Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1991, Page 28

Frjáls verslun - 01.07.1991, Page 28
UPPELDI FORELDRAR Á VINNUMARKAÐI: VERÐA BORNIN ÚTUNDAN? íslenskt þjóðfélag hefur tekið mjög örum breytingum á undan- förnum tuttugu árum. Fyrir fá- einum áratugum var það undan- tekning ef konur unnu utan heimilis. Staður konunnar var þá inni á heimilinu þar sem hún gætti bús og barna. En nú er öld- in önnur. Um 90% íslenskra kvenna vinna að einhverju leyti utan heimilis, enda krefst venjulegur heimilisrekstur á Is- landi í flestum tilvikum úti- vinnu beggja foreldra. Sennilega hafa fáar þjóðir upplifað jafn örar breytingar á lífsháttum sín- um og íslendingar. Fyrir tæpum eitt hundrað árum voru íslendingar ein af fátækustu þjóðum í Evrópu, en nú eru aðstæður allar betri. Islendingar hafa þó þurft að hafa fyrir sínum efna- hagslegu gæðum með mikilli vinnu. Atvinnuþátttaka hjóna er mun meiri hér en á hinum Norðurlöndunum en auk þess vinna íslendingar almennt lengur dag hvern en norrænir frænd- ur þeirra. En hvaða áhrif hefur það á TEXTI: ÍRIS ERLINGSDÓTTIR MYNDIR: HREINN börn að sjá ekki foreldra sína nema nokkrar stundir á degi hverjum og þá kannski þreytt eftir erilsaman vinnu- dag? „HEIMUR VERSNANDI FER“ Rannsóknir, sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum, benda til þess að „heimur versnandi fari“. í grein í bandaríska tímaritinu Fortune kemur fram að samkvæmt rannsókn, sem gerð var af University of Maryland, verji bandarískir foreldrar að meðal- tali aðeins sautján klst. á viku með börnum sínum. Meðaleinkunnir þar- lendra barna hafa lækkað á undan- förnum þrjátíu árum, sjálfsmorð ung- linga eru tíðari og fleiri unglingar komast í kast við lögin en áður. Ýmsir sálfræðingar vilja kenna því um að börn séu miklu meira ein en áður tíðk- aðist og skorti tengsl við foreldra sína. Þessum niðurstöðum ber þó að taka með fyrirvara. Það væri að hengja bakara fyrir smið að sakast við foreldrana. í greininni kemur fram að þeir, sem gagnrýna harðast útivinnu HREINSSON beggja foreldra, sérstaklega mæðra, eru öfgafullir íhaldsmenn sem oft gleyma að taka með í reikninginn að flestir bandarískir foreldrar verða að vinna úti, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Engar rannsóknir hafa verið gerðar hér á landi á því hvort langur vinnu- dagur beggja foreldra, og þar með fjarvera frá börnum, hafi skaðleg áhrif á börn. Þeir sálfræðingar og félags- fræðingar, sem Frjáls verslun hafði samband við, voru tregir til að tjá sig um málið og vildu ekki tjá sig um pers- ónulegar skoðanir sínar. „Það hafa engar rannsóknir verið gerðar hér- lendis á þessu sviði og því er fremur óvarlegt að kasta fram fullyrðingum," sagði einn viðmælandi blaðsins í Há- skóla íslands. „Fólk hefur verið að segja „heimur versnandi fer“ sl. þrjá- tíu ár og það er vandalaust að finna rök sem styðja það. En það er líka auðvelt að finna rök á móti. Það er hægt að finna erlendar rannsóknir sem sýna að það sé slæmt fyrir börn að vera ekki í gæslu foreldra sinna en það eru líka til aðrar rannsóknir sem 28

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.