Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1991, Side 45

Frjáls verslun - 01.07.1991, Side 45
SMAA LETRIÐ ER SKEINUHÆTT! Það hefur síður en svo verið lognmolla á ferðamarkaðnum á síðustu misserum. Minni ferða- skrifstofurnar hafa verið að bjóða upp á ýmsa ferðakosti og flugfargjöld, sem margir hafa tekið fegins hendi. En Flugleiðir hf. hafa haft athugasemdir fram að færa. En það er ekki einungis barátta í ferðaþjónustu og flugi hér innanlands heldur herma fregnir utan úr hinum stóra heimi að flugfélög eigi víðast hvar í kröggum og eigi erfitt uppdrátt- ar. í blaðaviðtali sagði Einar Sigurðs- son, blaðafulltrúi Flugleiða, að Flug- leiðir myndu lifa þessa kreppu af vegna fyrirhyggju í flugvélakaupum og hagræðingar. „Gylliboð" ferðaskrifstofa hafa verið mikið til umræðu og valdið tals- verðum úlfaþyt. í flennistórum fyrir- sögnum auglýsinga ferðaskrifstof- anna má sjá alls kyns verðtilboð, sem eru of góð til þess að hafna þeim. Eða hvað? Auglýsingunum fylgir jafnan stjarna og neðst á síðunni eru skilmál- ar þess að fólk geti keypt flugfar á auglýstu verði. T.d. er miðað við tvo fullorðna og tvö börn á bilinu tveggja til ellefu ára í bíl í svonefndum D- flokki. Mönnum hefur orðið tíðrætt um þessi „gylliboð“ og haft þau í flymtingum og sagt sem svo að þau væru hreint stórkostleg fyrir sex manna fjölskyldu, böm á aldursskeið- inu 0-10 ára, með bakpoka og á tjald- stæði 1.-13. desember í Alaska! Hjá einni af ferðaskrifstofunum var vinnu- heiti þessara herferðar „sex í kústa- skáp“ sem má þó engan veginn mis- skilja! MISVÍSANDIAUGLÝSINGAR En hvað kosta svo þær ferðir í raun sem standa til boða? í DV 8. júlí sl. var t.a.m. auglýsing frá einni af ferða- skrifstofunum, þar sem boðið var upp á Lundúnaferðir á verðbilinu frá 14.700 til 18.800 kr. Þegar hringt var í ferðaskrifstofuna og innt eftir því hvað fengist fyrir 14.700 var sagt að þær ferðir kostuðu nú kr. 22.431! í þessari auglýsingu í júlímánuði var nefnilega miðað við brottfarartíma á tímabilinu 1.-8. maí, flugvallargjald og forfallatrygging var ekki innifalið og Á haustönn 1991 bjóðum við kennslu í fjölmörgum greinum. Tómstundanám - bóklegar, verklegar greinar og prófanám - grunnskóli og framhaldsskóli. Nánari upplýsingar og innritun í Miðbœjarskóla, Fríkirkjuvegi 1. Skrifstofan er opin daglega frá kl. 13.00-19.00. Símar 12992 og 14106. Athugið að kennslugjaldi er í hófstillt, en greiðist fyrir fyrstu kennslustund. Við viljum vekja sérstaka áherslu á aukinni kennslu okkar í teikningu, bœði modelteikningu og hlutateikningu.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.