögnum auglýsinga ferðaskrifstof- anna má sjá alls kyns verðtilboð, sem eru of góð til þess að hafna þeim. Eða hvað? Auglýsingunum fylgir jafnan stjarna og neðst á síðunni eru skilmál- ar þess að fólk geti keypt flugfar á auglýstu verði. T.d. er miðað við tvo fullorðna og tvö börn á bilinu tveggja til ellefu ára í bíl í svonefndum D- flokki. Mönnum hefur orðið tíðrætt um þessi „gylliboð“ og haft þau í flymtingum og sagt sem svo að þau væru hreint stórkostleg fyrir sex manna fjölskyldu, böm á aldursskeið- inu 0-10 ára, með bakpoka og á tjald- stæði 1.-13. desember í Alaska! Hjá einni af ferðaskrifstofunum var vinnu- heiti þessara herferðar „sex í kústa- skáp“ sem má þó engan veginn mis- skilja! MISVÍSANDIAUGLÝSINGAR En hvað kosta svo þær ferðir í raun sem standa til boða? í DV 8. júlí sl. var t.a.m. auglýsing frá einni af ferða- skrifstofunum, þar sem boðið var upp á Lundúnaferðir á verðbilinu frá 14.700 til 18.800 kr. Þegar hringt var í ferðaskrifstofuna og innt eftir því hvað fengist fyrir 14.700 var sagt að þær ferðir kostuðu nú kr. 22.431! í þessari auglýsingu í júlímánuði var nefnilega miðað við brottfarartíma á tímabilinu 1.-8. maí, flugvallargjald og forfallatrygging var ekki innifalið og Á haustönn 1991 bjóðum við kennslu í fjölmörgum greinum. Tómstundanám - bóklegar, verklegar greinar og prófanám - grunnskóli og framhaldsskóli. Nánari upplýsingar og innritun í Miðbœjarskóla, Fríkirkjuvegi 1. Skrifstofan er opin daglega frá kl. 13.00-19.00. Símar 12992 og 14106. Athugið að kennslugjaldi er í hófstillt, en greiðist fyrir fyrstu kennslustund. Við viljum vekja sérstaka áherslu á aukinni kennslu okkar í teikningu, bœði modelteikningu og hlutateikningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.